Mánudagur
Dagarnir líða og hér rignir endalaust að mínu mati. Allavega finnst mér langt því frá að vera spennandi veður í dag. Laugardagurinn fór í búðarferð til Álasunds. Þar gengum við næstum af okkur fæturnar því margar búðir, langir gangar og vá, endalaust margt fólk. Manni fannst næstum eins og jólin væru að nálgast, Þorláksmessukvöld og allir að þeysast um og redda síðustu hlutunum. En þetta var bara blekking. Ósköp venjulegur laugardagur. Agnes kom heim í gærkvöldi og Stian nálgast fljótlega. Þessir dagar gengur nú bara voða vel hjá hjá okkur hérna einum í sveitinni, eiginlega betur en ég þorði að vona. En nú tekur hverstaksleikinn og rútínan við aftur sem er líka fínt.
Veikindi eru óþolandi. Ég er viss um að þetta er vítamíninu að kenna. Ég nefnilega gleymdi að taka það í nokkra daga og líkaminn kannski ekki þolað þennan missi. Jæja, ég sit allavega uppi með mikla hálsbólgu, vondan hósta og kvefið fylgir fast á eftir. Hvernig svo sem á öllu þessu stendur svo. En ég get allavega þakkað fyrir að hafa sloppið vel hingað til. Nú er bara að vona að þetta láti mig fljótlega í friði.
Það er alltaf gott að stefna að einhverju. Í þetta skiptið stefni ég á að taka til í fataskápnum mínum. Jebb, enn og aftur. Ég bara skil ekki hvernig mér tekst alltaf að rusla svona í þessu. Óskiljanlegt. En á móti kemur hins vegar að það þarf alls ekki svo mikið að vera í ólagi til þess að mér finnist þetta illa skipulagt og vonlaust. Ég hef jú lengi vel haft mikla fullkomnunaráráttu gagnvart fataskápnum mínum. Svo hafa nú sumar frænkur lúmskt gaman að því að kíkja alltaf í fataskápinn þegar þær koma í heimsókn! Enda alltaf gaman að kynna sér skipulagið og fatasafnið. Hehe, furðuleg fjölskylda ;)
En jæja, nóg í bili af ekki gáfulegri orðum en þetta ;)
Bestustu kveðjur úr rigningunni í sveitinni..... Valborg Rut
Veikindi eru óþolandi. Ég er viss um að þetta er vítamíninu að kenna. Ég nefnilega gleymdi að taka það í nokkra daga og líkaminn kannski ekki þolað þennan missi. Jæja, ég sit allavega uppi með mikla hálsbólgu, vondan hósta og kvefið fylgir fast á eftir. Hvernig svo sem á öllu þessu stendur svo. En ég get allavega þakkað fyrir að hafa sloppið vel hingað til. Nú er bara að vona að þetta láti mig fljótlega í friði.
Það er alltaf gott að stefna að einhverju. Í þetta skiptið stefni ég á að taka til í fataskápnum mínum. Jebb, enn og aftur. Ég bara skil ekki hvernig mér tekst alltaf að rusla svona í þessu. Óskiljanlegt. En á móti kemur hins vegar að það þarf alls ekki svo mikið að vera í ólagi til þess að mér finnist þetta illa skipulagt og vonlaust. Ég hef jú lengi vel haft mikla fullkomnunaráráttu gagnvart fataskápnum mínum. Svo hafa nú sumar frænkur lúmskt gaman að því að kíkja alltaf í fataskápinn þegar þær koma í heimsókn! Enda alltaf gaman að kynna sér skipulagið og fatasafnið. Hehe, furðuleg fjölskylda ;)
En jæja, nóg í bili af ekki gáfulegri orðum en þetta ;)
Bestustu kveðjur úr rigningunni í sveitinni..... Valborg Rut
5 Comments:
Blessuð,,,
Ég skal segja þér það að það er líka fínnt í mínum fataskáp (núna) en miklu færri flíkur og MIKLU eldri líka.
Vonandi fer þetta kvef að rjátlast af þér, Jóhann lá í rúminu aqllt síðasta frí -gaman -
En núna eru allir hressir og kátir. Ég í vinnunni alla helgina og Haukur á bretti í fjallinu og finnst það frábært.
Kveðja frá okkur
Stebba
By Nafnlaus, at 4:04 f.h.
Já .... það þarft líka að laga til í skápnum til að koma öllum nýju bolunum fyrir ;)
En það er gaman að þessari reglusemi hjá þér ....kannski þú hafir hana frá mér....
Knús, mamma.
By Nafnlaus, at 4:49 f.h.
Hehe sko ef þið eruð að segja að ég eigi eitthvað mikið af bolum eða öðrum flíkum þá er það náttúrlega bara vitleysa ;)
By Nafnlaus, at 4:56 f.h.
Sú eina sem tekur til í mínum fataskáp er mamma. Meira að segja án þess að ég biðji hana um það. Það kalla ég sko þjónustu í lagi.
By Nafnlaus, at 1:07 f.h.
Abba þú ert ótrúleg. En það er stundum gott að vera ótrúlegur. Kannski ég fái mömmu mína til að taka upp þennan sið.
By Nafnlaus, at 1:31 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home