Óheillandi?
Hér ligg ég uppí rúmi að frjósa úr kulda. Enginn eldur vildi koma í ofninn minn og ég hafði ekki lengri þolinmæði í þetta. Hvernig getur verið svona kalt þegar sólin skýn og út um gluggann sést svona gríðarlega fallegt veður? Líklega er þetta svokallað gluggaveður í dag. Þó það sé nú mjög hlítt þá er ég bara í einhverju kuldastuði núna. Svo nú mun ég skrifa mér til hita. Pikka hratt og mikið og læt umræðuefnið vera mat og dýr.
Ég ætla mér ekki að fá mér brauð með mæjónesi. Ég hélt að þetta væri eitthvað djók fyrst þegar ég kom og ég sá fólk hrúa mæjónesi á brauðið sitt. Spægipylsa og mæjónes..... já nei takk.
Ég borðaði hestakjöt um daginn. Þetta var ekki eins og reykta folaldakjötið sem ég ældi öllu upp samstundis við matarborðið heima hér í den. Nei ekkert í líkingu við það. Úff, sem betur fer. Ég man þó ekki betur en að mér hafi þótt það mjög gott, en hef þó ekki bragðað það í mörg ár sökum þess að nú gengur það undir nafninu gubbukjöt. Ji, girnilegt!! hehe. Það sem vakti hins vegar athygli mína var að hestafólk borðaði hestinn sinn. Verð nú samt að viðurkenna að ég gæti aldrei borðað eitthvað dýr sem ég vissi hvernig leit út áður og þekkti "fjölskyldu" þess. En jú jú, líklega geta bændur ekki bara hætt að borða kjöt, nei af af frá. Þetta er víst gangur lífsins.... hehehe ;)
Það voru rækjur í matinn um daginn. Svona heil dýr í skál, með haus og hala, augu og allt! Ja ég hafði nú aldrei séð svona dýr, hvað þá í fullum skrúða á matarborðinu. Mér fannst þetta nú alls ekki mjög girnilegt en ákvað nú samt að tékka á þessu. Maður þurfti sem sagt að taka kjötið/fiskinn út úr sjálfur. Mörgum sinnum því margar pínulitlar rækjur þarf á eina brauðsneið. Og svo byrjaði ég, ákvað að harka af mér. Tók rækjuna í hendurnar, hélt í hausinn og tók hann af. Ég fékk alveg klíu. Henti þessu frá mér og hrollur fór um mig. Hinir hlóu bara, enda var þetta kannski svolítið fyndið. Hehe. Ég gafst þó ekki upp og hélt áfram, tók halann af, svo hitt alveg þangað til ég náði matnum útúr. Þá leit þetta loksins þokkalega út. Ég lagði þó ekki í að taka hausinn af fleirum eða halda þessum dýrum í höndum mér. Ég tekst á við klíufóbíuna næst. Þetta bragðaðist þó betur en ég þorði að vona þegar þetta var komið á brauð með salati, örlitlum mæjónesi og sítrónusafi yfir. Jú forvitnileg máltíð. Eitthvað sem ég hafði aldrei séð. Verð að festa þetta á mynd við tækifæri.
Mér finnst líka erfitt að taka kjótið af kjúkling. Ekkert mál að skera smá af þessu og svona en þegar ég þarf svo að hreinsa beinagrindina..... ja þá verður þetta töluvert erfiðara. Sé alveg dýrið fyrir mér og á mjög erfitt með að meðhöndla uppistöðu líkama þess.
Ég borða heldur ekki fisk sem bræður mínir veiða niðrá bryggju eða pabbi veiðir í merkri á. Jú kannski ef það er grafinn lax eða eitthvað. En soðið, steikt, heilt dæmi heima á eldhúsbekknum... Nei takk.
Ég gleymi því ekki þegar pabbi fékk svartfuglsæðið. Ekki það að honum þætti þetta svona gott á bragðið, heldur var aðal skemmtunin falin í því að skjóta þetta á bát og sigla svo og tína upp dýrin. Koma svo heim með svartann ruslapoka fullann af fuglum dótturinni til mikillar skelfingar. Og til að kóróna allt var mér tillkynnt að tyggja varlega því það gætu verið höggl í þessu. Ji enn girnilegt. Þá gafst ég endanlega upp að pína í mig þennan viðbjóðslega mat sem mamma lagði sig þó mikið fram við að elda.
Ég er mjög fegin að það eru ekki borðaðar rjúpur á heimilinu mínu á jólunum. Eitthvað sem ég hefði kannski horft á hangandi útá svölum í marga daga fyrir jólin. Finnst reyndar ekkert verra en dauðir fulgar, hvað þá hangandi við híbýli fólks. Ég lít þá skelfd í aðra átt og reyni eftir bestu getu að gleyma þessari sjón. Langar samt alveg að smakka þetta en þá má ég ekki hafa séð þetta ómatreitt.
Ég man þegar ég fór í heimsókn með matvælabrautinni á Norðlenska. Sá svínin nýdauð alheil veltast um í græjunni til að taka hárin af. Og líka þegar þau voru skorin í parta. Og alveg þangað til það var búið að gera úr þessu álegg og kjöt sem ég borða með bestu list flesta daga ársins. Ég gat ekki borðað kjöt í tvær vikur á eftir. Ég var alveg ónýt. Fór illa með mig að sjá þetta.
Já já ég er náttúrlega stórskrítin. En svona er þetta nú bara. Ég borða nú samt flest allt kjöt og gæti aldrei orðið grænmetisæta. Nei ji minn einasti, grænmeti í öll mál væri alveg skelfilegt!! En núna eruði að minnsta kosti margs vísari um mig og mat sem einu sinni var fagurt dýr.
Valborg Rut meðpínumatardýrafóbíu
Ég ætla mér ekki að fá mér brauð með mæjónesi. Ég hélt að þetta væri eitthvað djók fyrst þegar ég kom og ég sá fólk hrúa mæjónesi á brauðið sitt. Spægipylsa og mæjónes..... já nei takk.
Ég borðaði hestakjöt um daginn. Þetta var ekki eins og reykta folaldakjötið sem ég ældi öllu upp samstundis við matarborðið heima hér í den. Nei ekkert í líkingu við það. Úff, sem betur fer. Ég man þó ekki betur en að mér hafi þótt það mjög gott, en hef þó ekki bragðað það í mörg ár sökum þess að nú gengur það undir nafninu gubbukjöt. Ji, girnilegt!! hehe. Það sem vakti hins vegar athygli mína var að hestafólk borðaði hestinn sinn. Verð nú samt að viðurkenna að ég gæti aldrei borðað eitthvað dýr sem ég vissi hvernig leit út áður og þekkti "fjölskyldu" þess. En jú jú, líklega geta bændur ekki bara hætt að borða kjöt, nei af af frá. Þetta er víst gangur lífsins.... hehehe ;)
Það voru rækjur í matinn um daginn. Svona heil dýr í skál, með haus og hala, augu og allt! Ja ég hafði nú aldrei séð svona dýr, hvað þá í fullum skrúða á matarborðinu. Mér fannst þetta nú alls ekki mjög girnilegt en ákvað nú samt að tékka á þessu. Maður þurfti sem sagt að taka kjötið/fiskinn út úr sjálfur. Mörgum sinnum því margar pínulitlar rækjur þarf á eina brauðsneið. Og svo byrjaði ég, ákvað að harka af mér. Tók rækjuna í hendurnar, hélt í hausinn og tók hann af. Ég fékk alveg klíu. Henti þessu frá mér og hrollur fór um mig. Hinir hlóu bara, enda var þetta kannski svolítið fyndið. Hehe. Ég gafst þó ekki upp og hélt áfram, tók halann af, svo hitt alveg þangað til ég náði matnum útúr. Þá leit þetta loksins þokkalega út. Ég lagði þó ekki í að taka hausinn af fleirum eða halda þessum dýrum í höndum mér. Ég tekst á við klíufóbíuna næst. Þetta bragðaðist þó betur en ég þorði að vona þegar þetta var komið á brauð með salati, örlitlum mæjónesi og sítrónusafi yfir. Jú forvitnileg máltíð. Eitthvað sem ég hafði aldrei séð. Verð að festa þetta á mynd við tækifæri.
Mér finnst líka erfitt að taka kjótið af kjúkling. Ekkert mál að skera smá af þessu og svona en þegar ég þarf svo að hreinsa beinagrindina..... ja þá verður þetta töluvert erfiðara. Sé alveg dýrið fyrir mér og á mjög erfitt með að meðhöndla uppistöðu líkama þess.
Ég borða heldur ekki fisk sem bræður mínir veiða niðrá bryggju eða pabbi veiðir í merkri á. Jú kannski ef það er grafinn lax eða eitthvað. En soðið, steikt, heilt dæmi heima á eldhúsbekknum... Nei takk.
Ég gleymi því ekki þegar pabbi fékk svartfuglsæðið. Ekki það að honum þætti þetta svona gott á bragðið, heldur var aðal skemmtunin falin í því að skjóta þetta á bát og sigla svo og tína upp dýrin. Koma svo heim með svartann ruslapoka fullann af fuglum dótturinni til mikillar skelfingar. Og til að kóróna allt var mér tillkynnt að tyggja varlega því það gætu verið höggl í þessu. Ji enn girnilegt. Þá gafst ég endanlega upp að pína í mig þennan viðbjóðslega mat sem mamma lagði sig þó mikið fram við að elda.
Ég er mjög fegin að það eru ekki borðaðar rjúpur á heimilinu mínu á jólunum. Eitthvað sem ég hefði kannski horft á hangandi útá svölum í marga daga fyrir jólin. Finnst reyndar ekkert verra en dauðir fulgar, hvað þá hangandi við híbýli fólks. Ég lít þá skelfd í aðra átt og reyni eftir bestu getu að gleyma þessari sjón. Langar samt alveg að smakka þetta en þá má ég ekki hafa séð þetta ómatreitt.
Ég man þegar ég fór í heimsókn með matvælabrautinni á Norðlenska. Sá svínin nýdauð alheil veltast um í græjunni til að taka hárin af. Og líka þegar þau voru skorin í parta. Og alveg þangað til það var búið að gera úr þessu álegg og kjöt sem ég borða með bestu list flesta daga ársins. Ég gat ekki borðað kjöt í tvær vikur á eftir. Ég var alveg ónýt. Fór illa með mig að sjá þetta.
Já já ég er náttúrlega stórskrítin. En svona er þetta nú bara. Ég borða nú samt flest allt kjöt og gæti aldrei orðið grænmetisæta. Nei ji minn einasti, grænmeti í öll mál væri alveg skelfilegt!! En núna eruði að minnsta kosti margs vísari um mig og mat sem einu sinni var fagurt dýr.
Valborg Rut meðpínumatardýrafóbíu
4 Comments:
Hehe, þér hefur greinilega verið mjög kalt. Ég held þú hafir ekki skrifað svona langan pistil í dálítinn tíma. Skemmtilegt umræðuefni líka. Ég pæli eiginlega aldrei í því að kjötið sem ég borði hafi einhvern tíman verið lifandi dýr. Svona er bara lífsins gangur. Maður leikur við lömbin á vorin og étur þau svo á haustin.
By Nafnlaus, at 12:19 e.h.
Hehe já ég fann alltaf meira og meira til að skrifa og svo bara varð þetta óvart svona langt ;)
Mikið rétt, óheilandi tilhugsun að borða svona sæt lömb. Verst að þau eru svo ljómandi góð á bragðið!
By Nafnlaus, at 12:46 f.h.
hehe, frábært blogg !!´
Sé þig alveg fyrir mér með þessar rækjur í hendi þér.......
En gubbukjötið er nú samt bara ágætt ....þá sjaldan sem það er hér í matinn !
En þú gleymdir því þegar pabbi þinn kom heim með gæs sem hann veiddi og þá líka í svötum ruslapoka....verst var að hún var með haus og öllu og ég rak hann burt með þennan fugl úr húsinu....Ég líklega ekkert nema vanþakklætið þegar pabbi var að bera björg í bú...enda var þetta bæði hans fyrsta og síðasta gæs....
By Nafnlaus, at 5:52 f.h.
Hehehe. Ég held að ég hafi verið svo lítil þegar þetta með gæsina var að ég man ekki eftir þessu. Datt þetta reyndar í hug því ég hafði heyrt þetta en man samt ekki eftir þessu.
By Nafnlaus, at 1:44 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home