Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

föstudagur, mars 23, 2007

Góður dagur


Tunglið er svo bjart og virðist svo brosandi í kvöld. Stjörnurnar eru líkt og demantar þar sem þær lýsa upp himinhvolfið. Græn norðurljósin fullkomna svo tilveruna á svartir nóttinni. Já það er fallegt hérna í kvöld til að fullkomna verðrið sem við fengum í dag. Mér leið í smá stund eins og ég væri virkilega heima á Akureyri. Líklega gerðu norðurljósin það að verkum. En ég er víst mitt á milli hárra fjalla, þúsund trjáa og stóra hafsins hér í fjarskanum í Noregi. Góður staður rétt eins og bærinn minn heima. Sveitalífið var þvílíkt að gera sig í dag þegar við skvísurnar örkuðum alla leið til Vågstranda í góða veðrinu. Ég einfaldlega tímdi ekki að snúa við. Það var bara of yndislegt að ganga þarna aleinn, anda að sér hreinu sveitaloftinu, heyra fuglasöng á góðum vordegi og sjá nokkrar hræður undirbúa vorverkin. Er ég lúmskt mikil sveitastelpa í mér?


Þarna stóð hún og söng. Kona á miðjum aldri íklædd þjóðlegum fötum. Tónarnir fylltu kirkjuna af einhverju góðu. Svo bjartir og hreinir. Ég sat bara og fylgdist með. Það var gaman að horfa á þessa einföldu veru sem ljómaði af gleði, gaf manni hvert orð og hverja nótu. Norskir sálmar sem mér fannst flest allir ágætis lög. Kvöldið gekk vel, og okkar stutti partur af söngvakvöldinu gekk vel. Mér fannst gott að heyra orgeltónlist aftur. Það er eitthvað svo viðkunnarlegt og eitthvað sem maður þekkir svo vel að syngja með. Mig langaði að leggjast á gólfið, loka augunum og leyfa tónlistinni að sigra allt. En skerandi birta loftljósa var ekki að gera sig á kvöldi sem þessu. Hefur fólk ekki lært að lýsing skiptir miklu máli? Ég hefði allavega látið kertaljósin duga.


Annars ligg ég uppí rúmi, í bestu uppáhalds náttfötunum mínum, með tvær sængur, dauðþreytt og löngunin til þess að slökkva ljósið, loka augunum og láta sig svífa inn í heim drauma og hvíldar vex við hvert skrifað orð.


Þykir vænt um ykkur öll.


Valborg Rut.

3 Comments:

  • Hæ !
    Þvílíkt rómantísk skrif - og flott mynd af norðurljósunum. Já, nu fer vorið örugglega að koma hjá ykkur með fuglasöng - hann er nú ekki heyranlegur hér ennþá.
    - Heyrðu - fattaðir þú hver hinn leyndi commentari "jóhann reyðfjörð" er ???? Hann er mjög sár yfir því að þú skyldir ekkert svara þessum skrifum hans !! - Áttu kannski svona marga leynda aðdáendur að þú kemst ekki yfir að svara öllum. Að minnsta kosti kannast ég ekki við alla sem eru að skrifa á þessari síðu !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
    Jæja, nú er best að drífa sig í Bónus -skv. venju á laugardegi. Við þurfum ekki að skoða klósett í dag þar sem það er nú búið að hengja það upp ---- og seturnar svífa fallega og hljóðlaust niður þegar ýtt er við þeim ;-)
    Vona að þið gerið eitthvað skemmtilegt um helgina - borðið súkkulaði og strjúkið hestum.
    Bles..
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:19 f.h.  

  • Hehe rómantísk skrif, það væri nú eitthvað nýtt, þetta átti bara að vera pínu öðruvísi ;)

    Ja aðdáundurnir eru margir enda ég náttúrlega úrvalsbloggari sérðu til. Hehe ;)En Jóhann reyðfjörð myndi ég fyrst giska á Jóhann Gunnar Möller en var þó ekki alveg viss. Sá hinn sami verður bara að kommenta aftur svo ég geti svarað þessu! En var þetta ekki eitthvað um skóbúð???

    Ég tek það þó fram að myndir er stolin af almennri netsíðu ef svo má segja ;)

    Mikið er ég heppin að þurfa ekki að fara í Bónus. Það er þó saga til næsta bæjar þegar þú ert farin að versla þar! hehehe.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:30 f.h.  

  • Hæ aftur !
    Jú, svei mér þá - mér líkar bara vel við þá Bónus-feðga og versla samviskusamlega við þá á laugardagsmorgnun ( aðallega kjúklingabringur ). Áðan fórum við í Blómaval og keyptum litlar páskaliljur í potti á 10 kr. stykkið - það stóð að hver mætti kaupa tvær en svo var það ekkert í gildi svo við sóttum fleiri og keyptum sjö - til dreifingar.
    Í morgun fórum við líka í Bakgarðinn og þar keypti ég handmáluð páskaegg - bæði frá Slóveníu og Austurríki - mjög falleg ;-)
    Nú fer ég að herða upp hugann og mun ljúka tveimur verkum sem ég hef hugsað um alla vikuna en ekki framkvæmt:
    a) þvo bílinn
    b) henda dagblöðum.
    --------- þetta verða líklega afrek dagsins.
    Blæ !
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:49 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home