Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Bóla og Knútur

Hvert sem ég lít, hvar sem ég er, hvernig sem mér líður, hvenær sem er. Það er þetta líf sem mætir mér fullt af tækifærum, gleði, ágægju, leiða, væntumþykju, erfiðleikum, þakklæti.....

Okey, að daglegu lífi í netheimum og gleymum því að ég ætlaði að vera gáfuleg. En jæja. Hér í sveitinni í Norge er bara fínt að frétta. Dagurinn í dag fólst nú til að byrja með í inniveru og sjónvarpsglápi. Mikið lifandi ósköp er ég fegin að hér er ekki horft á stubbana. Nei, hér er víst margt aðeins betra. Ég gleymi því ekki þegar allir krakkarnir sem ég passaði áttu söngvaborg. Ég er viss um að ég kunni fyrstu spóluna ennþá utana. Svo ótaljandi skiptin sem ég horfði á þetta og auðvitað gat ég ekki þagað og söng því með og stundum gerði ég örugglega hreifingarnar líka. Hehe já kannski ég þurfi að rifja upp gamalr stundir einhvern daginn.

Annars mætti hin bráðskemmtilega Bóla mér á sjónvarpsskjánum í dag. Vá hvað ég var búin að gleyma hvað mér fannst hún mikið æði. Bóla og Knútur, bestu vinir í heimi, ótrúlegt hvað mér finnst þau ennþá frábær. Allt í einu rifjuðust allir gömlu þættirnir sem ég horfði á fyrir mörgum árum þegar ég sá þetta aftur. Ég meira að segja hló upphátt því mér fannst þetta svo fyndið. Fredrik skyldi nú ekkert hvað mér fannst svona ótrúlega fyndið en ja eitthvað var það við þessi tvö tröllabörn sem fékk mig að lokum til að grenja úr hlátri. Ég elska þáttinn þar sem Knútur er að skammast út í Bólu um að hún taki aldrei til. Föt og þvílíkt rusl og drasl út um allt og aumingja Knútur bara kemst ekki fyrir í stólnum fyrir fötum og ákveður því að taka til. Honum dettur náttúrlega fyrst í hug að setja þetta bara allt undir rúm, en viti menn, var ekki bara troðfullt þar líka, og í bakarofninum og á borðinu og.... jæja hann setur fötin á gólfið og ákveður að nota sem fótskemil. Svo mætir Bóla og verður þvílíkt hneiksluð því hann Knútur sé bara búin að drasla þvílíkt til og hún hafi sko verið nýbúin að taka til!!! Haha ef þetta bætti ekki bara skapið fyrir allan daginn.

En dagurinn fór nú ekki bara í að horfa á sjónvarpið. Þegar Agnes kom heim skellti ég mér uppí hesthús og fór á hestbak með stelpu sem er að vinna þar. Fannst nú bara alvegt ótrúlegt hvað við gátum talað á norsku og held að við höfum nú bara talað næstum allan reiðtúrinn ;) Ef ég verð ekki bara orðin þvílíkt norskuséní þegar ég mæti aftur heim á besta landið ;) hehe.

Bestu kveðjur í bili....... Valborg

4 Comments:

  • Hæ ! Éger á tölvunámskeiði og skil nú frekar lítið - þú skilur örugglega meira í norsku en ég í fotoshop ;-)
    Bless.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:30 e.h.  

  • Gaman að heyra að norskan er að koma hjá þér. :) Og gott að dagurinn þinn varð aðeins áhugaverðari en fyrstu fregnir boðuðu ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:51 e.h.  

  • Ágætt að byrja skóladaginn á fréttum frá Noregi.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:24 f.h.  

  • Gaman að skyldir fara í reiðtúr með norskri stelpu sem þú gast alveg talað við.
    Nú hlýtur þú að geta lesið norsku bækurnar okkar helgu,gaman..Bæ bæ amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home