Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

miðvikudagur, mars 28, 2007

Litadýrð

Skvísurnar í sveitinni skelltu sér í pæjuferð til Molde í dag. Eins og annað kvennfólk á það til að gera, ja og líka karlmenn dag og dag æddum við búð úr búð í leit að hinu og þessu. Mér tókst allavega að fjárfesta í íþróttaskóm og get þar með lagt kuldaskónum í bili. Einnig fann ég líka langþráð vax til að fjarlægja ósmart hár af fótunum. Ég var virkilega farin að halda að svona dóterí væri bara alls ekki hægt að kaupa í Noregi. En núna get ég haldið píningunum áfram. Já, hvað gerir maður ekki fyrir útlitið? Það myndi nú auðvelda töluvert ef það þætti bara fínt að vera með hár út um allt. Ég meina, erum við ekki komin af öpum? En vissulega legg ég þetta fúslega á mig, mín vegna og annarra. Hér er alltaf þessi svaka blíða og komið sumar í augum íslendings frá Akureyri. Í gær fékk allavega flíspeysan hvíld og sumarfötin fengu að njóta sín. En ég tek það nú fram að ég er bara Íslendingur. Norðmenn eru enn klæddir í flíspeysu og húfu. Mig langar í hvítar buxur og pæjuskó. Það er bara ekki alveg að gera sig í sveitinni. Enda get ég ekki keypt annað en íþróttabuxur núna eins skelfileg og buxnatískan heldur áfram að vera. Ég sem hélt að þetta niðurþrönga dæmi myndi láta sig hverfa. En ónei mér virðist ekki verða við ósk minni. Ég læt það því kyrrt liggja að kaupa mér buxur og enda örugglega uppi með þúsund pils eftir sumarið.


Þótt ég talaði tungu manna’ og engla
En hefði ekki kærleika
Væri ég sem hljómandi málmur
Eða hvellandi bjalla.


Þótt ég hefði spádómsgáfur,
Vissi alla leyndardóma
Og ætti alla þekking
En hefði’ ég ekki kærleika
Þá væri ég ekki neitt.


Kærleikurinn er langlyndur.
Hann er góðviljaður, öfundar ekki,
Breiðir yfir allt, trúir öllu,
Vonar og umber allt.

Munið eftir kærleikanum..... Hann skiptir svo miklu máli ;) Það jákvæða og góða í fari hvers manns er það sem við eigum að taka eftir og finna. Allir eru mikilvægir. Jafn mikilvægir til þess að skapa samfélag og gera heiminn af því sem hann er. Ef þú værir ekki hérna, þá væri enginn eins og þú. Ekki gleyma því að við erum jú sérstakar uppskriftir hvert og eitt. Við erum ekki fjölfölduð eintök eða öll eins eins og baunir í niðursuðudós virðast vera.

Endalaus væntumþykja og bestu kveðjur.... Valborg Rut

2 Comments:

  • Oh, ég þoli ekki þessa útlitsdýrkun. Finnst fátt leiðinlegra en að raka á mér lappirnar og plokka augabrúnirnar.

    Ji, minn. Finn sérstaklega fyrir þessu vegna þess að ég er í sundi í skólanum. Þoli ekki þessa pressu.

    Pirrpirr...

    En gaman að vorið sé komið. Get ekki beðið eftir að það hlýni hérna heima. GET EKKI BEÐIÐ.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:40 e.h.  

  • Nákvæmlega Abba, mikið sammála þessu!

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:21 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home