Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, janúar 27, 2007

Matarleti?

Ég hef komist að því að matarvenjnur norðmanna eru svolítið furðulegar. Kannski svolítið letilegar ef svo má að orði komast. Hér snýst allt um að hafa allt fljótlegt og þæginlegt. Vissulega afar gott að þurfa ekki að eyða miklum tíma í eldamennskuna en líklega er nú til millivegur í öllu. Hægt er að kaupa allt tilbúið. Tilbúnar kjöt og fiskibollur, vagonpakkaðan tilbúin kjúkling sem þarf aðeins að hita, súpurnar frosnar, köku og vöffludeig í poka og meira að segja grjónagraut svo þú sleppir nú við að mæla hrísgrjónin. Auðvitað miklu fljótlegra en að búa allt til frá grunni. Grjónagrauturinn var ekki nema örfáar mínótur að fulleldast. En málið er að þetta er einfaldelga fljótlegt og gott. Svo eru líka heilu frystarnir í búðunum með tilbúnum pakkamat. Þar sem þú getur keypt bakka með kjöti, karteflum, sósu og grænmeti allt eldað og tilbúið. Þú þarf bara að hita þetta upp.

Kannski er þetta mikið heima líka en ég get sannfært ykkur um það að Íslendingar verða seint eins slæmir í þessu og norðmenn. Eitthvað skilst mér að norðmenn séu afar ófrumlegt í matargerð. Gott að búa á hálf íslensku heimili.

Í gær þegar við gæddum okkur á vöfflum með sultu og rjóma var mér sagt að í Noregi borðaði fólk aldrei rjóma á vöfflur. Ég alveg bara já okey skrítið, en nei nei kom þá ekki: þau borða sýrðan rjóma! Hehe oj bara ekki legg ég nú í að smakka það. Kannski er það svo þau sleppi við að þeyta vejnulegar rjóma. Alrei að vita hvað fólki dettur í hug. Kannski er sýrður rjómi samt góður á vöfflur, víst á maður ekki að dæma fyrr en maður hefur smakkað en vitiði, ég get alls ekki hugsað mér að borða sýrðan rjóma í miklu magni. Í mínu umdæmi er það aðalega notað í matargerð og annað slíkt.

En nóg er nú komið af matarhugleiðingum. Hvað þessi rólegi laugardagur felur í sér á eftir að koma í ljós. Veðrið ekki til að hrópa húrra fyrir svo ekki ítir það undir að ég fari út að labba. Í gærkvöldi ákvað ég að sofa í ullarfrottebol. Já það er sko ekkert djók hvað er kalt í öllum herbergjunum hérna. Ég alltaf kapplædd í hlýjum náttfötum og ullarsokkum og auðvitað með sæng og ullarteppi næstum upp fyrir haus. Þetta virkaði bara svona líka vel í rokinu sem virtist gola inn um harðlokaðan gluggann og mér var hlýtt í alla nótt.

Helgarkveðjur heim til besta landsins........

5 Comments:

  • Blessuð,,,

    Gott að þér var hlýtt í nótt því þannig á það að vera á nóttunni.
    Það er nú stundum gott að grípa tilbúinn mat í búðinni en öllu má nú ofgera.
    Haukur komst ekki á verðlaunapall á mótinu sínu en var var samt sem áður ánægður og fannst gaman að vera með krökkunum þegar ég heyrði í honum í gærkvöldi. Unnur er komin með hljómborðið þitt til sín -mamma þín lánaði henni það- og er himinsæl yfir því, þá þarf hún ekki alltaf að fara í skólann til að æfa sig. Hún segir að hlutverkið hennar í óperunni sé afar erfitt að læra, skritnar innkomur og fleira en mjög skemmtilegt.
    Ekkert fleira af okkur að frétta
    Kveðja Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:35 f.h.  

  • Góðan sunnudag Vabbý !´
    Ég held að þeir séu ekki að hugsa um vinnusparnað við að þeyta rjómann - heldur er sá sýrði mun magrari og hollari - ég man að Ingimar frændi býður upp á vöfflur með sýrðum rjóma (en hann hefur nú líka búið í Noregi;-) ))
    Í gær var árshátíð í Oddeyrarskóla. Allt gekk mjög vel. 10. bekkur sýndi hluta úr Grease - svona 30 mín. - Hafdís söng eitt aðalhlutverkið - mjög flott hjá henni.
    Annars lítð að frétta hér - nú er búið að smíða nýja innréttingu á baðið mitt - en mér hefur enn ekki tekist að velja klósett - það er MJÖG erfitt - enda um margar sortir að velja - það þarf að velja sérstaklega vatnskassa - klósettskál - setur og takka til að sturta niður. Hægara sagt en gert að raða þessu öllu saman. Ert þú annars ekki áhugamanneskja um klósettskálar ?? ------ í Noregi eru nú víða útikamrar ennþá og þeir þekkja örugglega ekki svona nútímaleg klósett --- hér eru meira að segja til setur sem svífa sjálfar niður ef maður ýtir létt á þær - skellast aldrei - mjög flott ;-)
    Jæja, finnst þér þetta ekki skemmtilegur pistill - og þú orðin margs vísari.
    Siggi er búinn að fá vettlinga handa þér - sendi þá í pósti bráðum svo þú getir notað þá þegar færi gefst á hestbaki.
    Nú má mamma þín skrifa .............. nei - hún hefur ekkert að segja núna - hún ætlar að skrifa seinna - enda nývöknuð kellingargreyið - kom hingað til ömmu í morgunkaffi - pabbi þinn að vinna og þú mátt geta hvað bræður þínir eru að gera..... Bless. Vonandi verður þetta góður dagur hjá þér.
    PS. ERtu byrjuð á NORSKU bókinni ?
    Blesss.
    Helga, mamma og amma. Stebba er að passa litlu börnin á sjúkrahúsinu.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:12 f.h.  

  • Heyrðið frábært að fá svona fréttir! Flott að Haukur var ánægður með mótið og nú getur Unnur greinilega farið að garga og góla fyrir íbúa hússins. Spurning hvort hún veðrur vinsæl þegar hún byrjar glamrið en um að gera að syngja bara sem hæst! Nágrannar mínir hafa nú þurft að þola það og ekki hafa þeir nú kvartað enn ;) Þið verðið nú eiginlega að taka þessa óperu upp, hálfleiðinlegt að komast ekki á fyrstu stórsýningu frænkunnar í óperunni!!

    Frábært að árshátíðin gekk vel. Viðist nú alltaf gera það í þessum Oddeyrarskóla... kannski hafa þau svona góðan skólatjóra.
    Heyðu þetta méð sýðra rjómann, úff ég held það sé nú bara betra að hafa aðeins meiri óhollustu en súrt bragð. Ætti semst ekki að hætta mér í vöfflur á Skeið eða hvað? hehe.
    Frábært að vetlingarnir eru tilbúnir, takk til Sigga og konunnar frá mér ;) Þú lætur mig kannski vita áður en þú sendir þá því það mát gjarnar koma vítamín frá Íslandi með ;) Er búin að standa mig svo vel í vítamíninu að það er að verða búið! Endist í tvær vikur í viðbót ;)

    Ég ætla að giska á að bræðurnir séu heima í tölvuleik. Þeir hefðu nú gott af því að leika sér að einhverju öðru einstaka sinnum ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:00 f.h.  

  • Það er nú meira hvað þið eruð duglegar að skrifa....ég verð greinilega að reyna að koma með nokkra stafi hér líka.
    Ágætis sunnudagur og líða og báðir bræður þínir hafa gert þó nokkuð í heimanámi sínu í dag. Eitthvað lítið á dagskránni næstu viku en það má örugglega finna eitthvað til að lífga upp á tilveruna ;) þó ekki væri nema að fara með systur mínar á kaffihús þegar koma þessi blessuðu mánaðarmót.....
    Svo fer nú að styttast í öskudaginn og þú veist nú hversu skemmtilegur mér finnst hann :)
    Alveg sjálfsagt að senda þér vítamín svo að þú verðir stór og sterk....enda örugglega ekki til nein vítamín þarna í útlöndunum....
    Já veistu bara hvað ....hann Agnar er úti í fótbolta - á gerfi grasinu hjá Lundarskóla og Baldur er með Antoni og Atla þessa stundina. Pabbi að vinna og ég bara að dunda eitthvað t.d. við kvöldmatinn....;)
    Jæja krúsin mín, hafðu það gott og heyrumst síðar.
    Landinn okkar örlítið flottari núna eftir síðustu andlitslyfingu !
    Kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:03 f.h.  

  • Hehe já hinn miklu öskudagur sem mamma mín hefur sérstaklega mikla óbeit á! Æ æ það eru víst ekki allir jafn duglegir og ég... við vorum náttúrlega alltaf í svo góðu öskudagsliði þá og æfðum í margar vikur ;) haha svo það var alltaf svo gaman! svo ekki sé´nú minnst á þegar nammið var komið í hús... ;)

    Frábært að bíllinn hefur verið bjúdíaður (er þetta orð??)smá ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home