Mig langar í....
Í dag er 3. mars og þar af leiðandi sá dagur sem Helga frænka verður ári eldri enn á ný. Það eru ekki allir jafn heppnir að eiga jafn æðislegar móðursystur og ég. Ég á nefnilega næstum því þrjár mömmur ;) Varð náttúrlega að láta fylgja mynd af þessari merkiskonu og litla stóra bróður. Innilega til hamingju með daginn Helga og ég bið að heilsa öllum heima í graut til ömmu ;) Kannski þið sendið mér smá í pósti ef þið getið ;) hehe.
Annars langar mig í: Fiskréttinn hennar mömmu, litlar kjötbollur í rauðri sósu, mjólkurgraut hjá ömmu, endalaust mikið af nýjum fötum, ofurdugnað til að fara út að hlaupa, marensísteruna hennar Helgu frænku, Svarfaðardalinn minn, Helgu vinkonu í heimsókn, bæjinn minn bestasta, súkkulaðiköku, lion bar ís með stelpunum í Danmörku, sjálfvirka rykmoppu sem maður setur í gang og hún keyrir alveg sjálf um gólfið og tekur rykið, bræður mína sem stækka óðum, íslenskt nammi, saumavél og flotta efnabúð, fleiri símhringingar og karteflur í ofni með tómatsósu.
Svo langar mig á tónleika með kórgellunum mínum og við erum að tala um að ég er að missa af æskulýðsdeginum á morgun. Ellen Kristjáns og stelpurnar á tónleikum, væri gaman að sjá það. Jafnvel þó svo að mér hafi verið alveg sama þegar þær sungu með Megsi, ég hefði ekki fyrir mitt litla líf getað mætt á það! hehehe. En jæja, æskulýðsdagur aftur að ári, mæti bara á allt þá ;) Endilega fjölmennið í kirkjur landsins á morgun :)
Annars gengur lífið sinn vanagang og eitthvað lítið að frétta. Komið vel fram við hvort annað, lifið í sátt og samlyndi, hugsið hátt og brosið út í daginn :D
Kveðja, Valborg Rut
5 Comments:
Til hamingju með daginn Helga. :)
Valborg mín, ég get reddað einhverju af þessu sem þig langar í. Ég kem í heimsókn í maí (ef allt gengur að óskum), skal koma með nammi, og við getum bakað okkur kartöflur í ofni og borðað nammi í eftirrétt. :) Ég skal líka syngja fyrir þig í staðinn fyrir tónleikana.
Hafðu það gott besta vinkona! :)
By Nafnlaus, at 8:27 f.h.
Hæ Vabbý !
Takk fyrir fallegar kveðjur á afmælsidaginn - það er líka gott að eiga svona góða, litla frænku;-)
Núna erum við öll hjá ömmu og afa í smá afmæli, þar sem það er ekkert klósett í Hamarstígnum (jú, það stendur reyndar frammi í forstofu) en þar er nóg af ryki sem og því var flúið með afmælið niður í Ásveg (það var marengsísterta handa Agnari, heitur réttur, skyrkaka og rækjuhringur) - bara flott hjá okkur.
Klukkan 6 mætir pabbi þinn og annar múrari aftur og þá á að flota í gólfið- svona mjakast þetta allt saman áfram - þangað til að loksins verður komið mjög flott bað;-)
Takk fyrir kveðjuna, Helga.
Helga H.
By Nafnlaus, at 9:27 f.h.
Gaman væri ef þú hefðir komið í graut en það verður að bíða haustsins þegar þú kemur heim full af orku eins og stjörnuspáin þín segir til um.
Góð stjörmuspá þetta gefðu henni auga ef þú ert leið.Annars held ég að þér líði vel þarna og sért e
kkert leið.Nú fer bráðum að voraog birta .Fallegt sem þú skrifar um séra Pétur enhann hefur það örugglega gott núna.
Bráðum færð þú næsta blað það er betra en síðast.
kær kveðja frá afa.
LÍÐI ÞÉR VEL AMMA.
By Nafnlaus, at 11:02 f.h.
Helga: Frábært! Strax farin að hlakka til að sjá þig kannski í maí yndislegust :D Já það er eins gott að þú syngir fyrir mig, og borðir með mér karteflur í ofni og svo verður svona ekta Helgu og Valborgar kvöld með endalausu nammi og pælingum. Fáum svo bara sófann í sunnuhlíðinni sendann í pósti ;) hehehe.
Helga frænka: Vonandi færðu bráðum flott baðherbergi og getur hætt að geyma klósettið í forstofunni! Fínt að flytja bara afmælið til ömmu og afa, mikið langar mig í smá sneið að merengsístertunni!!
Amma: Bestu kveðjur til afa, hlakka til að fá blaðið :D Hlakka til að koma heim í graut í haust ;)
By Nafnlaus, at 12:32 e.h.
Takk fyrir innlitið og skilaboðin. Alltaf gaman þegar fólk skilur eftir sig skrif. Jáh það var svo sannarlega þess virði að mæta á málþingið í kirkjunni og æðislegt að koma inn í safnaðarheimilið aftur, orðið langt um liðið að ég lét sjá mig þar. Falleg síða hér á ferð, farðu vel með þig.
kv jóhanna elín
By Nafnlaus, at 5:20 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home