Nýja árið hafið
Nýárstónleikarnir í Vínarborg hljóma hér um allt húsið í öllu sínu veldi. Það er einhver sérstök stemming yfir þessum árlega viðburði í sjónvarpinu. Glæsileg og tignarleg tónlistin eitthvað sem maður heyrir ekki svo oft og því er ég farin að tengja þessa frábæru tónlist við fyrsta dag ársins. Foreldrar mínir kveika yðulega á þessu og ég man ekki betur en að mamma hafi stundum verið farin að stjórna með og ímynda sér að það væri hún sem stæði fyrir framan allt þetta góða tónlistarfólk og stjórnaði þessum tónum. Vissulega væri það æðisleg upplifun og gaman væri að prófa að vera stödd á þessum tónleikum eitthvað árið og drekkja sér í tónlistinni. Miðað við þetta mætti kalla okkur hámenningar og tónlistarmikla fjölskyldu. Svoleiðis fólki erum við nú reyndar skyld en einhverra hluta vegna ekki erft mikið af þessu þó því skjóti upp stöku sinnum.
Í gærkvöldi héldum við eins og önnur áramót í mikið fjölskylduboð hjá ömmu og afa í ásveginum. Vissulega góð hefð og skemmtileg. Eins og aðrir sprengjuglaðir Akureyringar skunduðum við út stax eftir skaupið og hófumst handa. Þarna stóðum við og horfðum aðdáunaraugum á himinninn sem þakinn var fögrum ljósum. Þúsundkallarnir hurfu hver á eftir öðrum í himininn og eftir klukkutíma sprengjuæði, þúsund kossa, hávaða og læti héldum við inn í hlýjuna á ný. Ég er alveg laus við þá löngun að standa yfir stórhættulegum hlutum, kveikja í þeim og hlaupa í burtu. Um ævina hef ég ekki svo mikið sem kveikt í ílu eða öðru smádóti sem bærður mínir dýrka og dá um þessar mundir.
Hér arkar mamma um húsið með gestgjafasvuntuna sína, klappar með tónlistinni og trallar með uppáhaldslaginu sínu á nýárstónleikunum. Ég er nokkuð sammála henni með uppáhaldslagið. Annars er hér eldað í gríð og erg og ekki nóg með að við höfum borðað afar mikið og verið í endalasum veislum þessa miklu hátíð heldur er nú komin röðin að okkur að taka við gestum. Það er nú lítið mál þar sem okkur mömmu finnst sérstaklega gaman að elda og fá fólk í mat. Ég er þó búin að taka af mér svuntuna sem amma gamla gaf mér í jólagjöf og leyfi mömmu að sjá um þetta. Það er þó komið að mér að dekka eitt borð eða svo.
Í gærkvöldi héldum við eins og önnur áramót í mikið fjölskylduboð hjá ömmu og afa í ásveginum. Vissulega góð hefð og skemmtileg. Eins og aðrir sprengjuglaðir Akureyringar skunduðum við út stax eftir skaupið og hófumst handa. Þarna stóðum við og horfðum aðdáunaraugum á himinninn sem þakinn var fögrum ljósum. Þúsundkallarnir hurfu hver á eftir öðrum í himininn og eftir klukkutíma sprengjuæði, þúsund kossa, hávaða og læti héldum við inn í hlýjuna á ný. Ég er alveg laus við þá löngun að standa yfir stórhættulegum hlutum, kveikja í þeim og hlaupa í burtu. Um ævina hef ég ekki svo mikið sem kveikt í ílu eða öðru smádóti sem bærður mínir dýrka og dá um þessar mundir.
Hér arkar mamma um húsið með gestgjafasvuntuna sína, klappar með tónlistinni og trallar með uppáhaldslaginu sínu á nýárstónleikunum. Ég er nokkuð sammála henni með uppáhaldslagið. Annars er hér eldað í gríð og erg og ekki nóg með að við höfum borðað afar mikið og verið í endalasum veislum þessa miklu hátíð heldur er nú komin röðin að okkur að taka við gestum. Það er nú lítið mál þar sem okkur mömmu finnst sérstaklega gaman að elda og fá fólk í mat. Ég er þó búin að taka af mér svuntuna sem amma gamla gaf mér í jólagjöf og leyfi mömmu að sjá um þetta. Það er þó komið að mér að dekka eitt borð eða svo.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home