Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Made in China/made in Iceland?


Hér í Norðmannalandi er þetta líka fína veður. Ég hef smitast af íþróttaálfinum sem hoppar um sjónvarpsskjáinn og búin að vera rosa aktív í gönguferðunum. Í gær vorum við svakalega dugleg að vera úti og í dag fórum við Leona aftur í gönguferð í sólinni :D Ekkert smá gaman að fá þessa sól allt í einu, ja nema þegar maður er að keyra, þá má hún alveg fá smá pásu ;)

En héðan er bara fínasta að frétta. Allir hressir og kátir svo við höfum víst yfir litlu að kvarta. Stefnan er sett á að syngja á tónleikum á sunnudaginn svo líklega er eins gott fyrir mig að reyna að læra textana og góla þetta eitthvað þar sem þetta eru aðeins fleiri lög en á síðustu tónleikum og ég fékk bara örfáar mínótur á æfingunni til þess að læra þetta. Annað hvort er því málið að syngja ekki með eða vera rosa klár og læra þetta á nó tæm. Auðvitað stefni ég að seinni kostinum enn sem komið er :)

Þegar ég var í þann veginn að klæða mig í 66°N peysuna mína í dag veitti ég skyndilega miðanum innan í henni aukna athygli. Stendur ekki á fjárans miðanum, MADE IN CHINA!! Sko, ég viðurkenni fúslega að ég virkilega hélt að ég væri í AL-ÍSLENSKUM fötum. En nei nei tek ég þá ekki bara eftir því að ég er BARA í fötum frá Kína. Okey, kannski ekki bara en sko, það eru næstum því öll fötin manns frá Kína eða slíkum löndum. Hvers vegna, ef þetta er búið til í Kína eru þetta svona afskaplega dýr föt?? Í örskamma stund velti ég því fyrir mér að hætta að versla við 66°N þar sem ég varð skyndilega mjög fúl. En ég ákvað þó að vera ekki með svona vitleysu og klæddi mig í tvær 66°N peysur og hélt út í góða veðrið. Og jafnvel þó svo að hluti fatnaðarins sé framleiddur í Kína eru þetta afskaplega góð föt og ég langflesta daga í peysu með þessu merki þar sem ég á nú fjórar eða svo. Ég brosi því enn og held því fram að ég sé staðfastlega ekki merkjafrík. Sem ég er nú alls ekki þrátt fyrir að þykja eitt og annað merki meira spennandi en annað. Gæðin og útlitið er það sem skiptir mestu máli. Sem er samt kannski ekki því það sem er innan í fötunum, sem sé persónan við er það sem á auðvitað að taka eftir og vera gott. Jú víst skiptir það mun meira máli en flíkurnar sem við klæðumst.

En þar sem ég er nú alltaf svo afskaplega dugleg þá setti ég inn nokkrar myndir í dag. Tók þær í dag og í gær ;) Þær eru í febrúaralbúminu og svo þónokkrar útsýnismyndir í albúminu þar sem myndir eru af öðru en fólki ;)

Bestu kveðjur frá heimili í Noregi þar sem allir eiga margar íslenskar 66°N flíkur.

Valborg Rut

8 Comments:

  • Blessuð,
    Ég er að sjálfsögðu á næturvakt og er þess vegna að kíkja á þig.
    Ekki veit ég hvers lensk flíspeysan min er, en hún er samt 66¨n.
    Það er gaman að heyra í þér, greinilega hress og kát eins og fyrri daginn.
    Það er brjálað að gera í óperunni og söngkonan himinsæl með lífið, allt og allir frábærir. Hún vígði pönnukökupönnuna í gær en eitthvað varð fátt úm pönnukökur, aðallega hrúgur sem enduðu í ruslinu ;) gengur vonandi betur næst
    Bestu kveðjur frá mér,
    Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:13 e.h.  

  • Hjáááálp,,,,
    ég finn engar myndir, spæló


    Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:16 e.h.  

  • Auðvitað fann ég myndirnar ;)
    gaman að sjá þær, þetta eru bæði falleg börn og fallegt útsýni, kannski ég verði að heimsækja þig einhverntímann, en þá mátt þú ekki koma heim á næstunni (eða þannig)
    kv. Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:25 e.h.  

  • Hæ !!
    Þetta var sko skemmtilegt.
    Síðan þín ekkert smá flott og gaman að sjá nýju myndirnar - útsýnið og næsta nágrenni. Myndirnar af Leonu ekkert smá sætar og húsið þitt er fallegt.
    Um að gera að leika smá íþróttaálf annað slagið ....við systur erum einmitt að því þessa dagana þó aðalega Stebba íþróttaálfur !!
    Kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:57 f.h.  

  • Hehe frábært að söngdrottningin hefur það gott og það líður ekki á löngu þar til hún verður farin að baka heimsins bestu pönnukökur! Ja þó verða mömmu nú alltaf bestar ;) hehe. Gott að þið funduð myndirnar :) Það er ekki á alltaf sem fjölskyldan okkar hefði talist til íþróttaálfa en ég er ekki frá því að hér sé um dugnaðarálfa að gera!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:16 f.h.  

  • Hæ !
    Ég er hérna líka - gaman að sjá myndir - er annars alveg andlaus í dag enda klukkan 17 og búið að vera mikið að gera í skólanum mínum í ALLAN dag.
    Bless.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:45 f.h.  

  • Heil og sæl.
    Gaman að sjá myndirnar þínar,falleg börn og landslagið stórbrotið og fallegt.Ég er ekki hissa þó þér líði vel enda heyrist mér að fólkið á bænum sé fínt og ykkur líði vel saman.Nú er ég byrjuð á teppi númer tvö ,mjög gaman.Er ég nokkuð voða klikkuð að vera að þessu. Ég sagði að Agnar fengi það fyrsta "SNIÐUGT"
    bestu kveðjur frá afa og ömmu

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:09 e.h.  

  • Hehe nei ætli það séu ekki til margir klikkaðri ;) Þetta er bara gott framtak :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:52 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home