Molde
Þá er maður búinn með verkefni dagsins og sestur með súkkulaðið fyrir framan tölvuna. Í morgun þegar heimasæturnar voru tilbúnar héldum við til Molde. Fórum með hraðbátnum yfir og kíktum í nokkrar búðir eða svo. Ég kláraði þó fátt af öllu því sem ég ætlaði að gera. Ég á því enn enga íþróttaskó, amma gamla fær ekkert póstkort (finnast ekki póstkort í Molde) og Agnar fær enga afmælisgjöf í bráð. En jæja, þrátt fyrir það tókst mér að eyða nokkrum peningum. Ég get allavega sagt að ég er nokkrum fötum ríkari og nokkrir vel valdir hlutir fengu að fylgja með. Eftir nokkra klukkutíma í Molde var haldið heim á leið. Bátsferðir eru ekki í uppáhaldi. Líklega fannst fólki þessi ferð þó ekki slæm en mér fannst öldurnar þó í mesta lagi. Var dauðfegin þegar ég komst á fast land aftur. Svo var það bara heim að leika smá og svo fórum við í mat til Katrínar. Leona fór beint að sofa þegar við komum heim en ég tók smá þrifnaðarkast eða svo. Ef allir tækju nú föstudagskvöldin í að skúra, vá hvað heimurinn væri góður þá ;) hehe.
Á morgun er ferðinni heitið til Álasunds. Katrín bauð okkur skvísunum með sér í smá verslunarleiðangur og auðvitað vorum við ánægðar með það :) Líklega ætti ég að farað sofa núna, enda löngu komin nótt á mínum mælikvarða ;)
Bestu kveðjur frá prinsessunum í Jakobsgarden :)
Á morgun er ferðinni heitið til Álasunds. Katrín bauð okkur skvísunum með sér í smá verslunarleiðangur og auðvitað vorum við ánægðar með það :) Líklega ætti ég að farað sofa núna, enda löngu komin nótt á mínum mælikvarða ;)
Bestu kveðjur frá prinsessunum í Jakobsgarden :)
3 Comments:
Góðan daginn Valborg Rut í Jakobsgården heitir húsið það eða eitthvað annað ???
Flott af þér að vera ýmist í Molde eða Ålesund: Nú geturðu bætt við innkaupin frá því í gær og vonandi finnurðu eitthvað handa Agnari þar. Frá mér saumakonunni er allt gott að frétta en lítið kemst að nema það að sauma helst ekki að þrífa eða búa til mat.
Aumingja afi en hann kvartar ekki.
Nú er yndislegt sólskin og hlýtt
Pabbi þinn og afi eru að versla einhverjar plötur í baðið hjá Helgu
og Helga og mamma þín eru í BONUS.
Bless vinan knús frá ömmu
By Nafnlaus, at 3:01 f.h.
Blessuð,,,
... og ég að vinna- eða er allavega í vinnunni. Haukur Fannar var á árshátið VMA í gær og var að sjálfsögðu þjónn en skemmti sér svo vel á ballinu á eftir. Í hádeginu fór hann í ræktina og síðan í fjallið á bretti og er þar eflaust enn, enda veðrið til þess.
Allt gott að frétta eins og alltaf hérna hjá okkur,
bestu kveðjur
Stebba
By Nafnlaus, at 8:36 f.h.
Hi
Hurðu er "Madsen" enn að höndla með skó í Álasundi? Í þá gömlu góðu hét það "Madsen Sko" -frumlegt.... Arvid Madsen var eitthvað í hestastússi þarna og með íslenska hesta. J
By Nafnlaus, at 10:19 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home