...og þökk til þín...
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt, sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér,
því veit mér feta veginn þinn,
að verðir þú æ Drottinn minn.
Það var merkis maður sem lést í dag. Séra Pétur Þórarinnsson í Laufási. Mér hefur alltaf fundist hann svo merkilegur. Þegar ég var yngri þótti mér líklega merkilegast að prestur gæti verið í hjólastól. Fólk sem mér fannst einu sinni alltaf eiga að vera svo fullkomið. Svo sá ég að hann var ekki með alvöru fætur. Mér fannst það merkilegt en vandist því auðvitað fljótt. Ég man þegar ég sá hann í sjónvarpinu þegar hann var nýbúinn að fá nýjann traktor. Vá hvað mér fannst hann duglegur. Ekki allir sem fá traktor þar sem hægt er að gera allt með höndunum ;) Hversu oft ætli maður hafi sungið lagið hans, í bljúgri bæn? Eitt uppáhaldslagið mitt líklega því það hefur fylgt manni eitthvað svo lengi. Á svo endalaust margar minningar frá þessu lagi. Þegar ég lá á gólfinu í kirkjunni í svarta myrkri með stelpunum, unglingaflokkur í skóginum, endalaust margir kfuk fundir, Hólavatnsferðir, glamrað á gítarinn með góðu fólki..... lagið lifir en skáldið ekki. Blessuð sé minning manns sem virtist alltaf svo lífsglaður.
Annars allt fínt að frétta, hellings útivera í dag. Sandkassinn, fótbolti, gönguferð og ótrúlega gott veður. Það lítur allt út fyrir að það styttist óðum í sumarið ;)
Bestustu kveðjur, Valborg í sveitinni.
2 Comments:
hæhæ:) gaman að þú skulir hafa fundið síðuna mina...'Eg vissi ekkert að þú værir með blogg:)
kv Lena
By Nafnlaus, at 1:01 e.h.
Og ekki ég af þínu fyrr en ég hafði ekkert að gera og ákvað að "gúggla" nokkur gömul nöfn úr huganum ;)
By Nafnlaus, at 1:06 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home