Það búa litlir dvergar...
Ég komst að svolítið fyndnum hlut um daginn. Þannig er að ég syng stunum Það búa litlit dvergar í björtum dal..... lagið, enda er þetta mjög skemmtilegt lag. Verst að þegar ég var að rifja það upp fyrir ári síðan eða svo, líklega um það leiti sem ég vann á leikskólanum var ég ekki alveg viss á textanum þar sem þá voru mörg ár síðan ég söng þetta síðast.
Rétti textinn er svona:
Það búa litlir dvergar í björtum dal,
Á bak við fjöllin háu í skógarsal.
Byggðu hlýja bæjinn sinn,
Brosir þangað sólin inn,
Fellin enduróma allt þeirra tal.
Ég hins vegar hef síðasta árið sungið síðustu línuna á þennan veg: Regnið fellur óða á þeirra dal. Hehe ji hvernig gat ég haldið að það væri alltaf rigning þarna? Og hvernig gat mér dottið í hug að þetta passaði í textann? Jæja þetta passaði allavega og ekki setti Erik neitt út á það þegar ég var að syngja þetta í Danmörku. Hehe en ég veit þá núna hvernig rétti textinn er. Hér eftir ætla ég að syngja þetta lag rétt ;-)
Annað svona dæmi er þegar ég vann eitt kvöld á Brodway þegar ég bjó í Reykjavík. Ég og Berglind sem var að vinna með mér á leikskólanum ákváðum að skella okkur eitt kvöld þangað. Stuðmenn voru að spila og svo kemur lagið þarna íslensk fönn. Ég stoppaði hins vegar og skildi bara hvorki upp né niður í því að fólkið væri að leika snjó. Svo lít ég eitthvað á Berglindi og spring út hlátri. Ég hugsaði þetta lag semsagt eitthvað pínu vitlaust. Ég einhverra hluta vegna ákvað að það væri verið að syngja um skemmtun út frá enska orðinu. En ekki alíslenskan snjó. Æ æ stundum er ég kannski pínu ljóska ;) En það er nú allt í lagi, enda hef ég nú ekki átt svo mörg stór-ljóskuleg augnablik í gegnum ævina ;)
Annars fínt að frétta utan við skelfilegt kvef sem hrjáir mig mikið þessa dagana. Hálsbólga og hósti. Mikið hlakka ég til að fá röddina mína aftur. Og þeir sem þekkja mig vita hvernig ég verð þegar ég kvefast.... eiginlega bara alveg ónýt! En ég sé ennþá sem er góðs viti. Vonum að sjónin haldist og augun verði til friðs í þetta skiptið. Hér rignir og rignir, allt of mikið og ég bíð bara eftir að við drukknum í rigningardropum. Betra að halda sér innandyra þessa dagana, hvað þá ef maður ætlar að losna við þetta heilsuleysi fljótlega.
En jæja ég er hálfnuð með að plokka/naga naglalakkið af nöglunum svo líklega ætti ég að fríska aðeins uppá útlit handanna minna. Ég er þó afar stolt af mér að hafa ekki nagað eina einustu nögl í rúma tvo mánuði!!! Ef þetta er ekki bara allt að takast :) En eins og ég hef oft sagt þá er það fíkn að naga neglurnar og afar erfitt að hætta. Líkt og fyrir reykingarfólk að hætta sínum ósið. Ég vann baráttuna við neglurnar enn sem komið er :)
Hafið það gott út um allann heim..... Valborg Rut einstakasinnumpínuljóska.
Rétti textinn er svona:
Það búa litlir dvergar í björtum dal,
Á bak við fjöllin háu í skógarsal.
Byggðu hlýja bæjinn sinn,
Brosir þangað sólin inn,
Fellin enduróma allt þeirra tal.
Ég hins vegar hef síðasta árið sungið síðustu línuna á þennan veg: Regnið fellur óða á þeirra dal. Hehe ji hvernig gat ég haldið að það væri alltaf rigning þarna? Og hvernig gat mér dottið í hug að þetta passaði í textann? Jæja þetta passaði allavega og ekki setti Erik neitt út á það þegar ég var að syngja þetta í Danmörku. Hehe en ég veit þá núna hvernig rétti textinn er. Hér eftir ætla ég að syngja þetta lag rétt ;-)
Annað svona dæmi er þegar ég vann eitt kvöld á Brodway þegar ég bjó í Reykjavík. Ég og Berglind sem var að vinna með mér á leikskólanum ákváðum að skella okkur eitt kvöld þangað. Stuðmenn voru að spila og svo kemur lagið þarna íslensk fönn. Ég stoppaði hins vegar og skildi bara hvorki upp né niður í því að fólkið væri að leika snjó. Svo lít ég eitthvað á Berglindi og spring út hlátri. Ég hugsaði þetta lag semsagt eitthvað pínu vitlaust. Ég einhverra hluta vegna ákvað að það væri verið að syngja um skemmtun út frá enska orðinu. En ekki alíslenskan snjó. Æ æ stundum er ég kannski pínu ljóska ;) En það er nú allt í lagi, enda hef ég nú ekki átt svo mörg stór-ljóskuleg augnablik í gegnum ævina ;)
Annars fínt að frétta utan við skelfilegt kvef sem hrjáir mig mikið þessa dagana. Hálsbólga og hósti. Mikið hlakka ég til að fá röddina mína aftur. Og þeir sem þekkja mig vita hvernig ég verð þegar ég kvefast.... eiginlega bara alveg ónýt! En ég sé ennþá sem er góðs viti. Vonum að sjónin haldist og augun verði til friðs í þetta skiptið. Hér rignir og rignir, allt of mikið og ég bíð bara eftir að við drukknum í rigningardropum. Betra að halda sér innandyra þessa dagana, hvað þá ef maður ætlar að losna við þetta heilsuleysi fljótlega.
En jæja ég er hálfnuð með að plokka/naga naglalakkið af nöglunum svo líklega ætti ég að fríska aðeins uppá útlit handanna minna. Ég er þó afar stolt af mér að hafa ekki nagað eina einustu nögl í rúma tvo mánuði!!! Ef þetta er ekki bara allt að takast :) En eins og ég hef oft sagt þá er það fíkn að naga neglurnar og afar erfitt að hætta. Líkt og fyrir reykingarfólk að hætta sínum ósið. Ég vann baráttuna við neglurnar enn sem komið er :)
Hafið það gott út um allann heim..... Valborg Rut einstakasinnumpínuljóska.
4 Comments:
Hehe, þú ert fyndin.
By Nafnlaus, at 11:16 f.h.
Hæ Vabbý !
Já, ég segi það líka - þú ert pínu fyndin ;-) það er líka nauðsynlegt að geta gert grín að sjálfri sér.
---- en nýjustu fréttirnar af mér eru þær að nú hef ég eignast klósett með setu (og loki) sem svífur !!!!
Í dag ætluðum við í fjallið með skólann en urðum að hætta við vegna roks - vonandi verður hægari vindur á morgun.
Já, ég trúi að þú sért að verða leið á rigningunni - en þú getur hlakkað til vorsins - vorar örugglega mun fyrr hjá þér en okkur.
Heyrumst.
Helga.
By Nafnlaus, at 11:37 f.h.
Það er ekki á hverjum degi sem ég heyri að ég sé fyndin! hehe.
Til hamingju með nýja klósettið Helga :) Ég er strax farin að hlakka til að koma heim og testa nýja baðherbergið ;)
By Nafnlaus, at 12:36 e.h.
Hæ vinan :það eru nú fleiri fyndnir en þú. Hún amma þín skildi ekkert í ljóði sem oft er spilað í útvarpi og byrjar svo:Hrosshár í strengjum en heyrðist alltaf sagt Fossar í strengjum en fannst það eitthvað skrítið þangað til einhver hér heima var að raula þetta og ég heyrði þá hvernig það var rétt.Svo þetta fylgir kannski nafninu okkar.En við getum kennt söngvaranum um eða heyrnaleysi okkar.
Hafðu það gott amma.
By Nafnlaus, at 6:23 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home