Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

sunnudagur, janúar 21, 2007

Hversdagsleiki helgarinnar

Jæja. Þá skulum við nú ekki hafa pælingafærslu í þetta skiptið, enda líklega nóg komið af því í bili. Hér kemur því hversdagslegt yfirlit um allt og ekkert.

Byrjum á veðrinu. Hehehe.... skýjað, blautur snjór á förum, kalt en samt ekki ofurkalt. Í gær áorkaði ég það að lesa einar 116 blaðsíður í bókinni Maður að nafni Dave sem er framhald af Hann var kallaður þetta. Líklega held ég lestrinum eitthvað áfram næstu daga þar sem þessi bók er töluvert lengri en hin. En á milli þess sem ég las vafraði ég um netheima og tók góðan tíma í að krifja nokkrar síður eða svo. Verð samt að segja að mér finnst vanta meira af einhverjum gáfulegum lesningum sem maður getur fundið á netinu. Líklega er nóg af þeim en ja kannski betra ef ég vissi um þær. Svo ekki sé nú minnst á það að þær þurfa að passa við hugsunarhátterni mitt svo þar verður vandinn meiri. En ég hékk nú ekki inni allan daginn í gær heldur skellti ég mér á hestbak. Ekkert smá langt síðan ég fór á hestbak síðast svo ég neita því ekki að smá strengir séu að segja til sín. Gott og gaman að þessu í kuldanum :)

Ég held ég sé að breytast í sjónvarpssjúkling. Hélt nú að það myndi afar seint gerast en þar sem hér er afar oft kveikt á sjónvarpinu og oft sem allir horfa saman á sjónvarpið á kvöldin lærði ég einfaldlega að horfa líka. Hér er svolítið skemmtielgur þáttur sem heitir Farmen. Það er raunveruleikaþáttur hér í Noregi um fólk sem á að lifa eins og í gamla daga. Vinna alls konar verkefni, fara á markaðinn og skipta einu og öðru fyrir annað. Ef þau ná að klára verkefni vikunnar og gera þau vel fá þau pening til að kaupa mat á markaðnum, annars ekki. Í hverri viku keppa svo tveir sem hafa verið valdir við hvorn annan og sá sem tapar er sendur heim. Gaman að þessu.

En í gærkvöldi var líka horft á Gullfiskinn. Verlaunahátíð fyrir sjónvarpsauglýsingar. Hehe já ég er ekki að djóka. Hér er greinilega mikið lagt í hugmyndir og skemmtilegar auglýsingar. Búið var að velja bestu norksu auglýsingu hvers mánaður og svo vann ein mynd úr hvenjum þremur mánuðum og komst í úrslit. Á milli þeirra auglýsinga var svo valin vinnings myndin. Áhorfendur kusu jafnóðum hvaða auglýsing þeim fannst best. Þetta mættu nú íslendingar taka sér til fyrirmyndar því ég verð að segja að auglýsingarnar hér eru mun betri en heima. Veit ekki hversu mikið ógeð ég er komin með af lottó auglýsingunni heima þar sem hinn frægi Lýður Oddson (Jón Grarr) er í aðalhlutverki.

Alþjóðlega auglýsing er þó að gera mig brjálaða og kemur ekki á óvart að það mun vera einn og aftur kellogs spessjal key auglýsingin. Ekki þó sú sama og ég var með óbeit á síðast heldur held ég að þessi sé mun verri. Tágrönn kona reynir að renna upp kjólnum sínum sem er örugglega í stærð númer 8. Tekst vel en þegar hún byrjar að dansa rifnar kjóllinn. Svo grennist hún ennþá meira og loks getur hún dansað í kjólnum. Ji minn einasti ef það ætti ekki að banna þessar auglýsingar. Það hefði að minnsta kosti verið hægt að taka breiðara dæmi en það hefði samt ekki réttlætt þessa sýn. Er þessi auglýsing sýnd heima?

Jæja nóg af þvaðri í bili.

Hafði það sem allra best, verið dugleg að kommenta, hringið sem oftast og komið vel fram við allt og alla.

Valborg Rut kveður frá Noregi.

7 Comments:

  • Hvenær fáum við að sjá myndir?

    150

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:01 f.h.  

  • Hæ !
    Í gærkvöldi byrjaði norskur þáttur hér í okkar ríkis-sjónvarpi - heitir "Ved kongens bord" og var bara allt í lagi. Lottó - auglýsingarnar með Lýði eru uppáhalds - auglýsingarnar mínar ;-)
    hvaða dagblöð lesið þið þarna í sveitinni ?
    Bless í bili.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:30 f.h.  

  • Myndirnar... ja líklega koma þær inn um leið og ég nenni að taka einhverjar! hehe. Var einmitt að velta þessu fyrir mér áðan, svo aldrei að vita nema það verði á næstu dögum :)

    Ja dagblöð, þau eru nú alls ekki þykk hérna í sveitinni, Åndalsnes-avis er eitt af því fáa sem kemur hér inn.
    Líklega hafa ekki sama smekk á auglýsingum!

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:05 f.h.  

  • Mig vantar alveg að fá hjá þér fullkomið heimilisfang svo að ég geti sent þér pakkann.....

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:05 f.h.  

  • hæhæ:) mikið af pælingum hjá þér:) þú ert svo dugleg að blogga að ég næ ekki að lesa allt í einu :p en það er alveg rétt hjá þér að börn pæla og hugsa meira og dýpra en þau virðast gera. hafðu það gott í norge...:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:40 f.h.  

  • Heyrðu fullkomið heimilisfang. Það mun vera:

    Valborg Rut Geirsdóttir
    Hjelvik
    6387 Vågstranda

    (kannski fínt að setja Agnes Helgadóttir fyrir ofan og mitt nafn fyrir neðan þar sem húsin eru ekki númeruð)

    Halla: Auðvitað, maður verður nú að hugsa öðru hvoru! ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:15 f.h.  

  • Hey.. vóvóvó! Ég bara hef ekki getað verið dugleg að skoða blogg neitt núna uppá siðkastið! Og svo kem ég hérna til þín og það bara mokar inn bloggum:D Sem er auðvita bara frábært;) En það var nú lítið mál að redda þér með teljarann!
    Hann var kallaður ,,þetta" ER áhrifarík bók! Búin að lesa hana.. og líka smá úr einhverri annari bók frá kallinum,,, ekki komist lengra þar sem ég er svo ægilega léinlegur lesari! ÞETta lætur mann sko hugsa.. og ég sé að þú ert á fullu í því:)
    Heyrí þér skvís:D

    By Blogger Sólveig, at 9:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home