Minning í blandi við tónlist
Ég ætlaði að koma með svaka gáfulegt blogg fyrir löngu. Svo gleymdist það eða ég gaf mér ekki tíma. Núna er hugmyndin á bak og burt og ég ekki búin að finna aðra. Ekki það að ég hugsi ekki mikið þessa dagana, ójú það er víst langt þangað til pælingarnar mínar verða á undanhaldi. En pælingabloggsins í stað kemur þakkarblogg.
Mér barst skemmtilegur pakki í gær. Umslag sem innihélt geisladisk og ísbox frá bestu vinkonu í heimi þó víðar væri leitað. Geisladiskurinn Hooked on classics mættur á svæðið. Við eigum svolítið fyndnar minningar frá þessari tónlist. Þriðjudagurinn eftir versló í fyrra og við á leið í Vatnaskóg, komnar út úr húsi löngu fyrir sex. Svolítið þreyttar eftir þriggja eða fjagra tíma svefn. En við vorum hressar, á leið í skóginn okkar síðustu viku sumarsins. Tónlistin á fullu í bílnum og fundið upp á öllu mögulegu til að veita okkur hressleika svona snemma morguns keyrandi á milli landshluta. Það var þá sem okkur datt í hug að skella þessu í græjurnar. Klassíkin að gera sig, verk merkra snillinga blönduð saman og úr varð svolítið skondin útkomma. Við allavega hlógum mikið, mest yfir uppátækinu að setja þetta í tækið svo ómaði um bílinn, en takmarkinu var náð og við glaðvöknuðum og vorum komnar í hláturskast. Í gærkvöldi setti ég þetta svo í græjurnar í bílnum á leið á kóræfingu og rifjaði upp þennan skemmtilega morgun. Mörgum þætti þetta líklega ekki skemmtilegasta tónlist í heimi en mér finnst þetta nú bara nokkuð fínt, allavega svo að ég hlustaði á öll lögin þrátt fyrir að hafa fundist þau sum hver aðeins of löng, en ég skipti þá bara um lag ;) En ég held að ég hlusti nú ekki á þetta á hverjum degi, enda skemmtilegra þegar Helga er á staðnum líka :)
Ísboxið innihélt þó ekki ís eins og ætla mætti fyrir ísaðdáanda eins og mig. Líklega hefði mér ekkert litist á ísinn eftir ferðalagið á milli borganna og hafsins sem aðskilur okkur. En það var ekki verri sjón sem mætti mér. Haldiði ekki að ég hafi fengið páskaegg! Það var nú reyndar komið í þúsund mola en það er allt í lag! Páskaegg er alltaf páskaegg og fer hvort sem er í smærri einingar í maganum ;) Held ég borði það samt bara fljótlega þar sem mér gengur afar erfiðlega að eiga eitthvað svona freistandi :) Takk fyrir sendinguna skvísin mín :)
Héðan úr sveitinni er annars lítið að frétta. Heilsan öll að koma til en pensilíndraslið verður tekið inn nokkra daga í viðbót. Ákvað að drýfa mig á kóræfingu í gær þar sem ég er loksins farin að heyra eitthvað! Það er samt ennþá eitthvað slímógeð í hálsinum mínum með kvefinu sem er ekki alveg að gera sig, en þetta er allt að koma!! Enda tvær vikur síðan þetta byrjaði allt saman. Vorum að æfa fyrir söngvakvöld í gær sem verður í kirkjunni á morgun. Frekar rólegt allt saman, margt á norsku, en ég er þó að ná þessu öllu saman. Frekar fyndin æfing í gær. Ég sat ekki hjá þeim sömu og alltaf heldur kom ein frekar gömul kona á milli. Hún söng stundum svo viltaust að ég hélt ég yrði ekki eldri. Svo einu sinni kom eitthvað alveg út úr kú og ég gat ekki haldið hlátrinum í burtu lengur en svo sá ég að ég var ekki ein um að farað hlægja. Hehe sem betur fer. En til að toppa þetta allt sat gellan frá Sómalíu hinum megin við mig. Ég hef nú aldrei heyrt hljóð frá henni og heyrði ekki alla æfinguna svo þetta var eiginlega eins og að sitja á enda utan við öll skringilegu augnarráðin sem ég held að sé bara eitthvað svona frá hennar landi. Stundum eins og hún sé að reyna að tala með augunum. Verst að ég skil bara ekki svoleiðs orð. En þetta var nú bara fínasta æfing þrátt fyrir fyndin augnablik en það er nú bara til að lífga upp á hlutina ;)
Núna er hins vegar málið að kíkja í bók. Þessa stundina er ég að lesa Eyðimerkur dögun, framhaldið af bókinni Eyðimerkurblómið. Hálf misheppnað samt að hafa ekki lesið það fyrst, en ég les það bara seinna ;) Þess má geta að Waris, konan sem bókin er um er einmitt frá Sómalíu, hehe.
Bestu kveðjur út um allan heim, Valborg.
Mér barst skemmtilegur pakki í gær. Umslag sem innihélt geisladisk og ísbox frá bestu vinkonu í heimi þó víðar væri leitað. Geisladiskurinn Hooked on classics mættur á svæðið. Við eigum svolítið fyndnar minningar frá þessari tónlist. Þriðjudagurinn eftir versló í fyrra og við á leið í Vatnaskóg, komnar út úr húsi löngu fyrir sex. Svolítið þreyttar eftir þriggja eða fjagra tíma svefn. En við vorum hressar, á leið í skóginn okkar síðustu viku sumarsins. Tónlistin á fullu í bílnum og fundið upp á öllu mögulegu til að veita okkur hressleika svona snemma morguns keyrandi á milli landshluta. Það var þá sem okkur datt í hug að skella þessu í græjurnar. Klassíkin að gera sig, verk merkra snillinga blönduð saman og úr varð svolítið skondin útkomma. Við allavega hlógum mikið, mest yfir uppátækinu að setja þetta í tækið svo ómaði um bílinn, en takmarkinu var náð og við glaðvöknuðum og vorum komnar í hláturskast. Í gærkvöldi setti ég þetta svo í græjurnar í bílnum á leið á kóræfingu og rifjaði upp þennan skemmtilega morgun. Mörgum þætti þetta líklega ekki skemmtilegasta tónlist í heimi en mér finnst þetta nú bara nokkuð fínt, allavega svo að ég hlustaði á öll lögin þrátt fyrir að hafa fundist þau sum hver aðeins of löng, en ég skipti þá bara um lag ;) En ég held að ég hlusti nú ekki á þetta á hverjum degi, enda skemmtilegra þegar Helga er á staðnum líka :)
Ísboxið innihélt þó ekki ís eins og ætla mætti fyrir ísaðdáanda eins og mig. Líklega hefði mér ekkert litist á ísinn eftir ferðalagið á milli borganna og hafsins sem aðskilur okkur. En það var ekki verri sjón sem mætti mér. Haldiði ekki að ég hafi fengið páskaegg! Það var nú reyndar komið í þúsund mola en það er allt í lag! Páskaegg er alltaf páskaegg og fer hvort sem er í smærri einingar í maganum ;) Held ég borði það samt bara fljótlega þar sem mér gengur afar erfiðlega að eiga eitthvað svona freistandi :) Takk fyrir sendinguna skvísin mín :)
Héðan úr sveitinni er annars lítið að frétta. Heilsan öll að koma til en pensilíndraslið verður tekið inn nokkra daga í viðbót. Ákvað að drýfa mig á kóræfingu í gær þar sem ég er loksins farin að heyra eitthvað! Það er samt ennþá eitthvað slímógeð í hálsinum mínum með kvefinu sem er ekki alveg að gera sig, en þetta er allt að koma!! Enda tvær vikur síðan þetta byrjaði allt saman. Vorum að æfa fyrir söngvakvöld í gær sem verður í kirkjunni á morgun. Frekar rólegt allt saman, margt á norsku, en ég er þó að ná þessu öllu saman. Frekar fyndin æfing í gær. Ég sat ekki hjá þeim sömu og alltaf heldur kom ein frekar gömul kona á milli. Hún söng stundum svo viltaust að ég hélt ég yrði ekki eldri. Svo einu sinni kom eitthvað alveg út úr kú og ég gat ekki haldið hlátrinum í burtu lengur en svo sá ég að ég var ekki ein um að farað hlægja. Hehe sem betur fer. En til að toppa þetta allt sat gellan frá Sómalíu hinum megin við mig. Ég hef nú aldrei heyrt hljóð frá henni og heyrði ekki alla æfinguna svo þetta var eiginlega eins og að sitja á enda utan við öll skringilegu augnarráðin sem ég held að sé bara eitthvað svona frá hennar landi. Stundum eins og hún sé að reyna að tala með augunum. Verst að ég skil bara ekki svoleiðs orð. En þetta var nú bara fínasta æfing þrátt fyrir fyndin augnablik en það er nú bara til að lífga upp á hlutina ;)
Núna er hins vegar málið að kíkja í bók. Þessa stundina er ég að lesa Eyðimerkur dögun, framhaldið af bókinni Eyðimerkurblómið. Hálf misheppnað samt að hafa ekki lesið það fyrst, en ég les það bara seinna ;) Þess má geta að Waris, konan sem bókin er um er einmitt frá Sómalíu, hehe.
Bestu kveðjur út um allan heim, Valborg.
8 Comments:
Hæ Vabbý !
Langt síðan að ég hef skrifað á síðuna. Nú er ég í skólanum og við erum með opið bókasafn fyrir foreldra og börn saman -- gæðastund í dagsins önn - mjög skemmtilegt ! Svo bjóðum við upp á kaffi og snúða.
Í fyrradag var gamla klósettið tekið af baðherberginu mínu og það nýja er enn ekki komið upp. Í gær var Siggi að smíða kassa utan um grindina sem þetta nýja á að hanga á, svo vonandi kemur það í dag eða á morgun :-)
Hér er nú eiginlega enginn snjór - bara hvöss sunnanátt og ónæðissamt - en betra en snjórinn.
Í gær var frumsýning hjá Unni Helgu og allt gekk vel að sögn Stebbu. Svo man ég nú bara ekkert meira að segja í bili - en af gömlum vana hvet ég þig nú til að byrja á norsku bókinni - ég skil ekkert í þér að hafa hana bara inni í skáp.
Bless.
Helga.
By Nafnlaus, at 10:55 f.h.
Sæl vinan ert þú ekki búinað fá pakkann frá mér ??????
Allt gott héðan Hlýtt en stormur og þá fer ég í vont skap heeeee
Afi fór upp til Helgu til að gá hvort klósettið sé komið eða hvort hún þurfi að keyra niður í Ásveg .
Kærar kveðjur amma
By Nafnlaus, at 11:26 f.h.
Já, já....ætla bara að segja þér að ég er að fara í leikhúsið í kvöld, var boðið á general prufu á leikritið Lífið - notkunarreglur.
Þannig að líklega hitti ég þig ekki á skypinu þá. Við Helga drífum okkur saman.
Var að koma heim af árshátið Lundarskóla og hún var allt í lagi, óþarflega löng að mínu mati á ekki betri stólum en þar eru. Agnar stóð sig bara vel í sínu hlutverki og söng með !
Nú er ég komin með dvd diska handa til að senda þér. Það er dagur í lífi kórsins í Kommenda i Slóveníu.
Er ekki búin að horfa en það eru bæði tónleikarnir þar og dagurinn allur. Sendi það við tækifæri.
Hrefna biður að heilsa þér og ég benti henni að síðuna þína. Hún alltaf jafn yndisleg.
Heyrumst síðar.
Kveðja mamma.
By Nafnlaus, at 11:39 f.h.
Já velkomin í klósett-umræðurnar enn á ný! hehe en svona er það víst þegar eðal frænkur gera upp húsið sitt!!
Enginn pakki kominn frá Ömmu, hlakka til að fá blaðið :)
Ekki allir sem fá dvd disk með sjálfum sér, hehe. Er orðin yfir mig spennt að sjá þetta, rifja upp sumarið og sjá skvísurnar mínar á sjónvarpsskjánum.
Auðvitað söng Agnar með, er hann ekki bróðir minn? Kannski hann skelli sér í drengjakórinn eftir að hafa öðlast söngáhugann ;)
By Nafnlaus, at 12:59 e.h.
Njóttu skvísin mín, verst að eggið var brotið...ég sem vandaði pakkninguna, póstmennirnir greinilega klunnar. ;)
Hlusta nú sjaldan á þennan fyndna disk, en í dag skellti ég honum í græjurnar og vaskaði upp hálf hlæjandi að hugsa um okkur hálf dansandi í bílnum. ;)
Æðislegt þetta með dvd diskinn. :) Mig langar nú í svoleiðis. ;)
Knús til þín!
Kveðja Helga (sem er alveg í skýjunum yfir pínulitlu frænkunni á Akureyri ;))
By Nafnlaus, at 4:46 e.h.
Til hamingu aftur með frænkuna! Verst að ég verð þá núna að venja mig af því að tala um Martein! hehe. Getur nú örugg fengið svona disk þegar þú ferð norður í frænkuskoðunina í næstu viku :) Ég vona bara að það sjáist ekki mikið í mig í þessari mynd.... ;) hehehe.
By Nafnlaus, at 2:00 f.h.
Helga mín....þið eigið allar að fá þennan disk sem voruð í ferðinni. Hann kostar ykkur ekki neitt þannig að þú skalt biðja Eyþór um að grípa einn handa þér og merkja við þig á blaðið.
kv. Svava.
By Nafnlaus, at 2:20 f.h.
Blessuð,,,
Langt síðan ég hef tjáð mig hér en ég fylgist nú með þér góða mín.
Í nótt var aftakaveður á Akureyri og þakið fauk af hálfu húsinu mínu í einu lagi en ég er svo heppin að búa í hinum partinum og þannig að þakið er á hjá mér.
Annars allt gott kveðja úr Ásvegi
Stebba
By Nafnlaus, at 4:11 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home