Jafnrétti?
Um daginn vakti athygli mína norskur spjallþáttur í sjónvarpinu. Ég hlustaði þó ekki til enda eða með miklum áhuga þar sem skilningur minn á málinu er ekki upp á tíu. En ég vissi þó að þarna voru prestar, biskup og samkenhneigður maður. Umræðuefnið var hvort ætti að leyfa samkynhneigðum að starfa sem prestar og gifta sig í kirkju. Bíddu vó. Hvar er eiginlega jafnréttið? Mega samkynhneigðir ekki starfa við það sama og aðrir? Ég viðurkenni að ég hafði ekki einu sinni leitt hugann að þessu. Líklega því mér fyndist bara ekkert athugavert við það þó svo ég vissi að samkynhneigðu fólki innan kirkjunnar minnar. Þetta er fólk. Fólk sem á að hafa sömu réttindi í samfélaginu og allir aðrir. Er haldið að samkynhneigður prestur komi röngum skílaboðum til fólks? Eða er hann ekki jafn góð fyrirmynd og aðrir prestar? Ég verð að viðurkenna að orðin um að allir séu jafnir frami fyrir Guði kemur sterkt upp í huganum við þetta. Ég skil hins vegar alveg að það sé pínu mál þetta með giftingu samkynhneigðra. Sem mér finnst þó eiga fullan rétt á sér. En að banna fólki sem heillast frekar af persónum af sama kyni en gagnstæðu að starfa við ákvaðna hluti finnst mér glatað. Ég vona að þessir hlutir fái samþykki. Að samkynhneigt fólk megi gifta sig í kirkju, hafi sömu atvinnumöguleika og aðrir, megi ættlæða börn rétt eins og annað fólk og hljóti allann þann rétt sem gagnkynhneigðir hafa í samfélaginu.
Þegar streymir frá þér kærleikur og skilningur, færðu það margfalt til baka. Þegar streymir frá þér gagnrýni og neikvæðni, mun það einnig koma margfalt til baka.
Það sem er djúpt innra með þér, mun speglast út á við í lífi þínu.
Kveðja, Valborg í fjarskanum.
3 Comments:
Sæl Valborg Rut ég er sammála þér um þessi mál ekki síst undirskriftina sem hefur verið að mestu mitt mottó eins og "það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skulið þér og þeim gjöra.
Hér er enginn klaki lengur.
Kær kveðja líka frá afa
amma
By Nafnlaus, at 11:26 f.h.
hæhæ! er mjööög sammála þér! afhverju ættu samkynhneigðir ekki að hafa sama rétt og aðrir? ég skil ekki hvað ætti að banna þeim að giftast... það gæti verið smá vandamál fyrir börnin sem þeir/þær ættleiða vegna þess að það vantar föður eða móðurímynd... en í framtíðinni held ég að þetta verði algengara og fólk á eftir að skilja þetta betur. en þetta með starfsréttinn finnst mér alveg útí hött, finnst að allir eigi að vera jafnir í sambandi við þetta og samkynhneigðir eru ekkert verri manneskjur en hverjir aðrir...:)
By Nafnlaus, at 6:37 f.h.
Nákvæmlega! Rosalega er ég heppin að þekkja fólk sem styður þetta :)
By Nafnlaus, at 7:43 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home