Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

föstudagur, febrúar 23, 2007

Föstudagur í Norðmannalandi


Nýjasta mubblan á heimilinu er komin í gagnið svo nú er svaka hlýtt og kósí hjá mér hér í herberginu. Au-pair stelpan sem er búin að setja allt á annan endan hérna hlýtur nú að hafa allt sem hún þarnast og gott betur en það. Nú er herbergið enn á ný þvílíkt hreint og fínt, búið að laga til enn einu sinni eftir stórframkvæmdir. En nú er þetta loks á enda og ekki reiknað með meiri ursla næstu daga frá nýjasta "fjölskyldumeðlimnum".
En jæja, í dag var haldið til Álasunds þar sem var farið í búðir, borðað góðan mat, kíkt í keilu og haft gaman. Fínt að hafa smá tilbreytingu í lífinu og kíkja í borgarferðir annað slægið :) Við vorum náttúrlega þvílíkir snillingar í keilu þrátt fyrir að Agnes hafi nú rústað okkur hinum með þessari svaka snilli sinni en við verðum greinilega bara að æfa okkur meira! Ég skil nú ekkert af hverju það er ekki keiluhöll á Akureyri, það myndi nú verða staður staðanna, hehe! Æ nei vitiði líklega myndi ég aldrei þora að láta sjá mig þar, hehehe. En þegar líða fór á kvöld var haldið heim á leið, geispað þvílíkt í bílnum á leiðinni því allir voru svo þreyttir því víst tekur það á sveitafólkið að vera í stórborgum. Nú er svo bara þvílíkt leiðinlegt sjónvarpsefni eins og ævinlega hér í Noregi á föstudagskvöldum. Ég sem hélt að heima væri hrillilegt sjónvarp á þeim dögum og lélegar myndir fyrri partinn en þetta toppar nú allt skal ég segja ykkur. Nammipokinn góði togar þetta nú aðeins upp og maður lætur sig hafa sjónvarpsglápið þangað til maður gefst upp og kíkir í tölvuna eða les fáeinar blaðsíður.
Eigið góða helgi nær og fjær..... myndir frá keilunni detta vonandi inn fljótlega, tók bara örfáar en þó eitthvað ;)
Kveðja Valborg Rut í norðmannalandinu.

6 Comments:

  • Úúúúú... ertu með kamínu í herberginu þínu?

    Úff, Baldur er að horfa á hryllilega mynd. Ekki gaman.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:21 e.h.  

  • Gaman gaman að sjá ofninn í herberginu þínu þér ætti ekki að vera kalt núna en passaðu fína gólfið að það komi ekki glóð eða aska á það.Þetta er mjög kósí að hafa svona kaminu.
    Flott að fara til Ålasunds í dag ég get trúað að það sé gaman að koma þar .Hvað er þetta stór bær eða borg? Er Leona litla þæg að ferðast svona með hana ?
    Hvaða nammi viltu næst,mér skilst að það sé lítið úrval af nammi í Noregi.Jæja stubba mín góða nótt og sofðu vel.
    Knús frá ömmu og afa.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:30 e.h.  

  • Jamm Abba það er víst ;) Hrillingsmyndir eru ekki skemmtilegar, þá er talvan nú betri.

    Þetta er þónokkuð stór bær held ég, veit ekki alveg hvað búa margir þarna en miðað við búðarfjöldann þónokkuð margir. Leona svaf nú bara báðar leiðir í þetta skiptið svo hún var voða góð.
    Nammi... ja bara hvað sem er, á nú samt smá eftir af hinu síðan síðast svo ég þarf það ekki alveg strax ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:43 f.h.  

  • blessuð
    Ég skal segja þér það að að öllum líkindum verður opnuð keiluhöll í Blómavals-húsinu í sumar eða það stóð allavega í Vikludegi síðast.
    Það hlýtur að vera gott og hlýtt í herberginu þínu núna, kveikirðu ekki sjálf upp í kamínunni eða færðu hjálp?
    Hef ekkert skemmtilegt að segja,
    Kveðja Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:48 f.h.  

  • Góðan daginn !
    Nú er klukkan bara 9.30 á laugardagsmorgni og ég á fullu í tiltekt....
    Kamínan ekkert smá flott ;)
    Ferð nokkuð í afmæli til Noregs konungs sem verður 70 ára rétt bráðum. Ef þú ferð þá hittir þú forseta vorn Ólaf Ragnar ;)
    Hér hefur snjóað helling í nótt.
    Ekki nógu gott þar sem að við Helga þurfum að vera úti á palli við að sníða og saga ullina á veggina á baðherberginu....
    Agnari langar til að vita hvernig Ísak segir á norsku "góða nótt, sofðu rótt í alla nótt" ...
    Jæja best að halda áfram í tiltekt, þitt hergergi næst...
    Eigðu góðan dag.
    Mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:49 f.h.  

  • Keiluhöll í gelsrhúsi?? ótrúlegt hvað fólki dettur í hug. En jæja, vonandi gefur það bara ánægju.

    Mér var því miður ekki boðið í afmæli Hákons og Sonju en ég horfði þó á afmælisgjöfina í sjónvarpinuj í gær. Þar voru allir sem boðnir voru viðstaddir. Gjöfin var semst að hver hreppur eða sýlsa kom með eitt atriði á svona sýningu fyrir fína fólkið. Finnst nú vera gert aðeins of mikið úr þessu, það er búnir ða vera þættir alla vikuna með kóngafólkinu. Kannski þau ættu að halda þessu snobbi aðeins meira fyrir sig, ja eða gefa með sér! Það er spurning.

    Veit nú ekki hvernig þessi setning er á norsku því hún er alltaf sögð á íslensku hérna, kannski ég komist samt að því einhvern daginn.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home