Saga?
Ég mætti konu á förnum vegi í dag. Hún var frekar ósmart í taujinu og bar fötin alls ekki vel. Hún brosti ekki, heldur leit hálf grimmdarlega út. Leit þó snöggt á mig og virti mig fyrir sér. Ég brosti til hennar og vonaði að ég gæti veitt henni eitthvað með þessu litla brosi. En hún brosti ekki. Hún leit aðeins niður á götuna og hélt áfram leiðar sinnar. Ég hélt áfram og virti fyrir mér trén og fjöllin allt í kring. Ég hugsaði um þessa konu sem ég hafði mætt. Fyrst hugsaði ég að þessi kona hlyti nú að vera eitthvað biluð. Kynni hvorki að klæða sig né hugsa um útlitið og í þokkabót hefði hún verið grimmdin ein og laus við allt sem kallaðist góð nærvera. Ég var hálf smeik við þessa dularfullu mannveru. En svo skaut annarri hugsun upp í kollinn á mér. Kannski var konan bara illa upplögð í dag. Kannski átti hún fátt, leið ekki vel og var einmanna. Já, kannski bara óvön því að fólk horfði beint í augun á henni og brosti á förnum vegi.
Eftir skamm stund þegar ég var algjörlega kominn í minn eigin heim heyri ég óstyrka rödd kalla að baki mér. Ég hægi á mér og sný mér rólega við. Þarna stendur konan. Konan sem ég brosti til en fannst eitthvað svo vonlaus. Nú stóð hún allt í einu nokkra metra frá mér og horfði á mig. Hún gekk til mín hægum skrefum og spurði mig hvers vegna ég hafi brosað til hennar. Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja og fannst ég allt í einu vera á stærð við lítið skordýr. Ég vék þó ekki undan döpru augnarráði konunnar og svaraði að það gæti gefið manni svo mikið þegar aðrir brostu til manns. Að ef maður myndi brosa myndi maður kannski ná að smita út frá sér. Að hvert einasta litla ókeipis bros gæti kannski vakið hlýja tilfinningu gagnvart lífinu sjálfu. Ég sagði henni að einu sinni hefði ég verið á gangi hálf döpur í bragði þegar ég mætti lítilli stelpu sem starði á mig og brosti svo hlýtt til mín. Þegar ég horði á litlu stelpuna brosa fann ég að það var virkilega þess virði að lifa lífinu lengur og að það væri til raunveruleg gleði. Konan hélt áfram að horfa á mig hugsunaraugum og svo læddist fram lítið bros á andlit hennar. Ég brosti á móti, gekk til hennar og faðmaði konuna að mér. Ég kvíslaði í eyra hennar að hún væri mikilvæg og að hver og einn hefði sinn tilgang. Að góður Guð myndi vaka yfir henni og að hún ætti svo margt hlýtt að gefa. Að þessu loknu sleppti ég takinu, snéri mér hægt í átt til sólarinnar og hélt ferðinni áfram.
Ólíkar hugsanir komu hver á eftir annarri í huga minn og vöktu með mér furðulegar tilfinningar. Þessi kona. Þessi kona sem ég hafði dæmt svo hart og talið vonlausa og fannst nú ekki mikið til koma af klæðaburði og útliti að dæma. Enn einu sinni hafði ég staðið sjálfan mig að því að dæma hlutlausa manneskju sem ég þekkti ekki neitt. Ég sá eftir því en var ánægð með að hafa brosað til hennar. Ég vonaði bara að viðbrögð mín við kalli konunnar hefðu gefið henni eitthvað. Veitt henni eitthvað sem hún gæti nýtt sér. Ég leit upp í himininn og óskaði þess að góðir englar mögnuðu það litla bros sem ég veitti konunni.
Göngum upprétt, brosum hlýtt, dæmum ekki, hugsum fallega og óskum öllum þess allra besta.
En jæja, þetta var nú bara skáldskapur þar sem ekki er mikið að frétta úr daglegu lífi. Knús til ykkar allra heima.... skvísan í Norge :)
Eftir skamm stund þegar ég var algjörlega kominn í minn eigin heim heyri ég óstyrka rödd kalla að baki mér. Ég hægi á mér og sný mér rólega við. Þarna stendur konan. Konan sem ég brosti til en fannst eitthvað svo vonlaus. Nú stóð hún allt í einu nokkra metra frá mér og horfði á mig. Hún gekk til mín hægum skrefum og spurði mig hvers vegna ég hafi brosað til hennar. Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja og fannst ég allt í einu vera á stærð við lítið skordýr. Ég vék þó ekki undan döpru augnarráði konunnar og svaraði að það gæti gefið manni svo mikið þegar aðrir brostu til manns. Að ef maður myndi brosa myndi maður kannski ná að smita út frá sér. Að hvert einasta litla ókeipis bros gæti kannski vakið hlýja tilfinningu gagnvart lífinu sjálfu. Ég sagði henni að einu sinni hefði ég verið á gangi hálf döpur í bragði þegar ég mætti lítilli stelpu sem starði á mig og brosti svo hlýtt til mín. Þegar ég horði á litlu stelpuna brosa fann ég að það var virkilega þess virði að lifa lífinu lengur og að það væri til raunveruleg gleði. Konan hélt áfram að horfa á mig hugsunaraugum og svo læddist fram lítið bros á andlit hennar. Ég brosti á móti, gekk til hennar og faðmaði konuna að mér. Ég kvíslaði í eyra hennar að hún væri mikilvæg og að hver og einn hefði sinn tilgang. Að góður Guð myndi vaka yfir henni og að hún ætti svo margt hlýtt að gefa. Að þessu loknu sleppti ég takinu, snéri mér hægt í átt til sólarinnar og hélt ferðinni áfram.
Ólíkar hugsanir komu hver á eftir annarri í huga minn og vöktu með mér furðulegar tilfinningar. Þessi kona. Þessi kona sem ég hafði dæmt svo hart og talið vonlausa og fannst nú ekki mikið til koma af klæðaburði og útliti að dæma. Enn einu sinni hafði ég staðið sjálfan mig að því að dæma hlutlausa manneskju sem ég þekkti ekki neitt. Ég sá eftir því en var ánægð með að hafa brosað til hennar. Ég vonaði bara að viðbrögð mín við kalli konunnar hefðu gefið henni eitthvað. Veitt henni eitthvað sem hún gæti nýtt sér. Ég leit upp í himininn og óskaði þess að góðir englar mögnuðu það litla bros sem ég veitti konunni.
Göngum upprétt, brosum hlýtt, dæmum ekki, hugsum fallega og óskum öllum þess allra besta.
En jæja, þetta var nú bara skáldskapur þar sem ekki er mikið að frétta úr daglegu lífi. Knús til ykkar allra heima.... skvísan í Norge :)
8 Comments:
Falleg saga. :) Ég brosti við að lesa hana. :)
By Nafnlaus, at 7:36 f.h.
Já góð saga! Ég meira segja trúði henni,, alveg þangað til þú sagðir að þetta væri skáldskapur! Þá varð ég hálf fúl;) En hugsaði,, vá Valborg er bara nokkuð gott skáld! Hvenær kemur út bók vinan?:) *áskorun* Ég bíð spennt:D
By Sólveig, at 9:07 f.h.
Hehe takk stelpur mínar :) Ja bókin... æi ætli þið þurfið ekki að bíða svolítið eftir henni ;)
By Nafnlaus, at 1:07 e.h.
Hæ !
Ég hélt líka að þetta væri sönn saga - en bara svona rétt niður að miðju - ég bjóst nú ekki við að þú værir farin að halda langar ræður á norsku við ókunnugt fólk ;-)
hvernig var á tónleikunum - mættu margir - var gaman ?
Ég var að horfa á norskan þátt í sjónvarpinu áðan - bara góður og flott landslag annað slagið - hvernig er með þig - skilurðu t.d. fréttirnar í sjónvarpinu ??
Jæja, ég var í sturtu í Ásveginum og nú erum við öll að fara að sofa.
Bless og góða nótt. A + a biðja að heilsa.
Helga.
By Nafnlaus, at 2:36 e.h.
Tónleikarnir gengu fínt og það var bara þónokkuð mikið af fólki. Ja fréttrnar skil ég smá en aðeins meira þegar fólkið er bara að tala við mig sjálft....
Fínt að það er byrjað á baðherberginu ;)
By Nafnlaus, at 4:27 f.h.
Samdir þú þessa sögu.....eða hvað...
ef svo er þá skalt þú eiga hjá þér blað og penna og fara að leggja drög að bókinni.....
By Nafnlaus, at 4:52 f.h.
Hehe já ég samdi þessa sögu. Og það tók nú ekki langan tíma, bara skrifaði og skrifaði þangað til það vantaði endinn og svo bara....komið!
By Nafnlaus, at 6:36 f.h.
Blessuð Skálda (listamannsnafnið þitt),
Alltaf kemurðu manni á óvart, það var gaman að lesa söguna þína og eitt er víst að það er mikill sannleikur í henni- þetta með brosið.
Allt gott að fre´tta frá okkur, við búin að raða í okkur bollum og svo saltkjötið á morgun en ekkert öskudagslið hjá mér því allir eru vaxnir upp úr því og jafnvel fluttir langt í burtu.
Bestu kveðjur Stebba
By Nafnlaus, at 3:52 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home