Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

sunnudagur, janúar 28, 2007

Næturblogg á vökunótt

Jæja ætli ég noti ekki bara vökunóttina til þess að blogga smá. Um að gera þegar klukkan er 03:30 að nóttu til. En ekki get ég sofið því maginn minn er sko í hörku stuði get ég sagt ykkur. Þar af leiðandi lýtur ekki út fyrir að ég sofi næstu mínóturnar. Ætla nú samt rétt að vona að ég geti sofnað bráðum svo ég geti nú haldið mér vakandi á morgun eða ég meina á eftir þegar maður á að vakna! Ekki mín sérgrein að vakna um miðja nótt!

Annars hefur þetta verið rólyndishlegi. Hér er allt á kafi snjó og mér skilst að það hafi ekki komið svona mikill snjór hérna í mörg ár. Vegirnir sem áður voru þröngir að mér fannst eru nú ekki meira en einbreiðir. Eins gott að maður mæti ekki stórum bíl. Annars er snjórinn fínn en það mætti nú alveg hætta að snjóa bráðum. Á víst samt að snjóa meira næstu tvo daga. Ji minn kannski við snjóum í kaf!

Einhverra hluta vegna er ég í svakalega júróvísjónskapi. Líklega verður það nú samt löngu dautt þegar keppnin sjálf verður loksins haldin en nú er verið að velja lögin hér í Noregi og heima á Íslandi svo ég fylgist auðvitað með. Verð ég að segja að í síðustu viku voru lögin sem komust áfram í úrslitin í undankeppnina í Noregi nokkuð góð. En þegar ég horfði svo á lögin sem voru á Íslandi á sama tíma.... ji minn þau voru skelfilg öll sem eitt! En núna á laugardaginn fannst mér lögin heima nú bara mjög góð :) Loksins, ég var farin að óttast að Íslendingar væru alveg að tapa sér. Fannst nú svolítið fyndi að sjá Eirík Hauks þarna í fullu fjöri, en lagið hans fannst mér nú bara mjög gott og Jónsi var nú líka rosa flottur þrátt fyrir að mér þættu búningarnir kannski ekkert ofur! Friðrik Ómar ágætur svo við sendum alveg örugglega ekki pípúlið sem komast áfram í fyrsta þættinum, þess má geta að það virtist ekki einu sinni hitta á nóturnar og pínu falskt inn á milli .... En svo bíður maður bara núna eftir næstu viku og loksins úrslitunum í þessu öllu saman.

Var að rifja upp gömul júróvísjónlög frá Íslandi og búin að horfa á þau næstum öll á netinu. Ótrúelga fyndið að sjá í hverju fólkið okkar þarna var í í "gamla daga". Fötin alveg hrillileg en þóttu náttúrlega voða flott á sínum tíma! Gaman að rifja upp það sem vill gleymast. Hehe skil ekki ennþá framlag okkar þegar við sendum Pál Óskar liggjandi þarna í sófanum með gellurnar allt í kring, alveg hrikalegt! Horfði svo vitanlega á Sylvíu Nótt sem var nú ekki í miklu uppáhladi í fyrra en núna fannst mér þetta bara ótrúlega fyndið. Hehe það sem okkur getur dottið í hug. Held samt við ættum ekki að senda alveg svona mikið rugl næst.

Kannski ég ætti að gera góðfúslega tilraun til þess að farað sofa. Annars gæti ég nú alveg farið á fætur núna bara, komin yfir mestu þreytuna á þessari vöku hérna en líklega ekki beint það gáfulegasta.

Hafið það gott um víða veröld..... sofið vel á nóttunni og njótið þess að vera til ;)

Valborg Rut sem er pínulítið gölluð hér og þar.

6 Comments:

  • Góðan daginn !! Þú vöknuð eldspræk eftir blogg nægturinnar..
    Hjá þér allt á kafi í snjó...en hér er núna 10°hiti og allur snjór að fara. Planið okkar heima að vísu ein svell glæra fjótandi í vatni þannig að ég rétt stóð á fótunum áðan ...
    Kannski þú verðir að fjárfesta í gönguskíðum svo að þú komist ferða þinna - það væri nú bara gaman fyrir þig að upplifa svona ekta norska siði að plampa úti á gönguskíðum ;)
    Pabbi var að fara á snjósleða á Flateyjardalinn með Óttari - þeir halda að þetta sé síðasta ferðin - svo hræddir um að það snjoi bara ekkert meira- fyndnir ;)
    Hafðu það gott og semdu við magann um að hegða sér vel....
    Mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:16 f.h.  

  • Hvar varstu að horfa á þessi gömlu júróvisjon lög?

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:59 f.h.  

  • Blessuð gallagripur,,,
    Ég vakti líka til að verða fjögur aðfaranótt sunnudags, var nýsofnuð um miðnætti þegar einhverjum datt í hug að hringja í vitlaust númer og ég hrökk upp og gat ekki sofnað aftur. Mætti svo "eldspræk" í vinnuna kl. átta. En mér var ekkert illt í maganum.
    Var að koma úr leikfimi og er þreytt í handleggjunum. Ég, Helga og mamma þín erum að verða þvílíku vöðvabúntin að það er leitun á öðru eins ;)
    Allt gott að frétta er að fara að þrífa íbúðina- eða alla vega að byrja á því.
    Kveðja Stebba.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:46 f.h.  

  • Heyrðu Abba hér er slóðin http://servefir.ruv.is/euro06/index.htm svo stendur þarna í svona vallínu íslensku evróvísjónlögin, klikkar bara á það ;) Góða skemmtun!

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:25 f.h.  

  • Hæ !
    Hvað segirðu gott? allur klakinn er farinn af planinu mínu - ég hjó það síðasta burtu með öxi í gærkvöldi ;)
    Nú er byrjað að rífa baðherbergið mitt, svo ég horfi bara inn í veggina - í dag kemur svo ný innrétting sem ég ætla að geyma inni í litla herbergi, þangað til baðherbergið tekur á sig mynd að nýju - einhvern tímann með hækkandi sól !
    Annars ekkert merkilegt að gerast hér.
    Bestu kveðjur.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:24 f.h.  

  • Loksins er þetta baðherbergi að verða að veruleika, enda búið að tala um það í langan tíma!

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:02 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home