Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Myndir - herbergi - útivera


Jæja þá er ekki hægt að kvarta lengur yfir trassaskap. Myndirnar detta inn hver á eftir annarri og að lokum verða líklega þónokkrar samansafnaðar. Er bæði búin að gera albúm með nokkrum janúarmyndum af Fredrik og Leonu Dís og líka albúm með myndum af herberginu og nokkrum af húsinu. Á þó eftir að muna eftir myndavélinni þegar ég fer út svo þið sjáið nú umhverfið og húsið mitt hvíta líka ;) Svo auðvitað hinir fjölskyldumeðlimirnir sem sjaldnar eru heima þegar mér dettur í hug að draga fram myndavélina en þau verða nú örugglega mynduð fyrr eða síðar ;) Smá sýnisorn hér til hliðar af Leonu með eitthvað eldhúsdót, rosa dugleg skvísan að rífa allt upp úr skúffunum ;)

Í gær var sko tekið á því í rigningunni miklu. Þegar allir voru farnir út fyrir níu og ég og litla skvís aleinar eftir var ég ekki að nenna að vera bara heima í allan dag og klukkan ekki meira. Ég leit út um gluggan og sá að ja það var einmitt ekki rigning! Ákvað að tékka á því hvað ég væri lengi að labba í búðina á Vågstranda. Niðurstaðan var rúmur klukkutími í ausandi rigningu. En maður er nú íslendingur og lætur ekki smá bleytu stoppa sig ;) Þegar ég kom svo í búðina hafði ég náttúrlega ekkert að kaupa svo ég lét súkkulaðistykki nægja og gæddi mér á því á heimleiðinni. Úr morgninum varð hörku gönguferð í tæpalega 3 klukkutíma. Maður á nú hrós skilið fyrir þessa framkvamd ;)

En dagurinn var ekki búinn þrátt fyrir að ég væri komin heim og mætti finna þurr föt. Áfram leið tíminn og að lokum keyrði ég til Åndalsnes á kóræfingu (eða þar rétt hjá). Fjör þar auðvitað eins og fyrri daginn, dansað og klappað, sungið og næstum hrópað. Um tíu keyrði maður svo heim á leið og þá var farið að flytja á neðri hæðina. Herbergið mitt orðið rosa flott og greinilega algjört prinsessuherbergi. Það hefur fengið smá lit frá mér en ég á nú eftir að fínisera þetta allt saman, hengja eitthvað á veggina og svona. Eins gott að maður tók með myndir af hinni íðilfögru fjölskyldu og vinum, hehe ;) Einnig er fataskápurinn í rúst þar sem ég henti bara öllu inn til að geta losað töskurnar. En eins og margir vita eflaust er ég með algjört ofnæmi fyrir illa skipulögðum fataskápum svo hér á víst eftir að flokka allt, brjóta saman og raða, hver flík veðrur nú að eiga sinn stað :) Ja rétt eins og hlutirnir mínir og hver annað drasl sem ég á það til að safna að mér. Nauðsinlegt er þó að hafa eina rusla drasl skúffu til að henda í hinum og þessum blöðum og slíku. Alltaf er þó takmarkið að ná að eyða henni út en ja... líklega er það mannlegt og afar seinlega gert og framkvemt.

Innivera í dag, enginn dugnaður eins og í gær ja nema hvað að myndirnar eru komnar inn. Hvernig væri svo að taka smá kommentátak hérna??? Heimsóknirnar á síðuna eitthvað töluvert fleiri en kommentin.... kannisti eitthvað við að hafa ekki skilið eftir ykkur spor? Er ekki tími til að bæta úr því?

Bestustu kveðjur, knús og kossar......

Valborg Rut dugnaðarfárkur

11 Comments:

  • Jibbí, myndir. Herbergið þitt er flott og börnin eru krúttleg. Get ekki skrifað meir verð að drífa mig í jóga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:36 f.h.  

  • Hæ !
    ekkert að segja í dag héðan af skerinu litla. Enn besta veður og við laus við þetta hvíta í bili. Gott hjá þér að vera svona dugleg að labba - við mamma þín förum líka í íþróttatíma í dag - nennum annars lítið að labba - enda land-rover-tröllið orðið svo flott og riðlaust að það er um að gera að ferðast á því - næst kemur Queen merki á afturrúðuna;-)
    Bless í bili.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:57 f.h.  

  • Gaman að skoða myndirnar;) Lýst vel á þetta! Vertu svo bara dugleg að setja inn mynir:)

    By Blogger Sólveig, at 5:47 f.h.  

  • Gaman að skoða myndirnar;) Lýst vel á þetta! Vertu svo bara dugleg að setja inn mynir:)

    By Blogger Sólveig, at 5:47 f.h.  

  • AFhverju koma commentin mín alltaf tvisvar núna?

    By Blogger Sólveig, at 5:48 f.h.  

  • Hehe Queen merki á afturrúðuna...! passar svoleiðis töffaraskapur vel á svona lanadbúnaðarbíla? Ja það er spurning! Ekki amalegt að bíllinn sé orðinn svona flottur ;)

    Ja það er spurning Sólveig, kannski til að bæta upp skiptin sem þú hefur ekki kommentað ;) hehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:10 f.h.  

  • Vá ekkert smá sæt börn og hundurinn æði og húsið virðist flott. :) Herbergið þitt er allavega mjög kósý...en reyndar, þó þú byggir í tunnu væri það samt kósý hjá þér. :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:59 f.h.  

  • Hehe takk Helga, já kannski það ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:59 e.h.  

  • Blessuð: lítið að frétta en allir búnir að fá graut sem vildu og gátu komið.Haukur og Stebba komu seint beint úr leikfimi eða einhverju grafity eins og mamma þin og Helga eru í. Þau eru alveg að spila út greyin. Það er harka í þér að labba alla þessa leið í ausandi rigningu -..
    dugleg. Heyrumst bráðum. amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:14 f.h.  

  • Hehe já þessi fjöslkylda alveg að spila út í þessari hreyfingu. Móðir mín og móðursystur brjálaðar í leikfiminni og verð að öllum líkindum orðinar algjör vöðvabúnt þegar ég kem heim ;) Ég hins vegar læt smávegis labb vel nægja.... ;)

    Amma og afi: Takk æðislega fyrir peninginn uppí nýju reiðbuxurnar :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:35 f.h.  

  • Hæbb..
    Var að enda við að baka helling af gersnúðum og bíð nú eftir því að strákarnir 6 komir allir inn og vilji fá að drekka...........þá verður víst ekki mikið eftir af þeim ;)
    Letidagur - dunda við þvott - laga til - baka og eitthvað svoleiðis - bara mjög fínt.
    Já eitthvað verður nú gaman að sjá landann eftir þessa breytingu sem nú er verið að framkvæma !
    Góða helgi - kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:46 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home