Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Lífið í sveitinni

Lífið í sveitinni gengur sinn vanagang. Við sofum, vökum, borðum, leikum.... ja svona hér um bil eins og á öðrum heimilum. Í gær var fyrsta tilraun mín gerð til þess að skoða mig aðeins um. Það gekk fínt en ég fann nú þó ekki leikskólann sem ég ætlaði að æfa mig að rata á. En þegar Agnes var búin í skólanum tókum við bara annan rúnt svo núna rata ég alveg örugglega ;)

Einhverra hluta vegna get ég sagt svo lítið núna. Ég veit ekki hvers vegna en hér er kannski minni sem þarf að undrast en í danaveldinu. Hehe já hér er góður matur, fínt fólk og krakkarnir alveg eins og börn eiga að vera. Líklega er því minna sem ég þarf á fá útrás fyrir á veraldarvef tjáninganna. Sennilega verð ég þá að vera duglegri að koma með pælingafærslur. Þegar bloggandinn nær yfirhöndinni á ný vona ég að hér verði eitthvað skemmtielgra að lesa. Ég verð líka að játa að sjálfri finnst mér skemmtilegra að lesa blogg með innihaldi en bara yfirliti yfir daginn. Þetta á jú að reynast skemmtileg lesning. Vonandi hættiði ekki að lesa vegna óheillandi færslna. Einn daginn detta vonandi inn myndir hér á síðuna. Víst verður maður að standa sig í dugnaðinum og taka myndir og koma þeim í tölvuna.

Haldiði ekki að hún mamma mín sé orðin svona líka tæknivædd. Búin að fá sér msn á gamalsaldri, náttúrlega alveg fertug konan, hehe ;) Henni hefur nú alltaf fundist afskaplega spennandi að horfa á tölvuskjáinn minn þegar ég er að tala við einhvern og skilur stundum alls ekki af hverju hún má ekki lesa allt. En jú það er víst ekki í boði, en nú getur hún sjálf pikkað! Núna erum við mamma því í góðu sambandi og skrifum á milli landa um allt og ekkert.

Hér með óska ég eftir bloggandanum sem virðist hafa gleymst heima á Íslandi. Þangað til hann lætur sjá sig kveð ég í bili.

5 Comments:

  • Hæ !
    Þú hefur ekki skilið andann eftir hjá mér - ég held að ég hafi eiginlega engan heldur - allavega í bili. Hér er EKKRT að gerast merkilegt. Nú er ég t.d. a lesa blogg í vinnutímanum.
    Kv.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:09 f.h.  

  • Það er náttúrlega fátt gáfulegra að gera í vinnutímanum annað en að lesa bloggfærslur uppáhaldsfrænku sinnar í fjarska ;) hehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:42 f.h.  

  • Blessuð,
    ´Eg get þó sagt að það var bara alveg frábærlega gott að borða í saumaklubbnum í gær sem var hjá henni mömmu þinni- ekki við öðru að búast.
    Annars allt gott frábært veður og sex stiga frost. Ég, mamma þín og afi erum að fara að bera út en amma verður heima nýklippt og fín frú.
    Bestu kveðjur frá mér, ömmu og afa
    Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:09 f.h.  

  • Hæ var loksins að komast á netið, síminn nýtengdur. Nú er ég flutt og búin að koma mér fyrir, keypti nýjan sófa og fer varla úr honum. ;) Bauð fólki í mat í gær, eldaði svona litlar kjötbollur eins og ég hef fengið nokkrum sinnum hjá þér...fékk uppskriftina hjá mömmu þinni. ;) Vona að þú hafir það áfram gott! Heyrumst fljótlega. :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:51 f.h.  

  • Stebba: Ekki vissi ég að afi væri líka tekinn til við blaðaútburðinn.

    Helga: Frábært, mamma sagði mér einmitt að þú hefðir hringt til að fá uppskritina ;) Vonandi tókst þetta vel! Gott að eiga góðan sófa, afar mikilvægt, hehe ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:29 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home