Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, febrúar 24, 2007

Samfélagsmenning

Í dag sá ég ekta sveitasamfélagsmenningu. Jú víst finnst mér margt hérna mjög frábært en sumt svolítið fyndið. Því get ég nú ekki neitað. Í dag héldum við á einhvernskonar basar. Þar voru margir af íbúum nágrenissins mættir til leiks og sátu við borð í samkomuhúsinu. Nokkrar konur seldu kökusneiðar, vondan hvítan graut og annað góðgæti. Allir keyptu númer til að geta átt möguleika á litlum skrítnum vinning. En líklega var þó aðal málið að styrkja eitthvað málefni sem notar peningana í hitt og þetta sem þarf að gera. Svo var sýnt karate atriði af nokkrum krökkum og athygglissjúkum þjálfara. Hef nú ekki mikið álit á þessari íþrótt en held nú samt að það væri gaman að kunna eitthvað svona. Kannski ég gæti þá snúið niður alla þá sem eitthvað færu í taugarnar á mér. Svo kom söngatriði frá fjórum litlum stelpum og fannst mér nú bara frábært að þær legðu í að fara svona uppá svið og syngja augljóslega ekki búnar að æfa neitt mjög mikið. En ágætt þrátt fyrir það. En þá var komið að fólkinu í salnum að hefja upp raust sína og synjga eitt lag. Textinn var á blöðum á borðunum svo allir norðmenn hefðu nú átt að geta sungið með. En ji minn einasti. Þarna misst ég nú allt álit á sönghæfileikum basarunnenda. En jæja, það heyrðist allavega í einni konu og svo nokkrum hræðum sem hvísluðu textann niður í bringu sér. Langdregin samkoma en fínt að mæta, sýna sig og sjá aðra. Það er ekki svo mikið sem gerist hér svo það er um að gera að mæta þegar eitthvað er um að vera :)

Í dag er ég búin að dunda við að hengja myndir á veggina mína svo nú getiði mörg verið viss um að kannski vill svo til að hér hangi mynd af ykkur ;) En ég er náttúrlega af svo fallegu fólki komin að þið eruð mikið veggprýði ;)

Annars læt ég þetta nægja í bili.... góða nótt og sofið rótt í alla nótt :)

4 Comments:

  • Hæ Valborg.
    Mig langar svo til að sjá kofann sem Ísak er að smíða. Getur þú kannski tekið mynd af honum þegar hann er tilbúinn. Ísak má líka vera með á myndinni. Mig langar líka til að búa mér til kofa í garðinum okkar en mamma heldur að það gangi ekki upp. Agnar.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:38 f.h.  

  • Kannski ég verði að taka mynd að "hittunni" hans. Líklega væri nú gáfulegra að byggja kofa í Laugaseli því annars yrði lóðin okkar öll í spítum því hún er svo lítil ;)
    Hvernig væri nú að koma með afmælisóskalista þar sem litli bróðir minn er að verða 10 ára?

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:46 f.h.  

  • Blessuð,,,,
    Ég skal segja þér það að þú ert hjá frægu fólki, á deildinni minni liggur kona og maðurinn hennar er dýralæknir og mikill hestamaður. Ég sagði honum að frænka mín væri hjá hestafólki í Norge og hann veit hver Stian er- segir að allir sem eru eitthvað í hestum af viti viti hver hann er.Allt að fara í kaf í snjó hjá okkur en ég held að hann hverfi í næstu viku.
    Kveðja frá okkur
    Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:01 f.h.  

  • Hehe já við erum náttúrelga öll voða fræg hérna ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home