Kórgella á ný ;)
Góða kvöldið háttvirktu lesendur og aðrir landsmenn heima á klakanum og víðsvegar annarsstaðar. Í fréttum er þetta helst að ég gerðist skyndilega félagsvædd í útlöndum og skellti mér á kóræfingu í gærkvöldi hjá gospelkór í Åndalsnes. Þarna stóð ég í strætóskýlinu hér fyrir ofan á þjóðveginum og beið eftir að einhver kona sem vitað var að væri í þessum kór næði í mig en enginn hafði hugmynd um hvernig hún liti út. En þar sem við búum vel frá Åndalsnes varð að finna einhver sem gat tekið mig með sem færi fram hjá. Fínasta kona og dóttir hennar leifðu mér að lokum að fljóta með svona á meðan ég rata ekki sjálf. Fórum í einhverja mjög svo krúttlega kirkju þarna og ég vitanlega kynnti mig fyrir öllum þeim sem forvitnir voru. Danskan kom á góðum notum svona á meðan ég er ekki svo góð í norskunni. Svo byrjaði maður að syngja, fékk bara nótur og ég er náttúrlega svo klár að ég var enga stund að ná þessum lögum ;) Furðulega raðað upp samt að hafa sópraninn fyrir aftan altinn svo að þær sungu alltaf beint upp í eyrun á hinum. Skrítið, þá er svo erfitt að heyra í hinum í röddinni sinni og læra eitthvað. En þetta gekk nú samt bara fínt ;) Maraþon æfing alveg, hlaupið upp og niður tröppur, hoppað og klappað á meðan maður var að syngja, hehe. Og stelpan sem er að stjóran var svo ofuraktíf að ég hef bara aldrei séð annað eins! svo ekki sé nú minnst á pabba hennar sem var undirleikari og svona hinn stjórnandi, þvílík tjáning sem hann notaði þegar hann var að spila. Svipbrigðin og ja ég get allavega sagt að hann var alltaf á fleigi ferð þarna við píanóið. Hehe þetta var bara mjög gaman að prófa og líklega nóg til þess að ég mæti aftur.
Í fréttum er nú ekki mikið annað svo fréttatilkynningum er hér með lokið vegna mikillar þreytu fréttaritara.
Enda þetta á mynd af mér og Baldri og svo auðvitað Gleitni sem virðist nú myndast mun betur en við sistkynin í þetta skiptið ;)
Góða nótt...... Valborg Rut
Í fréttum er nú ekki mikið annað svo fréttatilkynningum er hér með lokið vegna mikillar þreytu fréttaritara.
Enda þetta á mynd af mér og Baldri og svo auðvitað Gleitni sem virðist nú myndast mun betur en við sistkynin í þetta skiptið ;)
Góða nótt...... Valborg Rut
6 Comments:
Blessuð,,,
Það er aldeilis gott að kóræfingin hafi verið skemmtileg. Ég er farin að halda að þú hafir engan tíma til að hugsa um vinnuna þína og börnin því þú ferð bara í reiðtúr með einhverjum strákum og svo á kóræfingar. Hvar endar þetta eiginlega? ;)
En það er fyrir öllu að geta notið verunnar svona langt í burtu hjá góðu fólki-
góða nótt
Stebba
By Nafnlaus, at 3:57 e.h.
Góðan dag !
Hér er árshátíð í dag. Jói er mættur með Elísabetu Eik í bleikum kjól - mjög fína. Hann er að hjálpa okkur með videó -vél og fleira þar sem skólastjorinn er ekki mjög tæknivæddur.
Í gær var ég með boð. Ég gat nú reddað matnum sjálf (indverskur pottréttur) en mamma þín aðstoðaði með kökuna - eða gerði hana - nema að ég sá um að búa til hvít súkkulaðiblóm og skreyta hana :-)
Allt var þetta að sjálfsögðu mjög gott.
Jæja, best að fara að vinna.
Kv.
Helga.
By Nafnlaus, at 12:15 f.h.
Vá, gospelkór. Ekkert smá spennandi.
By Nafnlaus, at 12:34 f.h.
Alltaf gaman í gospel!:D Gospelæfingar líka alltaf ótrúlega skemmtilegar;) Góða skemmtun sæta!
By Sólveig, at 12:03 e.h.
Alltaf gaman í gospel!:D Gospelæfingar líka alltaf ótrúlega skemmtilegar;) Góða skemmtun sæta!
By Sólveig, at 12:03 e.h.
Heyrðið já það var gott að kóræfingin var skemmtileg ;) Já augljóslega mikið fjör á æfingum þarna ;)
Helga það er greinilega gott að skólastjórinn á svona tæknivædda kennara til að koma til bjargar, meira að segja þegar þeir eru í fríi!
By Nafnlaus, at 12:22 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home