Sunnudagur
Lífið í Noregi fer rólega af stað. Hér kemur öllum vel saman bæði mönnum og dýrum. Fínt að vera ekki í svona stresssamfélagi. Hlutirnir einfaldlega gerast þegar þeir gerast. Er búin að skoða smá hérna í kring og lýst vel á. Einhverra hluta vegna minna sum húsin mig samt á Grænlænd. Veit ekki alveg af hverju en fyrir stuttu skoðaði ég myndir frá Grænlandi og þar voru húsin eitthvað svo sérstök. Þess má þó geta að ég bý í afar venjulegu húsi sem líkist nú ekki mikið "Grænlandshúsunum".
Ég hef eitthvað voða lítið að segja. Vildi bara aðeins láta heyra í mér og já kannski segja Helgu frænku og hinum veðurathuganarfólkinu mínu að hér er pínu snjór. Svo er hellingur af fjöllum og tré út um allt. Mjóir vegir og hús í litlum þyrpingum eða á víð og dreif. við fyrstu kynni norðmanna virðist svo vera að þeir séu mun opnari en danir. Virðist vera glaðlynnt fólk, kannski vegna þess að þau syngja pínu þegar þau tala. Ekki þó eins mikið og íkjurnar heima ;)
Líklega ætti ég að finna eitthvað annað að gera. Kannski ég byrji á saumadótinu sem ég kom með með mér. Ja... ég sé það nú samt ekki alveg gerast þar sem þetta virkar allt í einu svo erfitt. Hehe ég kann greinilega ekki svo mikið svona, amma meira að segja byrjaði fyrir mig ;) En jafnvel þó svo ég geti ekki heklað eða prjónað má ég eiga það að ég get vel saumað eitthvað aðeins stærra :) En ég gefst ekki upp alveg strax og kíkka á þetta þegar andinn kemur yfir mig.
Knús til ykkar allra..... Valborg Rut
Ég hef eitthvað voða lítið að segja. Vildi bara aðeins láta heyra í mér og já kannski segja Helgu frænku og hinum veðurathuganarfólkinu mínu að hér er pínu snjór. Svo er hellingur af fjöllum og tré út um allt. Mjóir vegir og hús í litlum þyrpingum eða á víð og dreif. við fyrstu kynni norðmanna virðist svo vera að þeir séu mun opnari en danir. Virðist vera glaðlynnt fólk, kannski vegna þess að þau syngja pínu þegar þau tala. Ekki þó eins mikið og íkjurnar heima ;)
Líklega ætti ég að finna eitthvað annað að gera. Kannski ég byrji á saumadótinu sem ég kom með með mér. Ja... ég sé það nú samt ekki alveg gerast þar sem þetta virkar allt í einu svo erfitt. Hehe ég kann greinilega ekki svo mikið svona, amma meira að segja byrjaði fyrir mig ;) En jafnvel þó svo ég geti ekki heklað eða prjónað má ég eiga það að ég get vel saumað eitthvað aðeins stærra :) En ég gefst ekki upp alveg strax og kíkka á þetta þegar andinn kemur yfir mig.
Knús til ykkar allra..... Valborg Rut
4 Comments:
Gaman að fá fréttir frá þér.
Ákvað að kíkka hér inn á síðuna þína áður en ég færi að taka jólaseríuna úr glugganum þínum og tína niður fallegu jólaóróana þína sem þú tímdir ekki að taka niður áður en þú fórst !!
Þegar maður er fluttur í sveit verður maður að passa að láta sér ekki leiðast heldur bara að finna sér eitthvað að gera, og þú vonandi venst þessu rólindis lífi vel. Þarna í sveitinni verður örugglega eldað og bakað meira en í Lemwig. Best að fara að forða jólunum.....hafðu það gott.
Mamma.
By Nafnlaus, at 5:42 f.h.
Blessuð frænka,
Gaman að heyra frá þér, ég er viss um að þú verðir himinsæl þarna í öllum trjánum og fjöllunum. Vonandi kynnist þú líka fólki á þínum aldri sem fyrst, jafnvel hestafólki og kemur svo heim með hesta-bóndason ;-)
Sendu okkur myndir sem allra fyrst,
ha det bra,
Kveðja frá okkur öllum
Stebba
By Nafnlaus, at 8:32 f.h.
Hæ !!
Ég mæli með NORSKU BÓKINNI ef það er rólegt - ég borga með gleði undir næstu bækur til þín ;-)
Nú er ég komin með nýja málverkið sem gamla liðið þitt sótti fyrir mig til Hafnarfjarðar, á vegginn. Mjög flott !! - Tók svo niður englateppið og geymi það niðri í rúmfatageymslu - ég verð kannski að gefa þér það þegar þú verður stór ef ég finn ekki betri stað fyrir það;-)
Annars lítið meira að frétta héðan en úr sveitinni.
Ha det bra - hilsner til hestene og hunden Disa ;-)
Helga.
By Nafnlaus, at 10:30 f.h.
Frábært! Loksins einhver komment, maður flytur og kommentin frá mömmu og móðursystrunum flykkjast að. Svona á þetta að vera ;)
Hesta-bóndason... hvað er nú það? Ja veistu.... ekki mátti ég koma heim með dana, en má ég koma heim með norðmann? Stór spurning.
Norska bókin er enn á núlli, spurning um að glugga í hana við tækifæri.
Jóladótið mitt setur bara svo mikinn svið á herbergið og svo er ég vön að vera alltaf með það fram í janúar því það verður allt svo tómlegt án þess! Svo vissi ég náttúrlega að mamma tæki það niður fyrir mig ;) Takk mamma :)
By Nafnlaus, at 10:58 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home