Kraftur hollusta?
Hér kemur störnuspáin mín fyrir árið.....
Þú ert yfirfull/ur af lífsorku árið 2007. Þú dreifir kröftum þínum og stundum þverr þig máttur svo að þú heldur þér oftar en ekki gangandi á taugunum einum. En með aðstoð hugleiðslu eða slökunar og heilsusamlegs mataræðis getur þú gert kraftaverk með þinni óhemjulegu orku árið framundan.
Þetta á að einkenna mig....
Og þetta á ég að betrumbæta....
Ég gerði merkilegan útreikning í dag. Komst að því að ég hef lesið nákvæmlega 1.288 blaðsíður síðan ég kom hingað. Já ég verð að segja að ég er afar stolt af mér með þetta afrek á minna en tveimur mánuðum. En vá hvað tíminn líður hratt. Kominn mars áður en ég veit af! Búið að líða alveg ótrúlega hratt svo það lítur allt út fyrir að mér líki bara afskaplega vel hérna ;)
Gerði líka mjög vísindalega tilraun. Ætlaði að telja hvað ég þvæ mér oft um hendurnar á dag en þegar klukkan var hálf tíu var ég búin að þvo mér sjö sinnum, á einum og hálfum tíma. Hehe það er örugglega svolítið oft en svona er þetta allan daginn. Ég komst því ekki lengra í talningunni því ég gafst upp en er staðráðin í að komast að niðurstöðu eftir einhvern daginn. Úff klikkað áhugamál.
Jæja, bestustu kveðjur frá Noregi, Valborg
Þú ert yfirfull/ur af lífsorku árið 2007. Þú dreifir kröftum þínum og stundum þverr þig máttur svo að þú heldur þér oftar en ekki gangandi á taugunum einum. En með aðstoð hugleiðslu eða slökunar og heilsusamlegs mataræðis getur þú gert kraftaverk með þinni óhemjulegu orku árið framundan.
Þetta á að einkenna mig....
- Sjálfsfórn einkennir þig
- Lífsorka þín er mjög öflug
- Heilsa þín og líferni hefur áhrif
- Hjarta þitt galopnast
- Gagnrýnir nánast allt
Og þetta á ég að betrumbæta....
- Viðurkenndu réttmæti tilfinninga þinna
- Hugaðu betur að forgangsverkefnum þínum
- Slakaðu á í meira mæli
- Hugaðu betur að lífsstíl þínum
Jæja, kannski ég verði að liggja oftar uppí sófa, hehe ekki eins og ég geri það ekki nóg og oft! Hugsa betur um lífsstílinn, jú kannski það, komast að því hvernig hann í rauninni er væri ágæt byrjun, viðurkenna réttmæti tilfinninga, á ekki orð fyrir komment á þetta, forgangsraða, ja það er spurning, hvað á ég að setja fyrst?
Fékk skyndilega löngun í að komast í gott form fyrir sumarið, hehe. Ég var ekki fyrr búin að renna þessu í gegnum hugann fyrr en ég ákvað að leggja dauminn niður. Ég verð líklega bara í engu formi aðeins lengur og veit alveg að ég myndi örugglega aldrei koma mér af stað út að hlaupa hérna. Gleymi nú ekki hvað ég ætlaði að vera aktív í Lemvig en fór svo tvisvar eða þrisvar hlaupandi um allt og dó næstum þegar ég kom heim, hehe. En ég er nú voða dugleg í góðu veðri að æða um sveitina með barnavagninn svo ég dey allavega pottþétt ekki úr leti :) Enda frekar aktív típa hér á ferð sem finnst skemmtilegra að hafa eitthvað að gera ;)Ég gerði merkilegan útreikning í dag. Komst að því að ég hef lesið nákvæmlega 1.288 blaðsíður síðan ég kom hingað. Já ég verð að segja að ég er afar stolt af mér með þetta afrek á minna en tveimur mánuðum. En vá hvað tíminn líður hratt. Kominn mars áður en ég veit af! Búið að líða alveg ótrúlega hratt svo það lítur allt út fyrir að mér líki bara afskaplega vel hérna ;)
Gerði líka mjög vísindalega tilraun. Ætlaði að telja hvað ég þvæ mér oft um hendurnar á dag en þegar klukkan var hálf tíu var ég búin að þvo mér sjö sinnum, á einum og hálfum tíma. Hehe það er örugglega svolítið oft en svona er þetta allan daginn. Ég komst því ekki lengra í talningunni því ég gafst upp en er staðráðin í að komast að niðurstöðu eftir einhvern daginn. Úff klikkað áhugamál.
Jæja, bestustu kveðjur frá Noregi, Valborg
2 Comments:
Hæ!
Þetta er nú ágæt stjörnuspá. Hvar fékkstu hana - er hún ekki örugglega þýdd úr norsku ??
Það er líka mjög varasamt að þvo sér oft um hendurnar. Þú verður eins og gömul, skorpin kringla og öll húðfitan (sem heldur hödnunum sléttum og fínum) hverfur á braut.
Voandi áttu mikið af handáburði til að vega upp á móti öllum þvottinum.
Í dag höldum við áfram að nudda aðeins í baðinu. - Hér muggar eins og vanalega og allt er grátt yfir að líta.
Svo er grautur hjá ömmu í hádeginu. - Og aldraðir foreldrar þínir ætla nú að fara að fjárfesta í einu heimilistækinu í viðbót - handa börnunum - þ.e.a.s. tölvu druslu. Það verður þá allavega hljótt og friður á meðan allir glapa á skjáinn.
Bless Helga.
PS nú kemur STebba og heimtar að fá að sjá myndirnar á forsíðunni - því þær birtast nefnilega ekki á tölvunni hjá okkur (þ.e. mér og Stebbu - bara góðu tölvunni hennar ömmu. )
Bæ.
By Nafnlaus, at 2:59 f.h.
Hehe já það verður ekki langt þangað til ég fæ svona gömlukonu hendur með þessu áframhaldi. En ekki get ég dreyft bakkteríum út um allt eða verið skítug ;) Ég snerti borðtusku og þvær mér um hendurnar, skipti um bleyju og þvæ mér aftur, opna ruslið og þvæ mér einu sinni enn.... hehe ;)
Frábært að baðherbergið silast áfram, verst að mig langar alveg hræðilega mikið líka í graut hjá ömmu!!
Hvers vegna ætli Stebba sjái ekki myndirnar? Hún sem á þessa fínu tölvumaskínu heima hjá sér. En jæja, gamla talvan hjá ömmu virkar greinilega best!!
By Nafnlaus, at 3:15 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home