Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

sunnudagur, febrúar 25, 2007

Þakklæti

Pælið í því hvað það skiptir miklu máli að geta þakkað fyrir allt sem við höfum. Hvernig það væri ef við myndum aldrei þakka fyrir neitt. Við getum þakkað fyrir svo óendanlega margt. Við getum meira að segja þakkað fyrir gallana okkar. Líklega væri nefnilega ekkert gaman ef við værum gallalaus. Líklega værum við þá bara allt of fullkomin. Auðvitað væri ég meira en til í að taka alla gallana mína og skipta þeim út fyrir kosti en ég verð bara að sætta mig við að það er ekki hægt. Við getum endalaust fundið eitthvað til að þakka fyrir en kannski eru þakkarefnin stundum of ósýnileg eða of hversdagsleg til að tekið sé eftir þeim.

Það kunna ekki allir að þakka. Því miður hafa ekki allir lært það. Sumum finnst svo eðlilegt að hafa það sem þeir búa við og að þiggja af öðrum svo það hvarflar ekki að þeim að þakka. Þeir finna hvorki til innra þakklætis né færa öðrum þakkir fyrir góðviljann. Það er líka mjög ólíklegt að þeir geti fundið til hamingju. Þökkin geymir leyndardóm ekki síður en gjöfin og í henni felst máttur. Þakklæti veitir gleði þeim sem finnur til þess og þeim sem þiggur það. Þakklætið fullgerir því verkið með þeirri tilfinningu sem það kallar fram.

Lýtum í kring um okkur og þökkum fyrir allt það sem við höfum. Allt það góða fólk sem við þekkjum, frábæra landið okkar, kostina okkar og galla og allt annað sem okkur dettur í hug að sé ekki sjálfsagður hlutur að hafa.

Sá sem finnur fyrir þakklæti gagnvart lífinu getur jafnframt notið þess.

Bestu kveðjur á heim í snjóinn.... Valborg

5 Comments:

  • Ég er ótrúlega þakklát fyrir að eiga þig sem frábærustu vinkonu í heimi. :)
    Knús og kossar...

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:28 e.h.  

  • Já Valborg mín ég held að við ættum að pæla dálítið í þessum skrifum þínum. Sumir þurfa þess að vísu meira en aðrir en auðvitað á þetta kannski við um alla ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:04 f.h.  

  • Valborg mín ég er ótrúlega þakklát fyrir allt lífið mitt.Að vera hamingjusöm og að eiga ykkur öll afa,dætur,tengdasyni og yndisleg barnabörn.Hjarta mitt þrútnar af þakklæti. Jæja nú er ég að vera voðalega væmin svo best er að hætta.
    faðmlag frá ömmu

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:49 f.h.  

  • Hæ Vabbý, skrabbý !

    Ég ætla nú bara að spyrja hvort þú hafir ekki tekið neinar myndir af húsunum í Álasundi - eða af einherju á leiðinni ........ til allrar lukku er hætt að snjóa í bili - en það á víst að byrja aftur í kvöld.
    Á eftir förum við mamma þín í íþróttatíma, enda búnar að borða bæði pönnukökur og vöfflur um helgina (+ rjóma og sykur með :-)
    Bless í bili.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:57 f.h.  

  • Já það er gott að allir eru svona þakklátir hérna ;)

    Heyrðu nei engar myndir af húsum eða ferðaleginu, aðeins af fólki í þetta skiptið ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:40 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home