Froskasaga
Hópur froska lagði af stað í geysimikið kapphlaup. Kapphlaupið tók á líkamlega og andlega. Áhorfendur höfðu litla trú á froskunum og tóku að æpa "þið náið þessu aldrei" og "þið verðið dauðir áður en þið náið í mark". Einn af öðrum gáfust froskarnir upp og hættu við kapphlaupið þangað til aðeins einn froskur var eftir. Hann kom loks í mark móður og másandi, enda var þetta erfitt hlaup. Furðu lostnir áhorfendurnir kölluðu á sigurvegarann og spurðu hvernig hann hefði farið að þessu. Þegar þeir fengu ekkert svar varð þeim ljóst að froskurinn var heyrnarlaus. Þessi froskur komst einn í mark vegna þess að hann heyrði ekki neikvæðnina og svartsýnina sem að honum var fleygt.
"Að vera sterk er ekki það að detta aldrei, ekki það að vita alltaf og geta alltaf.
Það að vera sterk er það að geta hlegið, hoppað hæst eða sýnt mest æðruleysi eða mestan viljastyrk. Að vera strerk er að sjá lífið eins og það er, að viðurkenna kraft þess og nýta hann. Að vera sterk er að detta, meiða sig, en rísa upp aftur. Að voga og vona, jafnvel þegar trúin er sem veikust. Að vera sterk er að sjá ljós í myrkrinu og berjast alltaf fyrir því að ná þangað." (orð í gleði)
Farið vel með ykkur í einu og öllu, knús og kossar frá Vågstranda :)
5 Comments:
Það er nú meira hvað þú lætur skynsamleg skrif frá þér fara. Haltu áfram að vera jákvæð :)
By Nafnlaus, at 2:40 e.h.
blessuð,,,
Þetta er sko alveg rétt hjá þér.
Stundum er erfitt að gefast ekki bara upp en þegar maður fær hvatningu þá er allt svo miklu auðveldara. Verum dugleg að hvetja hvirt annað og hæla hvort öðru fyrir unnin verk þá er líka miklu skemmtilegra að gera hlutina og bara að lifa.
Íframhaldi af þessari umræðu, þá er að sjálfsögðu allt gott að frétta af okkur og næturvaktin bara ótrúlega létt- ennþá.
Góða nótt
Stebba
By Nafnlaus, at 6:18 e.h.
Hæ Vabbý !
Allt gott að frétta af mér og baðinu. Allt mjakast áfram í rétta átt. Skemmtilegt að lesa um hyttu-ferðina á fjallið. Þetta er almennilegt, þarna í Noregi.
Góða skemmtun áfram. ´
--- Ég geymi söguna um froskana --- aldrei að vita nema ég geti notað hana einhvern tíma í gáfulegri ræðu eða eitthvað.
Nú er sólin farin að glenna sig hérna úti.
Bless.
Helga.
By Nafnlaus, at 2:14 f.h.
TAKK FYRIR KNÚS OG KOSSA FRÁ VÅGSTRANDA.bLOGGIÐ HRÝFUR ÝMSA.HELGA ER BÚIN AÐ KOMA HÉR TVISVAR OG ER ALLTAF AÐ SYNGJA "ÞAÐ ER GOTT AÐ VERA SEM GLEÐIN BÝR" ENDA SKEMMTILEGT LAG OG LJÓÐ.NÚ ERU MAMMA ÞÍN STEBBA OG AFI AÐ BERA ÚT SJÓNVARPSSKRÁNA Í ÞESSU FÍNA VEÐRI SÓL OG BLÍÐU OG 8°HITA. HAFÐU ÞAÐ SEM BEST ,KNÚS FRÁ ÖMMU
By Nafnlaus, at 6:07 f.h.
Hæ, góð saga. Og mér finnst sætt að þú hafir sett hitt. :)
By Nafnlaus, at 4:53 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home