Noregur :)
Sælt veri fólkið. Þá mun maður nú gera tilraun til þess að blogga á þessari síðu frá Noregi. Sjáum til hvort það takist. En allavega þá byrjaði ferðalagið þannig að ég mamma og pabbi keyrðum suður eftir að ég náði loksins að klára að pakka. Við komumst svo suður á endanum og vitanlega vildi ég aðeins sjá lífið í búðunum við fyrsta tækifæri. Ekkert var þó keypt í þeirri búðarferð enda ekki pláss fyrir svo mikið sem bréfsnepil í töskunni minni. Héldum svo ferðinni áfram í snjóugri Reykjavíkurborg og fórum að borða á pottinn og pönnuna. Mjög góður matur en ég leit en ég gat þó ekki annað en undrast yfir þjónustinni á stað í þessum gæðaflokki. Líklega hefðu vinnubrögðin verið fagmannlegri á pizza hött. Hehe ok nú er þjónagagnrýnin liðin undir lok. Við fórum þó afar glöð út enda södd og ánægð með matinn. Eftir að hafa sofið í örfáa tíma héldum við svo til Keflavíkur, ég kvaddi og hélt í flugvélina.
Noregur tók á móti mér í öllu sínu veldi. Ótrúlega flott að fljúga hérna yfir. Tókst að komast án allra vandræða í næsta flug og er ég líklega að nálgast það að verða heimsborgari hvað varðar skyndilega ferðahæfni mína. Ég mátti þó á öllum stöðum fara úr skónum, taka tölvuna uppúr og á einum stað leist þeim nú ekkert á þetta íslenska nammi í tölvutöskunni en ákváðu þó að leyfa mér að hafa það með áfram. Í Molde hitt ég svo Agnesi og eftir smá þvæling komst ég á nýja heimilið mitt. Lýst ágætlega á þetta allt saman en á auðvitað eftir að venjast öllu og læra allt betur. Yfir mig ánægð með þráðlausanetið sem tók og móti mér :)
Talvan batteríslaust..... bestustu kveðjur til allra heima :)
Valborg Rut flækingur
Noregur tók á móti mér í öllu sínu veldi. Ótrúlega flott að fljúga hérna yfir. Tókst að komast án allra vandræða í næsta flug og er ég líklega að nálgast það að verða heimsborgari hvað varðar skyndilega ferðahæfni mína. Ég mátti þó á öllum stöðum fara úr skónum, taka tölvuna uppúr og á einum stað leist þeim nú ekkert á þetta íslenska nammi í tölvutöskunni en ákváðu þó að leyfa mér að hafa það með áfram. Í Molde hitt ég svo Agnesi og eftir smá þvæling komst ég á nýja heimilið mitt. Lýst ágætlega á þetta allt saman en á auðvitað eftir að venjast öllu og læra allt betur. Yfir mig ánægð með þráðlausanetið sem tók og móti mér :)
Talvan batteríslaust..... bestustu kveðjur til allra heima :)
Valborg Rut flækingur
5 Comments:
Vá, hvað ég er fegin að þú bloggaðir hérna. Ég get nefnilega ekki kommentað á hitt í tölvunni minni þannig að ég þarf að færa mig yfir í heimilistölvuna ef mér liggur eitthvað mikilvægt á hjarta.
Frábært að allt er í góðu standi ennþá. Hlakka til að fá fleiri Noregs fréttir.
By Nafnlaus, at 5:23 f.h.
Húrra fyrir þér noregsstelpa.Hlakka til að fá fréttir frá noregi og vona að þér gangi vel.Mamma og pabbi þinn keyrðu heim í grenjandi stórhríð og roki voru rúma 7 kls.á leiðinni en allt gekk vel. Amma og afi.
By Nafnlaus, at 6:16 f.h.
Já Abba ég er sammála og líkar mun betur við þessa síðu. Skil ekki alveg þetta kommentvesen á hinni, hvað þá tengladótið.
Gott að þau komust þó heil á húfi á leiðarenda og urðu ekki úti í stórhríðinni ;)
Fleiri fréttir sem allra fyrst :)
By Nafnlaus, at 10:27 f.h.
Hæ Vabbý !
Jæja, það er gott að þú ert komin á þinn stað. Við hlæjum að því hér annað slagið að það sé bara ein búð nálægt þér - kannski svona eins og "Turninn" í Norðurgötunni ;-) --- ekki hægt að eyða miklu þar. Gott að þú hefur bæði hund og hest í staðinn fyrir danska köttinn. Vonandi hefur þú það sem best.
Hér er 8 ° frost en okkur sýnist að það eigi að vera 2 ° hiti hjá þér á morgun og einhverjir dropar. Er ennþá snjór ?? Við sáum í fréttunum að skip hefði strandað úti fyrir Bergen og þar er engin snjór - bara græn tún eins og í Danmörku.
Kveðjur.
Helga.
By Nafnlaus, at 1:03 e.h.
Hæ Vabbý !
Jæja, það er gott að þú ert komin á þinn stað. Við hlæjum að því hér annað slagið að það sé bara ein búð nálægt þér - kannski svona eins og "Turninn" í Norðurgötunni ;-) --- ekki hægt að eyða miklu þar. Gott að þú hefur bæði hund og hest í staðinn fyrir danska köttinn. Vonandi hefur þú það sem best.
Hér er 8 ° frost en okkur sýnist að það eigi að vera 2 ° hiti hjá þér á morgun og einhverjir dropar. Er ennþá snjór ?? Við sáum í fréttunum að skip hefði strandað úti fyrir Bergen og þar er engin snjór - bara græn tún eins og í Danmörku.
Kveðjur.
Helga.
By Nafnlaus, at 1:03 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home