Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

sunnudagur, febrúar 04, 2007

Syngjandi hér, syngjandi þar...

...syngjandi er ég allstaðar.... sí og æ, æ og sí, aldrei fæ ég nóg af því.....

Líklega er um að gera að skirfa hérna nokkrar línur um viðburðarríka helgi áður en maður verður endalega yfir sig þreyttur. Var að horfa á sjónvarpið og alveg orðin stjörf yfir einhverri furðulegri gamalli mynd. En tókst nú samt að halda mér vakandi og sjá þennan þurrpumpulega endi. En allavega, í gær var vaknað og hluti fjöslkyldunnar átti að fara á hestanámskeið. Ég fór bara með og krakkarnir líka og héldum bara til í reiðhöllinni og kaffistofunni þangað til við fórum heim einhverntíman eftir hádegi. Þegar heim var komiðtóku við vöfflur og fínerí og seinna mikið sjónvarpskvöld. Jú víst er það ágætis sjónvarpsefni hér á laugardagskvöldum, en föstudagarnir, það er nú ekki sitjandi fyrir framan sjónvarpið þá!

Í morgun fóru svo Agnes og Stian aftur á námskeiðið en við hin vorum heima. Um hádegi tók ég mig svo til í flýti og hélt til Molde. Ekki seinna vænna en að byrja að gaula með þessum kór mínum opinberlega eftir að hafa mætt á tvær æfingar. Ég var nú að hugsa um að fara ekkert en sé nú alls ekki eftir því núna að hafa skellt mér með :) Við tóku æfingar þegar við komum til Molde í svona stóru tónleikahúsi. Svo fengum við pitsu til að deyfa hungrið sem hafði tekið völdin áður en dagskráin byrjaði. Við sungum bara 3 lög í upphafi og svo kom dansatriði áður en aðalatriðið byrjaði. Það var æðislegur gospelkór sem mér skilst að sé einn besti kór í Noregi. Ekki er nú erfitt að trúa því eftir að hafa setið á þessum frábæru tónleikum :) Vá þvílíkt úthald sem þetta fólk/krakkar hafa, dansandi og þvílíkt syngjandi af ótrúlegum krafti í næstum klukkutíma. Góðir söngvarar þarna á ferð. Annars stóðum við okkur held ég bara vel, vorum allavega mjög ánægð sjálf, tókst að koma næstum öllum textanum út úr mér og gat hreyft mig þarna á efsta pallinum með míkrafón í hendinni. Ójá það var önnur hver manneska með míkrafón! En ég lét það nú ekki angra mig mikið og söng bara af fullum krafti ;) auðvitað, þýðir víst lítið annað! Eftir allt saman var haldið heim á leið með kórfélugum sem voru svo góðir að leifa mér að fá far með sér. Ferjan, keyra og loksins heim í náttbuxurnar og uppí sófa að horfa á sjónvarpið. Núna tekur við langþráður svefn eftir tölvustúss kvöldsins.

Góða nótt góðir Íslendingar..... :)

4 Comments:

  • Góðan dag !! ----- Ekkert smá skemmtilegt !!! Þetta hefur verið hin besta helgi!Við höfðum það þokkalega letilegt (nema amma sem var fyrst með graut á laugardag og svo þetta fína kaffi fyrir alla á sunnudag. Heyrumst aftur.
    Kveðja
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:33 f.h.  

  • Frábært !! Og þú bara nýtur þín á efsta palli syngjandi í míkrafon ;)
    Þvílíkt skemmtilegt !! Ég hefði viljað vera á þessum tónleikum líka ! Að syngja og dansa .... það er frábært.
    Kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:14 f.h.  

  • Blessuð gamla kórgella
    Það væri ekki amalegt að komast í svona kór. Hvað heitir hann annars og hvað heitir hinn kórinn?
    Eg er viss um að þú verður orðin aðal söngfíflið áður en langt um líður ;).
    Allt gott að frétta heðan, Unni finnst frábært að hafa hljómborðið þitt og notar það mikið við að æfa sig því það er vist ekkert smáræði sem þarf að læra.
    Jóhann farinn austur og við Haukur bara tvö í kotinu.
    Bestu kveðjur frá afa og ömmu
    Stebba.

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:27 f.h.  

  • Kórinn mun heita Rauma Gospelkór því við tilheyrim víst Rauma-kommune en svo man ég ekkert hvað hinn kórinn heitir. Það vantar nú töluvert uppá að ég verði aðal söngfíflið, held að það séu nú nokkrir á undan mér í röðinni! Kannski við stofnum bara Gopelkór heima þegar ég kem, hehe ;)

    Gott að hljómborðið mitt kemur að góðum notum, mun betra en að rykfalla undir rúmi ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home