Fegurð
Hvað skal skrifa, hvað skal segja, hvað viljiði vita? Ja það er spurning. Eitthvað langar mig nú að skrifa en spurning hvað það verður. Merkilegt eða ómerkilegt? Líklega verður hver og einn að dæma um það.
Nú er nýtt fegurðarár að hefjast og stelpur víðs vegar um heiminn sem taka þá ákvörðun að keppa í fegurð. Þær æfa að kappi, vilja fá eins flottan líkama og þær mögulega geta fyrir hið mikla keppniskvöld. Sýna sínar bestu hliðar og æfa sig í marga klukkutíma að ganga á háhæluðum skóm.
,,Kæri keppandi.
Þú ert falleg!- Þú þarft ekki taka þátt í fegurðarsamkeppni til að vita það.
Nú þegar umræður um fegurðarsamkeppnir eru allsráðandi getur maður ekki annað en velt fyrir sér inntaki þeirra. Hverju nákvæmlega er verið að keppa í? Út frá hverju er verið að dæma? Hver hefur það guðdómlega vald til að segja til um það hvað sé fallegt og hvað ekki? Dómararnir sem dæma keppnirnar? Hafa þeir lokið skóla í fegurðarfræðum? Nei. Dómararnir eru bara eins og þú og ég. Venjulegt fólk sem er uppfullt af kreddulegum samfélagshugmyndum um staðlaða ímynd fegurðarinnar.
Kjarni málsins: Það er engin uppskrift sem að dómnefndin getur farið eftir í því hver sé fegurst. Maður gæti skilið það ef að sú sem grennist mest, er með mesta hárið eða getur labbað hraðast ynni. Þá væru fyrirfram gefnir staðlar sem stúlkurnar gætu allar unnið hörðum að. Allar stúlkurnar kæmu að keppninni á sama grundvelli og ættu allar jafn mikla möguleika. Eins og staðan er í dag þá er það bara huglægt mat hvers og eins dómara sem að ræður för.
Ert þú til í að láta það í hendurnar á ókunnugu fólki að segja til um hvort að þú sért nógu sæt eða ekki?
Fegurð þína er ekki mælanleg. Hún felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum. Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.
Þannig að: Líttu í spegil og ákveddu sjálf að þú ert falleg.
Þetta bréf afhenti Femínistafélag Akureyrar stelpunum sem tóku þátt í Ungfrú Norðurland fyrir keppniskvöldið í fyrra. Ég verð að segja að það er ótrúlega mikið til í þessu. Hvers vegna að láta aðra dæma um útlit okkar og hvort við virkilega lýtum vel út? Þurfum við virkilega þá staðfestinu frá ókunnugu fólki að við séum fallegar? Ég viðurkenni fúslega að mér finnst lúmst gaman að þessum keppnum og það vita nú líklega allir þeir sem þekkja mig eitthvað. Varla fer fram keppni án þess að ég kynni mér eitthvað um hana eða keppendurnar. En ég hef í raun aldrei vitað ástæðu þess. Eitthvað fær mig til þess að horfa á þetta. Ég er alls ekki á móti þessum keppnum en samt er eitthvað svo ferlaga "apsúrd" við að keppa í fegurð.
Valborg Rut fegurðarspekúlant
Nú er nýtt fegurðarár að hefjast og stelpur víðs vegar um heiminn sem taka þá ákvörðun að keppa í fegurð. Þær æfa að kappi, vilja fá eins flottan líkama og þær mögulega geta fyrir hið mikla keppniskvöld. Sýna sínar bestu hliðar og æfa sig í marga klukkutíma að ganga á háhæluðum skóm.
,,Kæri keppandi.
Þú ert falleg!- Þú þarft ekki taka þátt í fegurðarsamkeppni til að vita það.
Nú þegar umræður um fegurðarsamkeppnir eru allsráðandi getur maður ekki annað en velt fyrir sér inntaki þeirra. Hverju nákvæmlega er verið að keppa í? Út frá hverju er verið að dæma? Hver hefur það guðdómlega vald til að segja til um það hvað sé fallegt og hvað ekki? Dómararnir sem dæma keppnirnar? Hafa þeir lokið skóla í fegurðarfræðum? Nei. Dómararnir eru bara eins og þú og ég. Venjulegt fólk sem er uppfullt af kreddulegum samfélagshugmyndum um staðlaða ímynd fegurðarinnar.
Kjarni málsins: Það er engin uppskrift sem að dómnefndin getur farið eftir í því hver sé fegurst. Maður gæti skilið það ef að sú sem grennist mest, er með mesta hárið eða getur labbað hraðast ynni. Þá væru fyrirfram gefnir staðlar sem stúlkurnar gætu allar unnið hörðum að. Allar stúlkurnar kæmu að keppninni á sama grundvelli og ættu allar jafn mikla möguleika. Eins og staðan er í dag þá er það bara huglægt mat hvers og eins dómara sem að ræður för.
Ert þú til í að láta það í hendurnar á ókunnugu fólki að segja til um hvort að þú sért nógu sæt eða ekki?
Fegurð þína er ekki mælanleg. Hún felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum. Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.
Þannig að: Líttu í spegil og ákveddu sjálf að þú ert falleg.
Þetta bréf afhenti Femínistafélag Akureyrar stelpunum sem tóku þátt í Ungfrú Norðurland fyrir keppniskvöldið í fyrra. Ég verð að segja að það er ótrúlega mikið til í þessu. Hvers vegna að láta aðra dæma um útlit okkar og hvort við virkilega lýtum vel út? Þurfum við virkilega þá staðfestinu frá ókunnugu fólki að við séum fallegar? Ég viðurkenni fúslega að mér finnst lúmst gaman að þessum keppnum og það vita nú líklega allir þeir sem þekkja mig eitthvað. Varla fer fram keppni án þess að ég kynni mér eitthvað um hana eða keppendurnar. En ég hef í raun aldrei vitað ástæðu þess. Eitthvað fær mig til þess að horfa á þetta. Ég er alls ekki á móti þessum keppnum en samt er eitthvað svo ferlaga "apsúrd" við að keppa í fegurð.
Valborg Rut fegurðarspekúlant
3 Comments:
Blessuð fagra mær,
Já við vitum það að við erum allar myndarkonur, misfagrar en fagrar samt og svo vitum við það líka að fegurðin kemur innanfrá og það er miklu meiri fegurð sem getur búið þar en á yfirborðinu.
Nú er ég komin á næturvakt, ekki í fyrsta skipti og alls ekki í það síðasta. Var að koma úr afmælinu hennar Huldu og fékk lauksúpu með gratineruðu brauði frá Friðriki V.
og heimalagað meðlæti og svo var terta á eftir öllum matnum. Gremjulegt að þurfa á næturvakt eftir svona boð.
Ekki fleira í bili,
kveðja Stebba
By Nafnlaus, at 4:06 e.h.
Já, ég er ekki alveg viss um ágæti fegurðasamkeppna ef ég á að segja eins og er. En ég sé að þú hefur getað lagað tenglana.
By Nafnlaus, at 2:00 f.h.
Heyrðu já Abba ég fattaði skyndilega að kíkja á tenlasafnið og sá þá að stafirnir þar voru allit í rugli líka svo ég lagði það á mig að endurskrifa tenglana.
By Nafnlaus, at 8:56 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home