Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

sunnudagur, febrúar 11, 2007

Grand prix og fleira

Þá er helgin senn á enda og um að gera að koma með helgaryfirlitið. Hér er allt eins og það á að vera. Rólegheitin en samt ekki of rólegt, lestu þriðju bókarinnar hafinn, tölvuvera og þvílíkur tæknisnillingur sem ég er að verða. Kannski tími til kominn að ég tæknivæddist smávegis, en ég vona nú þó að ég eigi eftir einn daginn að verða aðeins klárari. Ekki get ég þó kvartað héðan af vegna tölvugetu minnar. Hér er fínasta veður og mesti ískuldinn á förum. Ekki get ég þó sagt að það sé heitara en annan dag því eitt er víst að það er bara aðeins minna kalt. Ennþá frost og snjór en óskög fallegt þrátt fyrir kulda. Í gær var innivera en við skruppum nú aðeins í hesthúsið og fórum í reiðtúr. Gaman að því ;) Svo var það bara sjónvarpspláp fram eftir kvöldi því hér var jú farmen og júróvísjón í loftinu.

Grand prix eða eurovision var mjög skemmtilegt. Úrslitin voru í gærkvöldi og er ég nú bara nokkuð ánægð með lagið sem "við" norðmennirnir ætlum að senda í keppnina. Verð ég að segja að lögin í úrslitunum hérna voru nú töluvert miklu betri en lögin sem keppa í úrslitunum heima á Íslandi næsta laugardag. Ég var þó ekki alveg að fíla byrjunina á laginu okkar hérna fyrst en eftir að hafa hlustað á lagið nokkrum sinnum finnst mér það bara mjög gott. Ég vildi þó helst senda kúrekana sem voru fullorðnir kallar í kúrekafötum með alveg ægilega fyndið og skemmtilegt lag. Ekki spillti fyrir að þeir dönsuðu svo fínt með! hehe. En jæja, það verður bara gaman að sjá hvað kemur út í þessum úrslitum heima. En ef þið hafið áhuga getiði horft á keppnina sem var í noregi: http://www1.nrk.no/nett-tv/klipp/227970. Þarna aftast er svo lagið sem vann, en endilega gefið ykkur tíma til að finna káboí kallana ;) hehe.

En hér í Norege er mæðradagurinn í dag. Við náttúrlega búin að vera þvílíkt dugleg í dag og gera alveg helling af hlutum! ja .... eða næstum því. Nei nei ekki get ég sagt að ég hafi reynt mikið á mig í dag en þrátt fyrir að hafa afrekað akkurat ekki neitt, jú nema að tala við Leifu í meira en klukkutíma var ég við það að sofna í sófanum fyrir kvöldmat. En í tilefni mæðradagsins fórum við í mat til Björns og Helenu (amman og afinn). Það var fínt eins og áður en þótti mér maturinn nú pínu furðulegur. En bragðaðist nú samt vel. Eitthvað svona kjöt sem minnti kannski á kjötsúpu og svo var líka hreindýrakjöt. Aldrei að vita nema ég verði farin að borða ótrúlegustu hluti þegar ég kem heim aftur. Ekki myndi ég nú segja að ég væri matvond en ég hins vegar lagði það á mig að smakka brúnost í morgun. Ja segjum bara að ég fái mér alveg örugglega ekki svoleiðis aftur. Herre guð (eins og fólkið hérna segir alltaf), þetta var sko alltof líkt mysingi!! Oj bjakk... hehe. En það er nú gott að það er til nóg af öðru til að setja á brauðið sitt ;)

En nú er maður að farað horfa á sjónvarpið, aldrei þessu vant. Sjónvarpsgláp mitt hefur aukist um 78% eftir að ég flutti hingað út.... hehe ;)

En jæja, góða nótt alle sammen....... Valborg Rut í kuldanum.

5 Comments:

  • Hæ !
    Gott að þú smakkaðir brunost - ég held að hann sé í miklu uppáhaldi hjá Norðmönnum - það er líka ágætt að þú glápir á sjónvarpið - eflir skilning á mæltu norsku máli ;-)
    Núna er ég að vinna og svo fer ég með umslagið þitt í póst á eftir, þegar mamma þín verður komin með svörtu bókina (henni fannst hún rosalega þunn og lítið af uppskriftum í henni)
    Heyrumst.
    Kveðja
    HElga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:01 f.h.  

  • Heyrðu já uppskriftunum á nú kannski eftir að fjölga einhvern daginn, tekur bara svo langar tíma að gera þetta! Allt fyrir lúkkið.... ;) Kannski ég þurfi næst uppskriftina af marensístetunni... hehe.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:16 f.h.  

  • góðan dag miðvikudag 13. febrúar. Bara að láta þig vita að í gær - mánudag - fór stórt og þykkt umslag í póst til þín...... vona að það berist fljótlega heilu og höldnu.
    Kveðja
    Helga.
    PS. í gær skoðuðum við mamma þín klósettsetur sem SVÍFA niður - hægt og hljóðlaust - mjög smart ;-)
    bæ.
    H.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:10 f.h.  

  • Hehe það verður greinilega lúxus að pissa heima hjá þér, setan skellist ekki einu sinni! Lokast hún kannski af sjálfum sér líka?

    Hlakka til að fá pakkann minn :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:04 f.h.  

  • Hey....hvar eru myndirnar sem voru komnar hér svo flottar inn á síðuna í morgun !!! Bara allt horfið ......
    Eigðu góðan dag.
    Kv mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:59 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home