Nakin umferðarskilti
Hvernig í ósköpunum datt fólki þetta í hug?? En allavega þá hafa allir ráðherrar danmerkur og jafnréttisráðherrar úr öllum áttum samþykkt að nota naktar stúlkur sem umferðarskilti til að vekja athyggli á hraðamörkum. Ji minn einasti. Er ekki allt í lagi með fólk? Ég verð nú að segja að mér finnst þetta ekki alveg heilbrigt. Á Íslandi þykir ekki leyfilegt að fólk fari nakið í sund. En væri þá í lagi að sjá naktar konur hér og þar um bæjinn? Líklega myndi þetta eflaust vekja athyggli. Ég efast ekkert um það að einn og einn strákur myndi hægja á sér og virða þetta fallega skilti fyrir sér og jú jú örugglega einhverjar stelpur líka. Og þá myndi hraðinn líklega haldast innan marka. En væru ekki bara meiri líkur á að einn og einn ljósastaur yrði keyrður niður? Ég meina, fólk gæti nú gleymt því hvert athyglin ætti að fara.... ;) Ég er líka á móti því að líkami fólks sé notaður í þessum tilgangi. Ef þetta er niðurstaðan með hvað virki til að hægja umferðarhraða held ég að samfélagið okkar sé að verða svolítið klikkað. Ég ælta að vera alfarið á móti þessum skiltum. Ég þyki kannski skrítin, eða þyki ekki sjá húmorinn í þessu en jú okei, ég hló alveg fyrst en svo sá ég bara hvað þetta er í rauninni vitlaust. Hvort sem um kvenmanns eða karlmannslíkama væri að ræða.
Er þetta sú fyrirmynd sem við viljum hafa í samfélaginu okkar? Er þetta það sem við viljum að börnin okkar alist upp við? Þætti eðlilegt ef ég tæki upp á því að ganga nakin? Telst þetta ekki lítilsvirðing við líkama fólks og persónu þeirra? Er þetta heilbrigð hugmynd? Mynduði vilja að börnin ykkar tækju að sér að vera nakið umferðarskilti?
Jæja ég held að ég slútti þessari umræði áður en ég missi mig alveg í þessu.
Bestustu kveðjur heim á klakann.......... Valborg
2 Comments:
HÆ HÆ þetta er nú fallegasta stúlka sem heldur á umferðarskiltinu en ég er sammála að einhverjir mundu góna svo mikið á stúlkuna að þeir mundu keyra útaf eða á eitthvað.Afi sagði sést bara niður í mitti ????
Nú erum við öll hér heima að fara til Reykjavíkur á morgun til að hlusta og sjá Unni helgu á sviði í Óperunni En pabbi þinn og strákarnir ætla bara í bíó og láta sér líða vel.Það lítur út fyrir gott veður og ég vona að það standist,
Gott að þú fékkst loksins pakkann .Hann var 13 daga á leiðinni til þín.
Góða nótt vinan amma og afi.
By Nafnlaus, at 4:45 e.h.
Hehe já gott að eldra fólk hefur líka húmor fyrir þessu ;)
Góða skemmtun í stórborginni, ég verð bara að mæta á næstu óperu ;)
By Nafnlaus, at 1:36 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home