Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

föstudagur, febrúar 16, 2007

Hugmyndasnauð?

Ekki veit ég hvað ég á eiginlega að skirfa. En víst ákvað ég að blogga svo ég verð að nota humyndaflugið. Fyrst setti ég inn fullt af eldgömlum myndum af einhverjum skrítnum vinkonum. Svo tók ég þær út því ég hélt kannski að þá sæi fólk hvað við erum í raun stundum klikkaðar. Þannig að ég valdi aðeins betri myndir en leifði hræðilegustu mynd sem hefur verið tekin af okkur að fljóta með. Hehe já myndin sem var tekin í svíþjóð eftir svefnlaust 48 tíma ferðalag er án efa einna verst. En að lokum ákvað ég að líklega gæti ég ekki látið þessar snilldar myndir á netið svo niðurstaðan varð ein mynd, tekin í Finnlandi 2004.

Þess má geta að síðusta daga hafa pakkarnir streymt til mín, takk amma og afi, mamma og Helga frænka. Íslenska nammið var borðað við miklar vinsældir og mikla græðgi ;) hehe. Ég kom þó með þá hugmynd að við myndum farað flytja inn íslenskt nammi því ég er viss um að við eigum bestasta nammi í öllum heiminum! Og eitt er víst að við eigum helmingi meira úrval en norðmennirnir svo það væri örugglega hægt að græða vel á þessu stórgóða nammi ;) Verst að þá myndi ég alveg missa mig í namminu og blása út líkt og flóðhestur! Svo það er kannski ágætt að ég komsti ekki skyndilega í svo mikið magn af nammi frá besta landinu.

Ég hef lokið við lestur bókar númer fjögur síðan ég kom hingað. Er byrjðu á þeirri fimmtu svo líklega ætti ég að taka saman fjölda lesnra blaðsíðna á þessum eina mánuði. Aldrei að vita nema bókagagnrýnin láti sjá sig á næstu dögum.
En ég kveðj jafn hugmyndasnauð og ég byrjaði á þessari færslu.....
Valborg Rut

5 Comments:

  • Hæ krús.
    Allt gott héðan frá besta bænum ;)

    Fór á fyrirlesturinn hjá Borghildi og hann var alls ekki svo slæmur...bara dálítið skemmtilegur ! Hún horfði að mestu leyti upp til himins á meðan hún talaði .... en inn á milli leyndust bara hinir ágætustu brandarar. Msg stórhættulegt ...hún henti öllu sem hún átti með msg ....og þá var búrið hennar orðið tómt...
    Allt er best í hófi.

    Við íþróttaálfarnir, við Helga fórum í tíma í dag og gegum svo 3 km á bretti á eftir .... og hvað heldur þú...ég fékk hælsæri...skórinir eru greinilega ekki í þjálfun.

    Bolludags helgi framundan þannig að það verður ekki í anda íþróttaálfsins ....fullt af gerbollum, rjóma og súkkulaði ;)

    Heyrumst fljótlega....enda símreikningurinn sem kom í dag óvenju lár miðað við að eiga dóttur í öðru landi !!!!!
    Kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:28 e.h.  

  • Hæ sæta. :o*
    Flott hreyfidótið, þú ert nú bara að verða tölvusnillingur! :) Og sætar stelpur þarna á myndinni. ;)

    Nú eru íslensku eurovision úrslitin í kvöld, svaka spennó. Finnst reyndar pínu gallað að mamma og pabbi eru að fara á þorrablót í kvöld þannig að í eurovisionpartýinu verða ég og Hómer. :) En núna þarf ég að drífa mig í búðina ef ég ætla að hafa íslenskt nammi yfir sjónvarpinu...búðin lokar nefnilega kl 3...skrítið, skrítið. :(

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:09 f.h.  

  • Já mamma það lýtur út fyrir að þú verðir að hringja oftar í mig! Ég hef greinilega ekki tærnar þar sem þið hafið hælana í þessu íþróttaæði. Æ æ æ....

    Helga: Blessuð skvís! Það er nú ekki á hverjum degi sem þú skilur eftir þig spor hérna ;) Kannski við höfum bara júrópartý á skæpinu þar sem ég verð líka ein í mínu! Heyrumst í kvöld kanskje ;)

    Ha det bra!

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:04 f.h.  

  • Nei, er frekar sjaldan á netinu þessa dagana. Út af þessari leiðinda internettengingu heima hjá mér. :(
    Jáhá, hlakka til á að heyra í þér á eftir!! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:21 f.h.  

  • Hvernig í fjandanum datt Þér í hug að setja þesar hörmulegu mindir af mér á síðuna ertu rugluð MAÐUR ÞETA ER HÖRMULEGAR MINDIR og þesi á borðinu þarna ÉG ÆTLA EKKI AÐ VERA HLÁTURS EFNIÐ Í NOREGI ALDREI vina mín. Í alvöruni nyjan hest það er ekki hægt fá betri hest en á ÍSLANDI og þessi norsku hross eru horuð og komast ekki með fram skeifurnar þar sem Íslensku hrosin hva aftari skeifurnar Þót þeir teigi sig og éttu svo gras góða mín

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home