Vesen og úrræði
Ég er að verða brjáluð á þessu bloggkerfi. Svo virðist sem færslurnar mínar vilji bara alls ekki festast hér inni og gera mig ánægða lengur. Ef þetta heldur svona áfram skipti ég um bloggkerfi eða hætt að blogga. Þegar það sem maður gerir gengur ekki upp er það oft ekki gaman lengur. Þannig er það líka með bloggið. Ég ákvað að búa til nýja síðu þar sem færslan neitaði að búa hérna. Þetta getiði lesið á www.valborgrut.blog.is . Líklega nenna þó fáir að lesa þessa málefnalegu færlsu. En það er í lagi, kommentin eru hvort sem er ekki svo mörg hérna. Ef þetta síðuástand lagast held ég þó vitanlega áfram með þetta kerfi þar sem mér líkar það vel. Auðvelt þegar maður hefur lært á það jafnvel þó svo það sé ekki á íslensku. Kannski ég setji bara þessa einu færslu inn á hitt og eyði því þegar von er úti með lesningu. Kemur allt í ljós.
Ómerkilegt blogg í dag. Fór þó skemmtilega kaffihúsaferð með Öbbu sem lífgaði tiluvert upp á daginn.
Valborg kveður ósátt við bloggkerfið.
Ómerkilegt blogg í dag. Fór þó skemmtilega kaffihúsaferð með Öbbu sem lífgaði tiluvert upp á daginn.
Valborg kveður ósátt við bloggkerfið.
3 Comments:
Það eru svo margir að kvarta undan blogger en ég hef aldrei lent í neinu veseni. Ég veit ekki hvort það tengist því að þú bloggar töluvert meira en ég. Ég bloggaði samt áðan og það gekk allt eins og í sögu.
Já, og takk fyrir daginn.
By Abba blómabarn, at 11:05 f.h.
Jæja, ég er búin með lesninguna á hinni síðunni.....hún var barasta í fínu lagi og ég nokkuð sammála þér !!!
By Nafnlaus, at 1:38 f.h.
Hehe já Abba, kannski ef ég myndi taka upp á því að blogga bara einu sinni í mánuði eða svo myndi kannski allt lagast ;) En svo er víst ekki því ég er með viðurkennda tjáningarþörf eftir að ég byrjaði skrifin fyrir einhverjum árum.
Það er nú gott að einhverjir komast í gengum alla lesninguna, hvað þá að einhver sé sammála!
By Nafnlaus, at 5:28 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home