Rigning tekur völdin
Þá er maður mættur í netheiminn og tekinn til við skriffinnskuna enn og aftur. Eftir svefnlausa nótt í gær hófst fínasti dagur. Auðvitað var maginn ekki alveg til friðs en hann fékk ekki að ráða öllu frekar en venjulega. Tók bara fáeinar verkjatöflur og gat gert allt sem mig langaði til ;) Við fórum til Åndalsnes í gær, kíktum á nokkra staði og skráðum mig inní kerfið hérna í Noregi. Ekki amalegt að eiga íslenska, danska og norska kennitölu! Hvert ætti ég að fara næst? Hehe æ kannski ég taki mér smá pásu frá frekari ferðalögum. Ja nema náttúrlega stutt skrepp hingað og þangað ;)
Annars hefur herbergið mitt verið að taka á sig heildarmynd og er alltaf að komast nær endalokum. Loksins er komið rúm og gardínur og gólflistarnir eru komnir á gólfið ;) Núna á bara eftir að klára þetta alveg svo ég geti nú flutt inn og losað ferðatöskuna en ég bý íennþá að hluta til í tösku ;)
Rigningin hefur tekið völdin og hrakið frostið og snjókommuna burtu við misjafnar vinsældir. En lgöturnar eru allavega að verða auðar svo þetta er nú bara nokkuð fínt ;) Annars er skíðafólk örugglega ekki alveg jafn ánægt en það er nú annað mál. Fínt að hafa snjó en það má samt ekki snjóa stanslaust! Þá fær maður nú alveg ógeð... hehe. Maður ætlar því að nýta sér pásu snjós og rigningar og skreppa út í smá göngu með krakkana. Langt síðan maður hefur hreyft sig eitthvað af viti. Ekki að ég geri það nú oft en um að gera að hanga ekki alltaf inni!! Það er nú samt til eitt stikki líkamsræktartæki hérna í stofunni en ég hef nú ekki verið neitt rosalega aktív á því frekar en aðrir, hehe. En ég er nú samt búin að prófa þetta og var alveg 5 mínótur! En þá fannst mér nú komið alveg nóg ;) Hver veit nema ég verð rosa dugleg að hlaupa og hreyfa mig þegar góða veðrið kemur...
Kannski hef ég ekki mikið annað að segja í bili svo ég kveð héðan frá snjóalandinu ;)
Annars hefur herbergið mitt verið að taka á sig heildarmynd og er alltaf að komast nær endalokum. Loksins er komið rúm og gardínur og gólflistarnir eru komnir á gólfið ;) Núna á bara eftir að klára þetta alveg svo ég geti nú flutt inn og losað ferðatöskuna en ég bý íennþá að hluta til í tösku ;)
Rigningin hefur tekið völdin og hrakið frostið og snjókommuna burtu við misjafnar vinsældir. En lgöturnar eru allavega að verða auðar svo þetta er nú bara nokkuð fínt ;) Annars er skíðafólk örugglega ekki alveg jafn ánægt en það er nú annað mál. Fínt að hafa snjó en það má samt ekki snjóa stanslaust! Þá fær maður nú alveg ógeð... hehe. Maður ætlar því að nýta sér pásu snjós og rigningar og skreppa út í smá göngu með krakkana. Langt síðan maður hefur hreyft sig eitthvað af viti. Ekki að ég geri það nú oft en um að gera að hanga ekki alltaf inni!! Það er nú samt til eitt stikki líkamsræktartæki hérna í stofunni en ég hef nú ekki verið neitt rosalega aktív á því frekar en aðrir, hehe. En ég er nú samt búin að prófa þetta og var alveg 5 mínótur! En þá fannst mér nú komið alveg nóg ;) Hver veit nema ég verð rosa dugleg að hlaupa og hreyfa mig þegar góða veðrið kemur...
Kannski hef ég ekki mikið annað að segja í bili svo ég kveð héðan frá snjóalandinu ;)
6 Comments:
Hæ !
Ég er búin að sjá að það er margt líkt með framkvæmdum í herberginu þínu og framkvæmd á því að við fáum að sjá myndir frá snjóalandinu. Þið eruð öll álíka framtakssöm, þarna í sveitinni ;-)
blesss.
Helg.a
By Nafnlaus, at 8:53 f.h.
Hahaha! Heyrðu annars er nú mikið til í þessu hjá þér... úpps! En jæja, nú verð ég sko að farað setja inn myndir, þetta gengur víst ekki svona lengur. Stefnum á helgina, jafnvel fyrr... :)
By Nafnlaus, at 10:57 f.h.
Ert þú að safna kennitölum......hver þeirra skyldi vera flottust ? ;)
By Nafnlaus, at 1:55 f.h.
Ég hugsa nú að íslenska standi uppúr þar sem maður er vanastur henni ;)
By Nafnlaus, at 2:45 f.h.
Blessuð og sæl-
Gaman að sjá myndirnar þetta eru mjög ánægjuleg og myndar börn.Ég vona að þau séu þæg og góð við þig og þú passir þau vel:auðvita veit ég að þú gerir það. Gaman að fá fleiri myndir seinna.Nú er ég bæði á útsaumsnámskeiði og er líka að byrja á bútasaumsnámskeiði svo það er nóg að gera, en gaman.
Afi biður að heilsa hann situr og les blöðin.
Hafðu það sem allra best ég vona að mallakúturinn verði til friðs.
Kærar kveðjur
frá ömmu.
By Nafnlaus, at 5:47 f.h.
Hæ !
Gaman að sjá myndirnar - mér sýnist að þetta verði bara flott herbergi hjá þér - og krúttlegir krakkar.
Jæja, nú fer ég að setja vettlingana í póst - líklega samt ekki fyrr en á mánudaginn.
áðan kom pabbi þinn í heimsókn með pípara - það þarf að "pípa" mikið á baðinu mínu, áður en það verður flott ;-)
Heyrumst aftur.
Kveðja
Helga.
By Nafnlaus, at 10:14 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home