Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

fimmtudagur, mars 15, 2007

Þetta eilífa útlit

Ég var ekki langt frá því að fá ógeð af sjálfri mér í dag. Stundum getur maður bara ekki þolað hvernig maður er eða lítur út. Ekki að mér finnist ég alveg vonlaus eða lýta eitthvað skelfilega út. Nei alls ekki. En í morgun fannst mér ég líta hræðilega út. Mig langar í klippingu, litun og plokkun, flotta magavöðva, aðdáunarverða upphandleggsvöðva, heilsusamlegt mataræði, hagræða betur nokkrum fitukílóum á líkama mínum, nokkrar freknur og frískleika sem skýn í gegn og smitar út frá sér.

Ég gat þó ekki fengið neitt af þessu. En ég gat hins vegar farið í sturtu, í hrein föt, þurrkað á mér hárið, tannburstað þrisvar, skipt um hálsmen, sett á mig krem með góðri lykt, þurrkað af í herberginu mínu, litið í spegil og brosað. Þegar brosið var komið gat ég sætt mig við útkommunua. Ég hætti að pirrast eins mikið út af öllu því sem mig langaði að breyta og sætti mig við það sem ég get ekki breytt. Hitt kemur, ég er bara að bíða eftir kraftinum til þess að breyta því sem ég get breytt.

Ég hef hafist handa við að endurskipuleggja fataskápinn. Hann er samt ekki fullkláraður. En allt óþarfa drasl er horfið og allt er brotið saman flokkað eftir stærðum og gerðum. Ég flokka þó ekki nærfötin mín eftir litum eins og ég hef heyrt dæmi um. Þá fyrst væri ég orðin biluð. Verkið verður fullkomnað í kvöld. Er strax farin að hlakka til.

Veðrið er að batna. Vonandi hef ég þá löngun og nennu til að fara út á morgun. Orðið langt síðan ég fór í gönguferð síðast. Ég sem reyni að arka smá sem flesta daga vikunnar. Kvefið heldur áfram en er þó aðeins að skána. Hálsbólgan er farin en kvefhljóðið heyrist þó glögglega ennþá. Það fylgir þessu hausverkur. Ég hata hausverk rétt eins og önnur veikindi. Hóstinn er ekki jafn óheillandi ennþá og bráðum vonast ég til þess að geta losnað við þetta allt. Ánægðust væri ég þó að losna við ónýta magann minn sem finnst afar skemmtilegt að pína mig smá á hverjum degi nú orðið. Ég vil fúslega skipta um maga, samt bara innihaldið. Ég get orðið ánægð með útlitið.

Guð - gef mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og vit til að greina þar á milli.

Ekki gleyma að brosa, það skiptir svo miklu máli.

Bestu kveðjur, Valborg Rut.

4 Comments:

  • Nærföt flokkuð eftir lit...það er nú aldeilis skipulögð manneskja sem gerir það...mínar bleiku verða að sætta sig að vera hjá fjólubláu. ;)
    Æðruleysisbænin er góð, gott að fara með hana til að minna sig á að maður getur ekki breytt öllu, stundum verður maður að sætta sig við hlutina. :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:51 e.h.  

  • Einmitt örugglega skipulögð manneskja, og meira að segja ofurskipulögð og ég kemst ekki með tærnar þar sem hún hefur hælana, hehe.
    Bænin stendur fyrir sínu ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:02 e.h.  

  • Þegar ég las bloggið þitt datt mér í hug partur úr skátalagi eftir Tryggva þorsteins :
    "Brosum þá ,
    betra skraut enginn á
    en bros á brá.
    bægir þunglyndi frá bros á brá
    boðar gleði og yl brosum þá,
    brosum þá birtir til.
    þetta kanski eitthvað ruglað hjá mér.Ég skal kenna þér þetta allt seinna. Afi biður að heilsa.
    Góða nótt vinan amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:22 e.h.  

  • Takk amma ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home