Súrmjólk að drekka?
Í dag fékk ég að eiga nokkra skrítnar furðuverur. Skyndilega breyttist Fredrik nenfilega í Zorro og eftir leikskólann varð hann Battman og risaeðla! Í dag var karnival dagur í leikskólanum, eins konar öskudagur eða svo, allavega allir í búningum og slóu nammi úr tunnu. Held að það hafi þó ekki verið sungið fyrir namminu eins og heima. Öskudagurinn í "gamla daga" var alltaf svo æðislegur. Við æfðum okkur í marga daga og vorum náttúrlega besta liðið í bænum öll árin, hehe. Man að eitt árið komum við heim með 39 kíló af nammi og vorum að rifna úr stolti :) Einhvernstaðar á ég nú mynd af herlegheitunum þar sem þetta ár fylgdi okkur blaðamaður úr Reykjavík til þess að sýna blöðunum hvernig almennilegur öskudagur væri á Akureyri! Og sjómannaliðið, ætli það sé ekki eftirminnilegast. Þegar við vorum öll sjómenn eða síldarkonur, önguðum af fiskilikt og pabbi og Stebba frænka keyrðu okkur 14 um allan bæ á bílaleigubíl. Haha, ekki allir sem nutu svona lúxuss! Í dag er þetta hins vegar versti dagur ársins í huga margra. Foreldrarnir kvíða því að þurfa að hafa til búninga og æfa börnin að syngja og búðareigendur hafa eyrnatappa við hendina til nota þegar síguldu lögin hafa verið sungin nóg og skelfilega oft. Þess má þó geta að ég var nú bara stolt af bræðrum mínum og þeirra liði þegar ég heyrði í þeim í gegnum símann á öskudaginn heima. Dálítið öðruvísi að ákveða að syngja Queen lag og eitthvað með kiss ef ég man rétt, veit nú ekki alveg hvað það er en.... svo skyldist mér að eitt lagið hafi verið frumsamið á ensku! Ji minn einasti ef þeir hafa bara ekki alveg verið að brillera. En það verður náttúrlega aldrei til betra lið en það sem æfði í Heiðarlundinum hér áður fyrr :) Úff, gott að hafa sjálfsálit annað slagið, hehehe. Þó líklega hafi ég átt minnstan þátt í þessu sjálf, ævinlega yngst á svæðinu öll þessi ár.
Ég borðaði mjög svo spes mat í kvöldmatinn í dag. Já vitiði, þessi tíbíski norski matur er kannski ekki alveg að gera sig. Þarna voru einhverjar hvítar bollur úr hveiti og hráum kartöflum sem er kramið saman í bollur og soðið. Með þessu voru beikonbitar, endalaust feitir með afskaplega miklu feiti á. Ja líklega eins og beikon annarsstaðar í heiminum. Svo voru þarna einhvernskonar feitar pylsur. Karteflur, gulrætur og eitthvað sem ég var ekki viss um hvað var. Fannst mér þetta bragðast fekar furðulega og ef beikonbitarnir hefðu ekki bjargað þessu bollusulli hefði ég örugglega dottið niður dauð. Hehe. Ég hélt nú bara að þetta væri einhver misskilningur þegar ég sá súrmjólkur fernu á matarborðinu. En nei, mér var tilkynnt að með þessum mat drykkju allir norðmenn súrmjólk!!! Ég hélt ég yrði ekki eldri. Súrmjólk með kvöldmatnum, í glas og enginn sykur. Ég hélt nú ekki og fékk mér vatn. Þetta var skemmtilegt að sjá. Gaman að smakka þetta en ég held að ég eldi ekki svona handa ykkur þegar ég kem heim. Var bent á að ég yrði orðin vön þessu þegar ég færi, en nja... jú víst mun ég borða þetta ef það er í boði en líklega langt þangað til þetta kemst á minn helsta vinsældarlista.
Bestustu kveðjur heim til ykkar allra..... Valborg Rut sem drekkur ekki súrmjólk en borðar hana hins vegar með weetosi á næstum hverjum morgni. Og má bæta því við til gamans að ég er hætt að setja sykur!!
Ég borðaði mjög svo spes mat í kvöldmatinn í dag. Já vitiði, þessi tíbíski norski matur er kannski ekki alveg að gera sig. Þarna voru einhverjar hvítar bollur úr hveiti og hráum kartöflum sem er kramið saman í bollur og soðið. Með þessu voru beikonbitar, endalaust feitir með afskaplega miklu feiti á. Ja líklega eins og beikon annarsstaðar í heiminum. Svo voru þarna einhvernskonar feitar pylsur. Karteflur, gulrætur og eitthvað sem ég var ekki viss um hvað var. Fannst mér þetta bragðast fekar furðulega og ef beikonbitarnir hefðu ekki bjargað þessu bollusulli hefði ég örugglega dottið niður dauð. Hehe. Ég hélt nú bara að þetta væri einhver misskilningur þegar ég sá súrmjólkur fernu á matarborðinu. En nei, mér var tilkynnt að með þessum mat drykkju allir norðmenn súrmjólk!!! Ég hélt ég yrði ekki eldri. Súrmjólk með kvöldmatnum, í glas og enginn sykur. Ég hélt nú ekki og fékk mér vatn. Þetta var skemmtilegt að sjá. Gaman að smakka þetta en ég held að ég eldi ekki svona handa ykkur þegar ég kem heim. Var bent á að ég yrði orðin vön þessu þegar ég færi, en nja... jú víst mun ég borða þetta ef það er í boði en líklega langt þangað til þetta kemst á minn helsta vinsældarlista.
Bestustu kveðjur heim til ykkar allra..... Valborg Rut sem drekkur ekki súrmjólk en borðar hana hins vegar með weetosi á næstum hverjum morgni. Og má bæta því við til gamans að ég er hætt að setja sykur!!
4 Comments:
Ekki hljómar þetta nú geðslega. Fæ nú létt í magann við tilhugsunina. Þú ert hugrökk sál.
By Nafnlaus, at 5:24 e.h.
Allt leggur maður á sig ;)
By Nafnlaus, at 10:41 e.h.
Hæbb, skemmtilegt blogg og Fredrik krúttlegur !!
Gaman fyrir þig að smakka á þessum mat - þú hefur nú bara gott að því ;) En ég er sammála þér að ekki langar mig nú að drekka með þessu súrmjólk !! En þú frábær að sleppa sykrinum á súrmjólkina á morgnana en Weetosið bætir það upp.
Allt gott héðan....það snjóar enn.
Kveðja mamma.
p.s. hver er eiginilega trombonefan ?
By Nafnlaus, at 1:50 f.h.
Hæ !!!!!
Já, maður verður alltaf að reyna að laga sig að siðum í nýju landi og smakka það sem maður hefur ekki smakkað áður.
Ég fór t.d. í tælenskt afmæli um helgina - og þar borðaði ég steikt egg - bara af því að ég hafði aldrei samakkað þau áður og mun kannski aldrei gera það aftur. En þetta var skemmtilegt afmæli og ýmsir góðir réttir sem ég hafði aldrei smakkað áður.
- í dag eru "steypusagarar" hjá mér að brjóta upp baðgólfið, svo mér verði ekki kalt á tánum í nýja baðherberginu.
Bless.
Helga.
By Nafnlaus, at 2:43 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home