Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, mars 17, 2007

Litla lirfan ljóta


Fyrir nokkurum árum þegar ég horfði fyrst á teiknimyndina Kata, litla lirfan ljóta fannst mér það frekar leiðinleg mynd. En maður á það til að skipta um skoðun. Núna finnst mér þessi mynd miklu betri en mér fannst hún áður. Kannski vegna þess að núna sé ég allt innihaldið. Ólíkt mörgum teiknimyndum þá hefur þessi innihald. Ég sá það ekki fyrst, en ég sé það núna. Innihald sem tengis einmitt einu af áhugamálum mínum. Útliti. Þessi mynd sýnir svolítið vel að það er ekki útlitið sem skiptir máli.
Þarna kemur rosalega falleg maríubjalla. Ánægð með sjálfan sig og gagnrýnin á aðra. Tilkynnir litlu lirfunni að hún sé með því ljótasta í öllum garðinum. Og af því að hún sé bæði feit og ljót og hafi ekki vængi ráði hún engu. Bjallan var ókurteis og leiðinleg. Talaði niður til Kötu og setti mikið út á hana. Litlu lirfunni þykir þetta mjög leiðinlegt, því hún gat víst ekki ráðið útliti sínu. Seinna þegar Kata verður orðin af fallegu fiðrildi kemur bjallan aftur. Þá kemur hún og lýsir hrinfingu sinni og að hún sé örugglega það lang fallegasta í öllum garðinum. Bjallan er kurteis og góð og veit jú ekki að þetta er bara litla ljóta lirfan. En Kata bara brosir og skilur lítið um hvaða fegurð er verið að tala. Hún sem var alltaf svo feit og ljót. En svo sér hún að nú er hún fallegt fiðrildi. Og þess vegna hefur Bjallan allt í einu tekið hana í sátt. Vill allt fyrir hana gera, kemur vel fram og er kurteis og hlýleg.

Þetta sýnir að við eigum ekki að dæma eftir útliti. Lirfan og fiðrildið voru allan tíman sama persónan. Sama innihaldið og sami persónuleiki. Bjallan hins vegar dæmdi Kötu eftir útlitinu. Á meðan henni fannst hún ekki falleg átti að vera í lagi að vera dónaleg en þegar hún sá þetta fallega fiðrildi vildi hún koma vel fram og sýna velvilja. Maður getur lært á þessu. Við getum lært að koma vel fram við alla. Hvort sem þeir eru svartir eða hvítir, ljóshærðir eða dökkhærðir, feitir eða grannir, samkynhneigðir eða gagnkynhneigðir, heilbrigðir eða fatlaðir, kristnir eða múslimar, með mikið sjálfstraust og álit eða ekki.

Lærum að meta náungann. Að finna það góða í öllum, burt séð frá fyrstu hugsun um útlit eða klæðaburð. Við skulum ekki dæma, það er slæmur eiginleiki. Komum vel fram við allt og alla, brosum og reynum að láta gott af okkur leiða.

Það er hættulegt að dæma aðra, ekki svo mjög sakir þess að þér gæti skjátlast heldur af hinu að þú kannt þá að leiða í ljós sannleikann um sjálfan þig. (Filemon)

6 Comments:

  • Það er nú meira sem þú ert upptekin af þessu útliti. :P

    En sem endranær þá hefuru rétt fyrir þér.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:16 f.h.  

  • Þú veist ég les bloggin þín alltaf;) Núna,, læt ég vita af mér aftur eftir svolitla commenta pásu:) MAður getur nú ekki alltaf verið allstaðar eða gert allt!
    Þú ert alltaf að blogga alveg blogg í hæsta gæðaflokki:D
    Vonandi verður ekki jafn langt þangað til ég commenta næst:p

    Kv. Sólvig prinsessa;)

    By Blogger Sólveig, at 3:34 f.h.  

  • Já líklega er ég eitthvað upptekin af þessari útlitsumræðu. En auðvitað hef ég nú ekki alltaf rétt fyrir mér ;)

    Takk Sólveig :) Vonandi koma fleiri komment frá þér fljótlega, allavega ef ég verð dugleg að blogga! Blogg í hæsta gæðiaflokki, það er nú ekki leiðinleg vitneskja ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:37 f.h.  

  • Það var gaman að sjá þig í nýja sjónvarpinu í Dalsgerðinu og geta svo talað við þig.Alveg frábært.
    Veislan hjá mömmu þinni var flott að vanda og afmælisbarnið mjög ánægt gaman að vera orðinn 10 ára Til hamingju með stóra bróðurHér er hálfgerð stórhríð og hvasst Siggi var 1 og 1/2 tíma út í Laugasel ,það sá varla út úr augum fyrir skafrenningi en í Svarfaðardal var logn og 20-30 cm jafnfallinn snjór.Vonandi er veturinn ekki að koma núna.
    Góða nótt amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:08 e.h.  

  • Hehe snjónvarpinu, þetta er nú bara talva ;) Örugglega fínasta veisla eins og fyrri daginn, verst að ég fékk ekki neitt!!!
    Líka snjór hjá okkur núna.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:16 f.h.  

  • Já,já þetta var víst bara tölva en hún er nú býsna flott með svona þunnum skjá og stórum svo að húner eins og lítið sjónvarp.
    þessi tækni er nú ekki fyrir gamlar konur þó að þær hafi nú gaman að þessu líka.
    Það er líka kominn blár himinn hjá okkur núna .
    Bless vinan amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:57 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home