Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

mánudagur, febrúar 05, 2007

Mega svín gifta sig?


Tvö svín gengu í það heilaga í litlum bæ í Taívan í dag við hátíðlega athöfn og voru hundruð manna viðstödd athöfnina. Það var dómari í bænum sem vígði brúðhjónin. Eigandi galtarins, Hsu Wen-chuan, segir svínin eiga farsæla framtíð fyrir höndum.
Parið var síðan blessað af kaþólskum presti í þorpinu og voru 400 gestir viðstaddir. Hver þeirra færði brúðhjónunum 100 taívanska dollara, um 200 krónur, en féð verður notað í kaup á sendiferðabíl fyrir kirkjustofnun sem aðstoðar fötluð börn. Ár svínsins hefst 18. febrúar.
Ji minn einasti hvað þetta samfélag er ruglað. Hverjum í ósköpunum dettur það í hug að gifta svínið sitt? Ja það er allavega gott að það eru ekki allir eins. Tók þessa grei af mbl.is og ákvað að hafa þetta blogg dagsins. Öllu heldur það sem hneikslaði mig mest í dag. Held að sumt sé nú að ganga út í öfgar. Ekki getur svínið sagt að því langi til að gifta sig, og hvernig í fóru þau að því að játast hvort öðru? Æi þvílíkt rugl, skemmtilegt samt, ég allavega var við það að hlægja.
En jæja, þetta finnst fólki spennandi, allavega kemst þetta í blöðin.
Kveðja frá Norge, Valborg

4 Comments:

  • Svínabrúðkaup...hehe, það er ýmislegt til! ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:40 e.h.  

  • Hæ !
    Það sem MÉR finnst best við þessa frétt er að þú hefur dundað við að þýða hana úr norsku ;-) !!!!!!!!!!!
    ---- Ég var einmitt að fá senda norska bók nr. 23 í gær --- vona að þú sért byrjuð á þeirri fyrstu - það bíða þín 22 aðrar !!!
    Jæja, bið að heilsa í bili.
    Kveðja
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:59 f.h.  

  • AFSAKIÐ --- NÚ ER ÉG BÚIN AÐ LESA BLOGGIÐ ALLT TIL ENDA OG SÉ AÐ ÞÚ HEFUR BARA LEGIÐ Á EINHVERJUM ÍSLENSKUM SÍÐUM OG EKKI ÞÝTT EITT ORÐ ;-( ----skemmtilegra að fá einhverjar fréttir úr norskum fjölmiðlum en MBL.is
    Þú verður að gera betur næst - þetta er svindl !!!
    Kv.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:04 f.h.  

  • Hahaha svona er bara lífið. Spurning um að vera rólegur á fljótfærninni ;) hehe. Ja bækurnar, mín er nú bara enn ólesin í skápnum, annars sé ég þessar bækur reglulega í búðinni ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:11 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home