Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Fátt að gerast

Líklega tími til að blogga fyrir lifandi löngu. En jú jú hér í sveitinni hef ég bara alltaf svo brjálað að gera að það er aldrei tími! Hehe nei ókey kannski ekki alveg. Ætli enn einu sinni sé ekki hugmyndaleisi um að kenna. Held að flestum þyki líka skemmtilegra að lesa eitthvað um lífið hérna í norge en endalausar pælingar eða sögur. Hehe. Annars þakka ég fyrir góð viðbrögð við síðustu færslu, fannst þetta nú ekki merkileg saga hjá mér, en jú aldrei að vita nema ég leggi drög að bók einhvern daginn. Annars gerist ekki mikið hérna en heilsuleysi herjar þó á krakkana þessa stundina. Keppast um að hósta hvert í kapp við annað en eru voða hress á milli. Reyndar kannski of hress, hehe. Í gær fannst mér Leona nú aðeins of handóð og ákvað því að teipa fastar tvær skúffur eða svo. Líklega taka nú allir krakkar svona skúffu og skápaæði og finnst þetta sérstaklega spennandi þegar þau vita að þetta má ekki og einhver kemur hlaupandi til að loka... hehe ;)

Tónleikarnir á sunnudaginn gengu vel og við náttúrlega sungum þvílíkt vel. Jú jú maður verður nú að hafa álit á þessu þó svo að ég viti vel að ég á það til að setja markið svolítið hátt. En þetta var bara mjög gaman og tókst vel. Ég var þó ekki að fíla aðal söngkonuna á svæðinu og horði því stöku sinnum á loftið til að gleyma þessum ógnar löngu lögum. Án djókst þá var hvert lag örugglega 5-6 mínótur.... Eftir tveggja tíma tónleika hélt maður svo heim á leið frá Måndalen.

Það er vetrarfrí hérna núna og allt í lamasessi ef svo má segja. Iðjuleisi landans þessa 9 daga er að öllum líkindum mis mikið en mér finnst þó eins og það séu bara tveir dagar í þessari viki, laugardagur og sunnudagur. Jú líklega því það eru einu dagarnir sem maður er vanur því að enginn þurfi að hlaupa út úr húsi fyrir allar aldir. En þetta er góð tilbreyting en þó hefði verið fínt að fá aðeins betra veður. Snjórinn er eiginlega allur farinn og hér er bara eftir ískaldur vindur og skítakuldi.

Hvernig finnst ykkur annars nýja lúkkið á síðunni? Hvort er flottara að hafa myndirnar svona fyrir ofan eða á hliðinni?? Endilega segið ykkar álit á þessu :)

Nóg af tilgangslausu þvaðri í bili..... Valborg Rut verðandi tölvunörd.

5 Comments:

  • Hæ tölvunörd það er betra að skoða myndirnar svona þvert því að þær eru lengur á skjánum en kanski fallegra að sjá þær renna upp og niður til hliðar á skjánum.Bara smekksatriði auðvita.
    Alltaf gaman að lesa bloggið þitt hvort sem það eru fréttir úr daglega lífinu hjá þér,smásögur eða hugleiðingar-gaman af því öllu.
    Kærar kveðjur frá þreyttri saumakonu og afa með svima
    Líði þér vel amma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:29 e.h.  

  • Hæ !
    Ég sé "öngvar" myndir - hvorki fyrir ofan né til hliðar, svo ég veit ekki hvort er betra.
    Hér er líka að koma vetrarfrí en bara stutt, svo okkur leiðist ekkert að liggja smá í leti.
    Í gærkvöldi fór ég á tölvunámskeið og allan tímann var verið að tala um "fotoshop" og ég er nú eiginlega litlu nær..... vonandi læri ég samt eitthvað í næstu tímum.
    Nú kemur eitthvað smá hvítt úr loftinu hérna -- og ég er að fara til ömmu og borða afgang af saltkjöti og baunum.
    Ég heyrði sagt að þið ætluðuð kannski til Álasunds - en spennandi - gaman að heyra frá ferðalögum ;-)
    Bless.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:58 f.h.  

  • Hæ,hæ.
    Jæja þá er nú öskudagurinn á enda !
    Hann gekk vel og strákarnir mjög svo ánægðir. Smá nammi í poka eða rétt tæp 3 kg á mann....að vísu með kókdós og trópi en mjög mikið samt. Þeir þóttu með svo fín lög og margir urðu hissa þegar þeir héldu að nú kæmi enn einu sinni Gamil Nói eða Bjarnastaðbeljurnar...en þá sungu þessar elskur eitt lag með Queen og annað með Kiss ;)
    Súper bíllinn okkar, Landinn, fékk ekki skoðun í gær og pabbi kom heim á bíl með grænum miða.....það gekk að sjálfsögðu ekki og nú er eðalvagninn á verkssstæði en vonandi fáum við hann á morgun.
    Nú er vetrarfrí í skólanum þannig að næstu dagar verða rólegir hér eins og hjá þér í Noregi. Við pabbi í vinnu og strákarnir verða bara að dunda sér við nammiát....;(
    Að vísu erum við búin að lofa því að kaupa hamborgara á nýja staðnum, Hamborgarabúllunni. Skilst að það sé svo þungt loftið þar inni og mikil steikingarbræla að það sé ekki hægt fyrir svona fólk eins og okkur að borða þarna inni þannig að við munum bara fara með kræsingarnar heim og njóta þeirra hér heima.
    Jæja krúsin mín, hafðu það sem best og karlarnir mínir 3 biðja að heilsa.
    Kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:21 e.h.  

  • já sagan í síðasta bloggi var góð:) en gott að þú hefur það fínt þarna í norge:) ég sá þetta myndashow hjá þér og fékk mér svona á síðuna mína :) alveg fyrirtaks hugmynd!:D finnst þetta smart svona efst:)
    hafðu það gott skvísa! kveðja af klakanum...
    Halla

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:33 f.h.  

  • Frábært hvað ég fæ mikið að fréttum hérna í kommentunum ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:26 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home