Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, janúar 22, 2007

Danaveldis-minningar





Nokkrar Danaveldisminningar riðfjaðar upp í því tilefni að Leifa var að senda mér disk með helling af myndum sem við tókum þegar við skvísurnar þrjár brölluðum hitt og þetta í fyrra :)

Byrjum á ævintýrinu með hjólið. Leifa kom til mín afar dugleg að hjóla. En heimleiðin var skrautleg og skemmtielg. Leifa hjólaði niðrá bryggju og ég kom á litla tveggja dyra bílnum mínum. Þar hófumst við handa við að leggja sætin í bílnum niður og troða hjólinu inn. Og viti menn!.... það tókst!! Keyrðum svo heim í sveitina með hjólið og héldum deginum áfram :)

Verslunarferðin til Århus fyrir jólin. Æðisleg ferð með skvísunum báðum. Þræddum búð úr búð í leit af jólagjöfum og auðvitað urðum við að fá eitthvað líka! Nokkrir þúsundkallar flugu í þessari ferð en við vorum yfir okkur ánægðar með okkur og allt saman :)

Ferðin á Hjerl Hede safnið er eftirminnileg. Ótrúlega gaman að koma á þetta safn. Svo mikið hægt að skoða og við náttúrlega alltaf í ofur stuði!!

Gelluferðin til Thyboron með Leifu. Nú mynd af mér í kirkju... skrítið! Nú ég vildi auðvitað skoða kirkjuna þarna eins og á svo mörgum öðrum stöðum. Skoðuðum sneglehuset, þetta stóra hvíta og skemmtum okkur bara ótrúelga vel :)

Lilja litli skódýrkandinn gat bara alls ekki valið hvora skóna hún vildi. Veit ekki hvað við fórum í margar verslunarferðir til Holstebro. Ja stelpur.... eigum við kannski aðeins að renna í Bilka?? hehe. Ótal frídagar í ferðir til fólksins okkar í Struer og í bæjinn í Holstebro. Stelpur, einhvern daginn kem ég og við endurtökum þetta allar þrjár :)

Vá ótal margt fleira gæti ég rifjað upp en geymum það til seinni tíma ;)

Knús í klessu til Íslands og Danmerkur :)

5 Comments:

  • Blessuð gamla,,,
    Það er eins gott að þú ert staðsett úti í sveit því annars værir þú bara með kaupæði eins og í Danaveldi en vonandi færð þú tækifæri til að hitta stelpurnar áður en þær far til Íslands aftur.
    Þú ert bara vel geymd með strákum og hestum í sveitinni. Unnur var í Kringlunni í dag og þræddi útsölurnar en var ekki búin að kaupa neitt þegar ég talaði við hana og Haukur fer til Reykjavíkur á föstudaginn að keppa í tækvondo og Unnur mætir að sjálfsögðu að hvetja bróður sinn. Ég verð alein heima.
    Bestu kveðjur úr fallegu veðri á Akureyri,
    Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:06 e.h.  

  • Hæ !
    Ég ætla að benda sérstaklega á eitt tæknilegt vandamál hér á síðunni. Það er það að teljarinn telur mann aftur þegar maður kemur til baka eftir að hafa skrifað í "commenta-dálkinn". Þannig telur hann heldur hratt finnst mér.
    Annars allt gott að frétta héðan - hitastigið komið upp fyrir 5° og snjórinn að láta undan síga.
    Bless.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:57 f.h.  

  • Hehe ekki var ég nú búin að taka eftir þessu með teljarann. Ekki skrítið að mér hafi þótt margir koma hingað á hverjum degi! Hélt að ég hefði skyndielga kynnst fleira fólki... en nei nei var það svo ekki bara vitleysa. Verst að ég kann ekki að laga þetta svo líklega verð ég að láta líta út fyrir að ég sé vinsælli en ég er ;)

    Vonandi gengur Hauki vel í íþróttinni og Unnur hlýtur nú að hafa keypt eitthvað að lokum, annars er stundum ekkert að hafa á þessum leiðindar útsölum.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:25 f.h.  

  • Jæja, þá er ég nú að pakka því sem ekki komst í töskuna þegar þú fórst ;) Ekki svo mikið bara reiðbuxur, reiðhjálmur, peysa og eitthvað smá meira.
    Agnar sá um kvöldmatinn í kvöld !
    Fór meira að segja með mér í búðina til að versla inn og setti sjálfur í körfun..............
    Bragðaðist vel ....og Baldur sem var búin að ákveða að nú yrði vondur matur var hinn ánægðasti.
    Svo skolaði Agnar leirtauið og setti í vaskann ;)
    Er búin að setja rúmteppið þitt í felur og líka sængina og koddann....búin að klæða fallegu hvítu englana í plast filmu svo þeir verði nú enn hvítir þegar þú flytur aftur heim !! Já, já ...er líka búin að þurka úr hillunum þannig að það er allt eins og það á að vera ;)
    Skemmtilegt blogg hjá þér að vanda. Hafðu það sem best.
    Bið að heilsa Dísu.
    Kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:57 f.h.  

  • Það er meira hann bróðir minn ætlar að vera efnilegur. Vonandi heldur hann þessu áfram :)
    Greinilegt að það er vel hugsað um dótið mitt, meira að segja búið að þurrka af! Fela sængina mín og allt, hehe greinilegt að bræður mínir hafa hertekið herbergið mitt ;) Nú enda besta herbergi í heimi ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home