Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

sunnudagur, mars 04, 2007

Það er gott að vera....

... sem gleðin býr, þar sem gerast sögur og ævintýr, það er veröldin okkar sem lafar og lokkar svo ljúf og hýr.... Lítill heimur ljúfur hýr, lítill heimur ljúfur hýr, lítill heimur ljúfur hýr, eins og ævintýr. (syngist upphátt!!)

Góðan daginn fólkið mitt :) Þá er helgin að líða og fátt eitt búið að brasa. Í gær fórum við upp á fjall. Fyrsta skipti sem ég kem þangað og alveg ótrúlega gaman að sjá þetta allt. Þetta er semst svona "hittuhverfi" sem Helena og Björn eiga (amman og afinn). Mér leið pínu eins og ég væri komin í eitthvað ævintýri. Svo endlaust norskur stíll og allt svo vinalegt eitthvað. Nokkur hús sem þau leigja út og eru svo með svona hestaferðir fyrir fólkið ;) Engir gestir þarna núna, bara þau í aðal-hittunni sinni. Hellingur af snjó þarna uppá og Björn þeittist þarna um á snjósleða. Langaði nú pínu að rifja upp snjósleðataktana og langaði eiginlega bara að senda familíuna mína heima hingað með sleðana okkar og leika mér! Mamma, þið eruð velkomin í heimsókn um páskana ef ykkur langar ;) hehe.

Strákarnir urðu eftir uppá fjalli svo hér er eitthvað afar hljótt og rólegt núna. Þeir koma svo seinni partinn í dag aftur. Það er æðislegt veður hérna. Langar nú eiginlega pínu út að leika en ákvað frekar að taka smá þrifnaðarkast á meðan ég var ein heima og fjalægja ryk úr herberginu mínu og skúra og svona. Núna er því allt fínt eins og venjulega, bara aðeins minni ryk ;) Annars hef ég það bara gott, Queen í græjunum og ég að blogga og borða nammi. Gæti nú ekki verið mikið betra ;)

Bestustu kveðjur heim á besta landið........ Valborg Rut.

Abba, við verðum pottþétt aðra gelluferð um landið þegar ég kem heim! Góðar minningar á myndunum okkar :)

10 Comments:

  • Æi, ætlaði að segja eitthvað viturlegt, en ég gleymdi hvað það var.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:27 f.h.  

  • Hei, eigum við heimboð uppi á fjöllin í Noregi ?? Gaman að því ;)
    Komun þó að síðar verði...

    Í dag er sunnudagur og ég hóf daginn á því að fara í messu á Æskulýðsdegi kirkjunnar.
    Eftir hádegið átti nú að gera eitthvað með strákunum. Við ákváðum að skella okkur í sund í nýju laugina á Hrafnagili. Þegar þangað kom ákvað Baldur að fara ekki í sund heldur bara að hvíla sig í bílnu.... ókey við hin þrjú fórum beint í pottinn en þá fékk pabbi þinn svona líka blóðnasir að hann þaut bara upp úr og við Agnar vorum þar með orðin tvo saman eftir. Vorum bara í rólegheitum að bíða eftir að pabbi kæmi aftur en hann kom bara ekki. Fín ferð samt og laugin góð. Fengum síðan ís í leirunesti á heimleiðinni.

    Lakkrísinn er kominn til Söru en ég lét það duga í bili því mér fannst hann nú nógu þungur svo að ég vildi ekki bæta neinu við.

    Þú gætir nú eldað með Agnesi litlu kjötbollurnar við tækifæri og ekki málið fyrir þig að útbúa kartöflurnar þó svo að það sé líklega viss fýlingur að borða þær með Helgu vinkonu!

    Eigðu góða viku framundan með hækkandi sól svona í mars mánuði.
    Kveðja mamma.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:45 f.h.  

  • Hehe já stundum virðast gáfulegu hlutirnir gleymast ;)

    Vona að þetta hafi verið skemmtileg messa ;) hver var með hugleiðinguna? Ótrúleg þessi fjölskylda, þið eruð stundum svo fyndin.
    Já heimboð í fjöllin í Noregi er málið, komum bara öll á næsta ári í heimsókn ;)

    Hlökkum óendalega mikið til að fá lakkrísinn og nammið að heiman, tölum um íslenskt nammi á hverjum degi! Hún kaupir líka meira í fríhöfninni svo þetta er meira en nóg, við megum nú ekki líta út eins og flóðhestar ;) Fóstu með þetta í hesthúsið eða Vestursíðuna? Hvern hittiru? Talaðiru norsku við Söru?

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:22 f.h.  

  • Sólveig Halla var fín, Abba fór með bæn og einnig einhver Erla úr æskulýðsfélaginu. Krakkakórinn var og Ellen Kristjánsdóttir söng. Bara fínt.
    Ég hitti Baldvin Ara þegar ég var að labba inn í Bónus og spurði hann hvort ég mætti koma með nammið heim til þeirra en þá sagði hann mér að enginn væri heima og ég skildi bara hringja í Sunnevu sem er stelpan sem býr hjá þeim.
    Ég gerði það svo og hún talar dálitla íslensku. Ég hitti þær svo í Vestursíðunni í dag um kl 17.
    Ekkert mál.
    Kvðja mamma og strákarnir biðja að heilsa.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:43 e.h.  

  • Vá hljómar girnilega þetta fjall. Tókstu ekki einhverjar myndir?
    Hér er lika gott veður, sól og logn en ekki snjókorn! Vona eiginlega að snjórinn komi ekki aftur, mér finnst nefnilega miklu skemmtilegra að gellast í góða veðrinu. ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:18 f.h.  

  • Blessuð,,
    það er greinilega nóg að gera hjá þér eins og vanalega, ég er ekki lengur viss um að þú viljir flytja heim til Íslands aftur, bar kemur í heimsókn (he,he) Gaman hvað allt gengur vel og best væri að senda mömmu þína og pabba með strákana bara strax til þín en ég reikna nú með að þau vilji bíða eitthvað fram á sumarið.
    Hafðu Það sem allra best í öllu íslenska namminu,
    kveðja Stebba

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:12 f.h.  

  • Við þurfum pottþétt að fara aðra svona ferð. Svo verðuru að heimsækja mig á Vestmannsvatn í sumar.

    Fjölskyldumessan var frábær svo ég segi nú ekki meira. Miskunarbænin sjaldan verið betri. Það var reyndar búið að klúðra einu sviði saman þarna fyrir framan kórinn þannig að maður sat bara flötum beinum á fremsta bekk.

    Já og það er kannski best að taka það fram að ég tók myndina sem prýðir bloggið. Hún átti að vera af fossinum en Valborg hélt eitthvað annað víst.

    Ég ætla að fá mér piparmyntu ís á eftir. Hélt þig langaði að vita það þar sem þú ert alltaf að tala um nammi, hehe.

    Heyrðu já, mig langaði bara að fylgja straumnum og skrifa langt komment.

    By Blogger Unknown, at 10:57 f.h.  

  • Abba: Þú ert náttúrlega snillingur :) úff nú langar mig samt alveg skelfilega mikið í ís. Væri meira en til í að koma í heimsókn á Vestmannsvatn, en kem víst ekki heim fyrr en í lok ágúst. En við tökum bara fermingarferðirnar að okkur ;) hehe. Þessi mynd er náttúrlega æði, verst að fossinn myndaðist aðeins betur en ég, enda er ég bara aukaatriði!

    Frábært að messan var skemmtileg, er viss um að Abba hefur náttúrlega þvílíkt staðið sig svo ekki sé nú minnst á Höllu :)

    Helga: Nei myndavélin gleymdist en fjallið var girnilegt ;) Tek myndir seinna, fer kannski þangað um helgina ;)

    Stebba: Bara svo það sé á hreinu þá kem ég alltaf aftur! Verð aldrei neitt annað en íslendingur líklega ;)

    Mamma: Frábært að nanmið komst til skila! Við bíðum spennt eftir því!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:14 e.h.  

  • Jæja þá á ég afmæli bráðum Valborg ! Þú varst að spyrja hvað væri á óskalistanum mínum. Veit það kannski ekki alveg en hér kemur eitthvað. T.d. norskan bol en ekki röndóttan...eða tölvuleik....hef bara ekki hugmynd um hvað þú getur keypt handa mér. Það eru svo stórar gjafir á listanum enda er ég jú bróðir þinn ;) Eins og snjóbretti, hjól og línuskautar....þú varst nú alltaf vön að biðja um hest og gerir það líklega ennþá ;) Ég vildi að þú gætir verið í afmælinum mínu það er svo skemmtilegt þegar þú ert með, mín stóra systir, hin besta í heimi.
    Bless og hafðu það gott.
    Þinn bróðir Agnar.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:21 e.h.  

  • Já það væri nú gaman að geta verið heima þegar litli bróðirinn verður 10 ára! Rosalega erum við eitthvað að verða stór. Jæja, ég skal reyna að kaupa eitthvað annað en röndótt í þetta skiptið ;) Líklega kemur pakkinn samt ekki fyrir afmælisdaginn þar sem við búum í sveitinni og langt allt! Get nú samt líklega ekki sent hjól, línuskauta, hest eða geit en þú færð örugglega eitthvað annað ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home