Klárlega snillingur
Haldiði ekki að snillingurinn sé búinn að setja teljara á síðuna :) Rosalega er maður orðinn klár. Ja eða kannski aðalega Sólveig þar sem hún á nú allan heiðurinn af því að ég gat þetta. Þetta er þarna neðst til hliðar, leitið og þér munuð finna... Annars veit ég ekki alveg hvernig þetta virkar, prófum þetta allavega :) Held samt að maður sjái bara hvað það koma margir í heildina en ekki svona dag og dag en ja maður veðrur þá bara að muna töluna og reikna dag frá degi ;) hehe ji minn einasti hvað maður yrði einhverfur þá. En allavega.... takk Sólveig fyrir upplýsingarnar :)
Svo gleymdi ég að segja ykkur nýja símanúmerið. Norskt númer komið í hús svo nú er um að gera að vera duglegur að hringja í mig. Alltaf svo gaman að spjalla við einhvern :) Og stafirnir eru: oo47-95819242.
Hér dynja hamarshöggin neðan úr verðandi herberginu mínu. Parketið á leiðinni á gólfið svo þetta er allt að koma, húsgögnin að málast svo brátt líður að því að ég geti flutt á neðri hæðina með allt mitt dót. Hef ekkert tekið upp af hlutunum mínum svo spennandi að sjá hvort þeir komust heilir frá danaveldinu. Ætla nú rétt að vona það.
Alltaf gaman að heyra í stelpunum í Lemvig, búin að spjalla þó nokkuð við þær á msn. Alltaf jafn hressar og kátar skvísurnar, manni hálflangar að keyra með þeim í bílnum heim úr skólanum aftur, það var alltaf svo ofsamikið stuð á okkur þá ;) Svo ekki sé minnst á Lionbar ísbrjálæðið ;) hehe. Leifa sagði mér að kennarinn minn í skólanum hefði beðið að heilsa, hehe hann saknar mín örugglega því ég var svo afskaplega góður nemandi! Úff þvílík lærdómsmanneskja náttúrlega....
En hér er komin nótt svo best að láta sig svífa inn í draumalandið fljótlega....
Góða nótt, sofið rótt í alla nótt :)
Valborg Rut
Svo gleymdi ég að segja ykkur nýja símanúmerið. Norskt númer komið í hús svo nú er um að gera að vera duglegur að hringja í mig. Alltaf svo gaman að spjalla við einhvern :) Og stafirnir eru: oo47-95819242.
Hér dynja hamarshöggin neðan úr verðandi herberginu mínu. Parketið á leiðinni á gólfið svo þetta er allt að koma, húsgögnin að málast svo brátt líður að því að ég geti flutt á neðri hæðina með allt mitt dót. Hef ekkert tekið upp af hlutunum mínum svo spennandi að sjá hvort þeir komust heilir frá danaveldinu. Ætla nú rétt að vona það.
Alltaf gaman að heyra í stelpunum í Lemvig, búin að spjalla þó nokkuð við þær á msn. Alltaf jafn hressar og kátar skvísurnar, manni hálflangar að keyra með þeim í bílnum heim úr skólanum aftur, það var alltaf svo ofsamikið stuð á okkur þá ;) Svo ekki sé minnst á Lionbar ísbrjálæðið ;) hehe. Leifa sagði mér að kennarinn minn í skólanum hefði beðið að heilsa, hehe hann saknar mín örugglega því ég var svo afskaplega góður nemandi! Úff þvílík lærdómsmanneskja náttúrlega....
En hér er komin nótt svo best að láta sig svífa inn í draumalandið fljótlega....
Góða nótt, sofið rótt í alla nótt :)
Valborg Rut
5 Comments:
Heja Norge,,,,
Þetta var skemmtilegt blogg hjá þér, greinilegt að þér líður vel og ert í góðu skapi ;)
Ég er í vinnunni og allt að róast hérna fyrir nottina og þá er ágætt að kíkja á þig, en núna segji ég góða nótt eins og þú og sofðu vel.
Kveðja stebba.
By Nafnlaus, at 2:29 e.h.
En ég segi góðan dag ;-) - Svo ég gefi fyrst skýrslu um veðrið þá hefur snjóað OF mikið í nótt - örugglega 20 -30 cm.
Í gærkvöldi kom innréttingasmiðurinn að horfa á ljóta baðið mitt og ætlar að smíða nýja innréttingu í grænum hvelli - svo ég vona að hamarshöggin fari að dynja hjá mér líka - allavega svona næstu mánuði ;-)
Í gær fórum við mamma þín í íþróttatíma - og vorum nokkuð þreyttar í vöðvunum á eftir - svo við fórum í Dalsgerðið og borðuðum afganga úr saumaklúbbnum og amma og afi líka. Allt mjög gott - en Agnar stýri vildi heldur þurrt kex - svo við hin fengum ennþá meira.
Bless.
Helga.
By Nafnlaus, at 1:59 f.h.
Ég er nr. 23.
Annars hef ég ekkert gáfulegt að segja. Nema kannski, eins og áður hefur komið fram, þá er mikill snjór úti. Ég hef þó ekki farið út ennþá þannig að ég byggi þetta mat mitt eingöngu á því sem ég sé út um gluggan.
Bið að heilsa Noregi og Gumma frænda.
By Nafnlaus, at 5:26 f.h.
Hehe já Abba ég skila kveðju til Noregs en spurning hvort ég hitti frænda þinn!
Stebba: Skapið er gott, er það það ekki alltaf? ja maður veit ekki...
Helga: Frábært, baðherbergið verður semsat löngutilbúið þegar ég loksins kem heim að skoða það! Fínt að skella sér í ræktina og fara svo beint heim að borða kökur í kvöldmat, hehe jú jú það er líklega ágætt :)
By Nafnlaus, at 9:54 f.h.
óboj....kemst ekki ...eða kann ekki að komast inn á msn hér heima.
Litlar fréttir í bili. Er samt búin að moka tvisar sinnum frá í dag, baka pönnukökur ....bara sisona að gamni mínu ...og Agnar er búin að brasa við lærdóminn sinn,.
Síðan þín komin í lag og teljarinn segir núna 39 !
Kveðja mamma.
By Nafnlaus, at 10:13 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home