Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, janúar 15, 2007

Mánudagur

Þetta er nú ekki draumaveðrið hér í dag. Brjálað rok og leiðindi. Ja maður nennir allavega alls ekki út þegar veðrið er svona. Vonandi verður þetta ekki lengi svona. Í gær höfðum við nú bara nóg að gera. Borðuðum góðan mat og fórum í heimsókn til ömmunnar og afans. Fínasta fólk og ekki leiðinlegra að þau skilja smá íslensku og afinn getur talað smá ;) Svo er maður búinn að skoða heimsmeistara hestanna, rosa flottur enda ekki við öðru að búast.

Annars herjar ælupesti á norðmenn þessa stundina og núna eru allir búnir að fá þetta hér á heimilinu nema ég. Ætla nú rétt að vona að ég sleppi en það sögðu þau hin víst líka. Ég tók veikindin út í Danmörku og það var nú bara alveg nóg fannst mér. Ég allavega hrúa bara í mig vítamínunum mínum og vona að ég sleppi ;)

Vonandi er allt gott að frétta að heiman, vonandi sakniði mín smá og verðið dugleg að hringja í mig og kommenta. Fæ vonandi norskt símanúmer fljótlega, set það hér inná þegar það kemur.

Kveðjur úr rokinu...

6 Comments:

  • Hæ-hæ Það er spáð brjáluðu veðri hjá þér í dag enda heyrist mér það vera byrjað- haltu þér innandyra vinan. En í gær hefur verið óveður í Lemvig svo það er hvergi friður.það er gott að það er gott fólk í kringum þig kanski l par amma og afi líka. Ekki vera hrædd við að sauma myndina notaðu hugmyndaflugið og horfðu vel á litlu lituðu myndina.Láttu hana hjálpa þér. Auðvita söknum við þín en við erum ánægð hvað þú ert dugleg að bjarga þér og vonum að næstu 8 mánuðir verði góðir og að þér vegni vel. Ég heyri aldrei neitt frá Unni Helgu því að hún bloggar bara á ensku,en ég hringi stundum í hana.Vonandi færð þú norskt símnúmer fljótlega svo að það verði hægt að hringja í þig án þess að þú borgir.
    Kveðja frá afa passaðu að fjúka ekki. hafðu það gott
    Amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:39 f.h.  

  • Gott að þér finnst maturinn góður og líst svona vel á afa og ömmu í Norge. Veðrið gengur yfir og það gerir ælupestin örugglega líka :)
    Saumaklúbbur hjá mér á morgun þannig að best ég fari og reyni að versla eitthvað inn fyrir það. Var Agnes ekki ánægð með nammeríið?
    Kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:03 f.h.  

  • Hej,
    Þð er nú eitthvað að gerast í veðrinu hér líka og Jóhann rétt komst yfir Víkursakarðið í morgun á leiðinni austur.
    Hef ekkert að segja þessa stundina en meira seinna
    h d b =(ha det bra)
    Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:58 f.h.  

  • Svörtu sokkabuxurnar mínar voru hvítar þegar ég kom í skólann. Mér sýnist allavega að umræðurnar hérna snúist um veðrið.

    Nenni ekki próftíð.

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:21 f.h.  

  • Hehe kannski ég stofni sérstakt blogg fyrir veðuraðdáendur ;) Ja umræðurnar snúast allavega ansi oft um það ;) En æi ætli nokkur myndi kíkja á það, efast um það.

    Allir ánægðir með nammið og ég er ekki fokin ennþá ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:22 e.h.  

  • Hæ Vabbý !

    Við söknum þín smá - en finnst mjög gott að fá útrás fyrir útþrána í gegnum þig !! - þess vegna verður þú að vera dugleg að lýsa öllu sem fyrir augu og eyru ber, tala og skilja norsku, hitta fólk, fara á ferju og allt mögulegt sem við hin verðum að láta okkur nægja að upplifa í gegnum þig í bili.
    Fara ekki að koma myndir á síðuna ?
    Svo að ég sleppi nú ekki veðrinu alveg - þá er hérna 15 ° frost núna og heiðskírt - ansi flott veður og ískrandi snjór.
    Heja Norge !!
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home