Tími á blogg?
Í dag fannst mér í skyndilega vera opinberuð í samfélaginu hér í Hjelvik/Vågstranda. Þannig er að hér þekkja næstum allir alla og allir heilsa öllum. Litla sveitabúðin í Vågstranda er mjög svo heimilisleg. Þar kemur fólk saman og spjallar, konan á kassanum þekkir alla og spjallar við hvern og einn. Tekur sér góðan tíma í símanum þrátt fyrir að einhver bíði því hér er jú ekkert stress. Komi maður í búðina hefur maður lítið annað að gera en að dunda sér, stoppa og tala og aldrei að vita nema maður setjist niður með kaffibolla og spjalli við hina á meðan þeir versla. Í dag kom ég í búðina og setti pakka í póst. Pósthúsið er semsagt líka í búðinni, bara á bak við kassann. Þegar ég var búin að bíða töluvert eftir konunni sem brosti til mín og hélt áfram að spjalla við vonkonu í símanum afgreiddi hún mig í rólegheitunum. Síðan rölti ég inn í búðina og keypti fáeina hluti og fór að kassanum til vitanlega sömu konu. Þá vissi ég að ég er orðin opinber. Hún byrjaði að spjalla við mig rétt eins og hina í búðinni. Reyndi eins og hún gat að auðvelda norskuna fyrir mig og ég svaraði eftir bestu getu á dönsku/norsku/íslenskunni minni. Já hún veit alveg örugglega hvaðan ég kem, hvar ég bý og hjá hverjum, og jafnvel gæti hún munað hvað ég keypti í búðinni í síðustu viku. Jú víst er ég boðin velkomin og líkar vel. Þetta var þó aðeins í fjórða skiptið eða svo sem ég kom í þessa búð. Vissulega pínu skrítið en um leið nokkuð notalegt og heimilislegt án skarkala stórbæjanna.
Ég fékk pakka í dag. Sendendurnir engir aðrir en skvísurnar mínar í Danalveldi. Í pakkanum var rétt hárþurrka... hehe já Leifa sendi mér áður pakka með sinni hárþurrku svo við áttum víst eftir að senda hárrþurrkur hvor annarrar á réttan stað ;) En í kassanum voru líka Kærlighed ved förste hik myndirnar. Þrjár ótrúlega skondnar myndir sem gaman er að horfa á aftur og aftur. Smartísbangsímoninn fékk að fljóta með og nokkrir litlir skrítnir bangsar sem ég skildi eftir í Lemvig. Og svo auðvitað póstkort frá Lemvig með kveðju frá skvísunum. Takk fyrir þetta stelpur :)
Það er ískalt í Noregi þessa dagana og ég er ekki frá því að ég eigi eftir að detta í sundur af kulda. Hitastigið í herberginu er líka bara rétt fyrir ofan frostmark, hehe en ég hef núna tvær sængur og ullarteppi svo ég lifi þetta nú líklega af ;) Svo eru það bara hlýju náttfötin og ullarsokkarnir og svo er búið að ákveða að setja svona viðarofn svo ég geti nú hitað smávegis :)
Kvöldið byrjaði ég með því að missa mig yfir súkkulaðikexpakka. Eftir hálfan pakkann ákvað ég að þetta væri löngu komið nóg. Svo kom smá pása þangað til ég stóð upp og opnaði ísskápinn. Þar horfði ég á kókið en tók appelsínusafann. En áður en ég lokaði ísskápnum skilaði ég safanum og fékk mér vatn. Ég ætlaði líka að fá mér appelsínu í staðinn fyrir kex. Það bara mistókst. Ég er að reyna að standast allar þessar freistingar hérna. En ef maður er súkkulaðifíkkill og nammigrís af fyrstu sort gengur það kannski ekki svo íkja vel. Enda ætla ég aldrei að hætta að borða nammi. Bara agnarlítið að hollusta þetta upp!!! Yndislegt orðatiltæki í miklu uppáhaldi. Það er sko búið að hollusta þetta upp! Oft sagt við kókapöffsinu í Vatnaskógi síðasta sumar þegar hollusturáðskonan mikla var við völdin.... ;)
En ég kveð héðan úr hlýrri stofunni og óska ykkur velgengni í hollustu og hreifingu..... en æi allt er nú gott í hófi.
Bestustu kveðjur, Valborg Rut súkkulaðiunnandi.
Ég fékk pakka í dag. Sendendurnir engir aðrir en skvísurnar mínar í Danalveldi. Í pakkanum var rétt hárþurrka... hehe já Leifa sendi mér áður pakka með sinni hárþurrku svo við áttum víst eftir að senda hárrþurrkur hvor annarrar á réttan stað ;) En í kassanum voru líka Kærlighed ved förste hik myndirnar. Þrjár ótrúlega skondnar myndir sem gaman er að horfa á aftur og aftur. Smartísbangsímoninn fékk að fljóta með og nokkrir litlir skrítnir bangsar sem ég skildi eftir í Lemvig. Og svo auðvitað póstkort frá Lemvig með kveðju frá skvísunum. Takk fyrir þetta stelpur :)
Það er ískalt í Noregi þessa dagana og ég er ekki frá því að ég eigi eftir að detta í sundur af kulda. Hitastigið í herberginu er líka bara rétt fyrir ofan frostmark, hehe en ég hef núna tvær sængur og ullarteppi svo ég lifi þetta nú líklega af ;) Svo eru það bara hlýju náttfötin og ullarsokkarnir og svo er búið að ákveða að setja svona viðarofn svo ég geti nú hitað smávegis :)
Kvöldið byrjaði ég með því að missa mig yfir súkkulaðikexpakka. Eftir hálfan pakkann ákvað ég að þetta væri löngu komið nóg. Svo kom smá pása þangað til ég stóð upp og opnaði ísskápinn. Þar horfði ég á kókið en tók appelsínusafann. En áður en ég lokaði ísskápnum skilaði ég safanum og fékk mér vatn. Ég ætlaði líka að fá mér appelsínu í staðinn fyrir kex. Það bara mistókst. Ég er að reyna að standast allar þessar freistingar hérna. En ef maður er súkkulaðifíkkill og nammigrís af fyrstu sort gengur það kannski ekki svo íkja vel. Enda ætla ég aldrei að hætta að borða nammi. Bara agnarlítið að hollusta þetta upp!!! Yndislegt orðatiltæki í miklu uppáhaldi. Það er sko búið að hollusta þetta upp! Oft sagt við kókapöffsinu í Vatnaskógi síðasta sumar þegar hollusturáðskonan mikla var við völdin.... ;)
En ég kveð héðan úr hlýrri stofunni og óska ykkur velgengni í hollustu og hreifingu..... en æi allt er nú gott í hófi.
Bestustu kveðjur, Valborg Rut súkkulaðiunnandi.
5 Comments:
Hæ ! Þetta var skemmtilegt blogg - mér finnst skemmtilegast þegar við fáum einhverjar svona "norskar" fréttir. Gaman að vera þekkt í búðinni og í bænum. Þetta virðist vera ÁKAFLEGA huggulegt - og líka norsku - æfinga - skapandi ;-) - Alltaf að hugsa um þinn hag eins og þú sérð.
--- Ég verð að játa á mig framkvæmdaleysi með að koma vettlingunum í póst - vona að ég geri það í dag - sérstaklega fyrst þér er alltaf svona kalt. Ekki viljum við að þú hristist sundur úr kulda.
---- Í kvöld ætlum við mamma þín e.t.v. að bjóða Stebbu út að borða - hún fær kálblað í aðalrétt og 1/4 úr epli í desert ;-)
Kveðja
Helga.
By Nafnlaus, at 12:32 f.h.
Þetta samfélag virkar mjög þægilegt. Ekkert stress og allir þekkjagst. Hljómar vel.
Ég á fyrstu tvær Kærlighed ved første hik myndirnar. Næst þegar við getum leitt hesta okkar saman skulum við annaðhvort horfa á þriðjumyndina eða þá að þú lánir mér hana.
Já, og ég er einnig mikil í hollustunni þessa dagana.
By Nafnlaus, at 12:55 f.h.
Þarna er skemmtilegt þjóðfélag að mér heyrist. Bara gamana að því.
Vertu bara dugleg að fara í búðina og spjalla við sveitunga þina !
Nú skalt þú athugi að gamni hvað norska bókin hennar Helgu kostar í búðinni þinni.....
Hér er geggjað verður áfram logn, bjart og -10° svona vil ég bara hafa þetta í bili ;)
já, við systur á leið á Greifann ...reynum að hollusta okkur eitthvað upp.
Kveðja mamma.
By Nafnlaus, at 1:21 f.h.
Helga: Kannski þú verðir að koma í heimsókn svo þú getir nú æft norsku kunnáttuna þar sem þú ert nú alltaf lesandi norsku ;)
Bjóða Stebbu út að borða?? Hvenær ætli bræður mínir bjóði mér út að borða? Æ en yndielgur matur sem Stebba á að fá, held ég myndi afþakka boðið vissi ég að ég fengi kálblað! hehe.
Vonandi komast vetlingarnir í póst fljótlega og ekki gleyma vítamíninu!! Svo ef þið lesið þetta aftur áður en pakkinn fer væri fínt að fá svörtu uppskriftabókina sem er í náttborðsskúffinni að mig minnir í herberginu mínu góða ;)
Abba: Við verðum klárlega að horfa á þessar myndir saman einhverntíman. Svo er fjóðra myndin núna í bíó í Danmörku, verðum að redda okkur henni líka þegar hún kemur ;) Það er naumast allir eru duglegir í þessari hollustu, einhvern daginn verð ég líka ofur dugleg :)
Mamma: Hér er -14°og ísjökulkalt en mjög fallegt veður. Já kannski ég kíki á verðið á þessum bókum, fást nú reyndar bara í ögn stærri búðum en sveitabúðinni hérna ;)
By Nafnlaus, at 2:22 f.h.
Blessuð,
Ég hef nú vaðið fyrir neðan mig og tek með mér stóra peningaveskið til að ég geti keypt eitthvað mishollt með kálblaðinu svona til að "hollusta þetta eitthvað upp" eins og þú segir. Haukur, Baldur og Agnar fá að panta pizzu svo þeir fái eitthvað að borða;)
Allt gott að frétta frá fallega, kalda landinu okkar,
Kveðja
amma, afi og Stebba
By Nafnlaus, at 9:33 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home