Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Laugasel

Stefnan var sett á hesthúsið í Svarfaðardalnum. Ekki vildi það heppnast. Þá var ákveðið að kíka í löggubústaðinn en þegar við ætluðum að leggja af stað löngu komin í ferða og útifötin komumst við að því að það gengi ekki upp heldur þar sem aðrir höfðu fengið þá hugmynd á undan okkur. Loks sátum við í útifötunum og veltum fyrir okkur öllum mögulegum kostum. Enduðum svo á því að drífa okkur í Svarfaðardalinn og kíkja bara í Laugaselið okkar. Það var fínt, svakalega jólalegt þar og mikið dundað sér. Sátum og spiluðum, borðuðum smákökur og annað góðgæti svo ekki sé minnst á þegar við borðuðum páksaeggið hans Sigga síðan síðustu páska. Þrátt fyrir að styttra sé í næstu páska en síðan þeir síðustu voru var ákveðið að þetta gamla egg mætti vel hafa sem jólanammi. Bragðaðist bara svo vel, það fannst bræðrum mínum allavega sem hámuðu þetta í sig með bestu lyst.

Agnar litli bróðir minn sem er alls ekki svo lítill ennþá (9 ára) er alltaf jafn mikill snillingur. Við vorum að spila Pictionary, “ungir” á móti “gömulum” þegar litli bróðir minn átti að teikna. Hann bað pabba að lesa á spjaldið fyrir sig og var hann ekki í neinum vafa um hvað átti að lenda á blaðinu. Svo byrjaði hann og ég giskaði og giskaði. Jú þarna var kall með opinn munninn og ákvað ég að þetta væri einhver að syngja. Svo varð það ópera og svo þegar tíminn leið tilkinnti bróðir minn stoltur að þetta væri óperusöngkona.... Mona Lisa!!!

2 Comments:

  • Gleðilegt nýtt ár sæta mín! Maður hefur ekkert séð þig neitt... það er nú meira bullið;) Heyrumst kannski á msn og höfum hitting einhverntíman?

    By Blogger Sólveig, at 5:55 f.h.  

  • Heyrðu já hvernig væri það nú? Jýst vel á það ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:24 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home