Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Færsla dagsins

Í gær höfðum við hitt og þetta fyrir stafni og enginn sat því heima aðgerðarlaus. Við drifum okkur af stað, ég, Agnes, Fredrik og Leona og keyrðum til Molde. Ja eða hálfaleið þar sem maður þarf að taka ferjuna yfir fjörðinn, en maður keyrir bara bílinn inní og tekur hann með sér ;) Agnes fór svo í skólann og ég fór með krakkana í einhverja verslunarmiðstöð á meðan. Ekki hef ég nú séð marga krakka sem finnst svona gaman í búðum. Hehe hann Fredrik var sko alls ekki að væla heldur skemmti sér stórvel við að skoða alls konar hluti. Í H&M leist honum svo vel á húurnar að hann mátaði örugglega 10 ;) Keyptum svo bara ís og svona til að okkur leiddist ekki. Þegar Agnes var búin í skólanum tók gardínuleiðangurinn við. Aðal tilgangur ferðarinnar var semsé að kaupa allt sem vantaði í herbergið mitt. Rúm og gardínur og svona :) Eftir að hafa labbað búð úr búð og í allar gardínubúðirnar minnst 2-3 sinnum fundum við allt sem okkur vantaði og gátum loksins haldið heim á leið. Svo maður var bara dauðþreyttur í gærkvöldi eftir allt búðarrápið en þetta var náttúrlega mjög gaman og góð tilbreyting í sveitalífið :)

Annars er ekki mikið að frétta. Hér snjóar og snjóar og kominn hörku vetur. Trén öllútí snjó og rosa flott. Ægilega kalt eitthvað svo maður er ekki of duglegur að drífa sig eitthvað út. Mamma er að farað senda dótið mitt sem ekki komst með í töskuna mína. Reiðbuxurnar, hjálminn minn, ullapeysuna og sitt lítið af hverju. Alltaf gaman að fá pakka :) Annars er ég langt komin með bókina sem ég er að lesa. Komin á blaðsíðu 250 eða eitthvað svoleiðis. Rosa ánægð með mig að vera búin að lesa svona mikið síðan ég kom, greinilega alltof auðvelt að gleyma sér yfir góðri bók.

Annars segi ég þetta gott í bili og bið að heilsa öllum :)

Valborg Rut sveitaprinsessa í Noregi ;)

5 Comments:

  • Heil og sæl Rutin mín.
    Ég heyrði í útvarpinu í gær að það væri loksins kominn vetur í Noregi,það er víst óvenju seint.
    Þú ert nú ýmsu vön svo það ætti nú að vera í lagi. Hjá okkur er núna um 4-5°hiti og sængurverin mín blakta úti í sólinni.
    Gott að herbergið þitt er að komast í lag svo að þú getir farið að koma dótinu þínu fyrir,ég efast ekki um að það verður fínt hjá þér.
    Mér er sagt að það sé mjög fallegt í Molde svo að útsýnið úr glugganum þínum er eflaust flott. Hafðu það gott vinan.Afi biður að heilsa. Bæ bæ amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:57 f.h.  

  • Tala krakkarnir íslensku?

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:41 e.h.  

  • Já hér er víst veturinn kominn. Svo mikill vetur að það var ekki hægt með nokkru móti að opna bílstjórahurðina á bílnum svo ég mátti klifra yfir allt til að geta komið okkur áleiðis. En loksins þegar bíllinn var búinn að ganga í nærri klukkutíma gat ég opnað hurðina. Mikið var ég glöð þegar það tókst.

    Krakkarnir tala norsku, Ísak reyndar getur smá en þorir því ekki, kemur þegar hann æfir sig á stuttum tíma. Fredrik er rosa duglegur að herma eftir manni en talar samt bara norsku þegar hann talar við mann. Leona er mest í barnaspjallinu ennþá en hún verður örugglega altalandi íslensku ;) hehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:02 f.h.  

  • Blessuð,,,

    Þessar gardínur hljóta að vera svolítið fallegri en þær dönsku ;-)
    eða er það ekki?
    Hlakka til að sjá myndir frá þer.
    Allt við það sama hér, gott veður og alveg svakalega hált, það er rétt að maður standi á fótunum.
    Kveðja frá okkur,
    Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:01 f.h.  

  • Aftur,,
    Hvernig var á kóræfingunni????

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home