Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, mars 31, 2007

Rafmagn og haustið

Ég var einfaldlega búin að gleyma því að það væri ekki hægt að hafa þvottavélina og örbylgjuofninn í gangi á sama tíma. Allavega slær rafmagnið alltaf út við þessa heiðarlegu tilraun mína. En núna er þetta sýnist mér að virka þar sem ég ákvað að slökkva ljósin til að geta haldið áfram að sjóða mjólkurgraut í hádegismatinn. Við skvísurnar erum einar heima í sveitinni núna og vöknuðum svona líka hressar klukkan 7 í morgun. Ætli við reynum svo ekki að fara út að arka smá á eftir. Um að gera að hreyfa sig í góða veðrinu, ja og líka náttúrega ef maður leyfir sér að missa sig í namminu.... ! Fredrik kemur svo heim á eftir, finnum uppá einhverju sniðugu til að brasa. Hinn hluti fjölskyldunnar mun vera á hestamóti í Osló, koma heim á morgun.

Oh sló út aftur, þetta var greinilega ekki alveg að virka. Ég fæ líklega ekki að borða fyrr en þvottavélin er búin.

Annars hef ég verið að velta því fyrir mér hvað á að gera í haust. Þó mér finnist nú eiginlega alltof snemmt að hugsa það því ég á enn eftir að njóta sumarsins áður en þetta blessaða haust ákvarðanna kemur enn og aftur. Ég bara hef ekki glóru um hvað mig langar að gera. Mér finnst svo alltof stutt síðan ég var í Skóginum í fyrra að láta mér detta eitthvað í hug. Rakst á au-pair auglýsingu og ákvað að sækja bara um það næstum óhugsað. Þá lenti ég í Lemvig en svo vita líklega flestir framhaldið. Ég er að minnsta kosti ekki enn þar, heldur á miklu betri stað. Ég er allavega ekki á leið í skóla alveg strax. Sá áhugi kemur bara þegar hann kemur. Ja nema ég taki upp gamlan draum og skelli mér í blómaskreytinganám. En ég verð víst ekki iðjuleisingi á meðan skólinn bíður það eitt er alveg víst. Svo hér með þygg ég hugmyndir og atvinnutilboð og býst náttúrlega við því að ég fái að lokum ótrúlega skemmtileg verkefni eða vinnu.

Meira er ekki í fréttum að sinni......... Valborg

5 Comments:

  • Hæ Vabbý !
    Það er einmitt eitt líka eitt að áhugamálum mínum hvað þú ætlar að gera næsta haust.
    Mér er svosem alveg sama þó þú ætlir ekki í skóla strax - en mér finnst að þú þurfir samt að gera eitthvað skemmtielgt og þroskandi (sem sagt ekki koma heim og vinna í Hagkaup) - svo er kannski hægt að vinna eitthvað og vera líka í einhverju námi með ( t.d. blómaskreytingum- t.d. í Danmörku - eða á Hvanneyri/ Hveragerði). Annars er um að gera að láta sér detta sem flest í hug.
    Nú erum við komin á Norðurlandið aftur í góða veðrið - hér er núna 12 stiga hiti og sunnansperringur. Við höfðum það gott í Reykjavík - oftast gott veður og ýmislegt sem hægt var að kaupa - ég keypti t.d. 5 sér-valin handklæði á nýja baðherbergið í Debenhams. Mamma þín fékk ýmislegt sem passaði við "útivistar-Land-rover -lífssýnina ;-)
    Gaman í Operunni - allir stóðu sig vel og þetta voru tvær mjög ólíkar óperur - önnur sorgleg og hin fyndin og vitlaus.
    Unnur Helga var fín á sviðinu.
    Jæja, hér er bara morgunmatur ennþá - óvenju seint, - allir virðast hafa verið svo þreyttir eftir ferðalagið.
    Heyrumst aftur.
    - ég læt þig vita þegar ég fæ fleiri hugmyndir um haustið ;-)
    Bless.
    Helga.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:30 f.h.  

  • Hehe gott að fleiri hafa áhuga á ákvörðunum mínum og haustinu ;) Það síðasta sem ég kem til með að gera er að vinna í hagkaup eða öðrum stað sem gæfi mér ekkert nema áhugaleysi og nokkra peninga. Svo engar áhyggjur af því!
    Ég býð enn eftir atvinnutilboðunum, þau láta eitthvað bíða eftir sér.... hehe.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:44 f.h.  

  • Nú eru allir að ná sér eftir suðurferðina og lífið að verða eðlilegt.Við fórum í fermingaveislu tvíbbana Agnesar og Önnu á laugardagskvöldið.Veislan var í Brekkuskóla margt fólk og fín veisla stelpurnar voru fínar önnur í hvitum kjól og hin í svörtum.Þær voru ljómandi skemmtilegar tóku á móti gestunum og spjölluðu við þá.
    Gott að heyra að þú ert byrjuð að hugsa fyrir næsta vetri það kemur eitthvað upp í hendurnar á þér að venju. Nú er veðrið gott og við farin að hugsa um Selið okkar Hvort sem við drífum okkur þangað.
    Afi biður að heilsa.
    Hafðu það gott amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:42 f.h.  

  • Hæj, vildi bara kvitta fyrir heimsókninni og kasta á þig kveðju:) 'Eg held að þú ættir að skella þér á blómskreytingar námið eða eitthvað.. þú ert svo mikill snillungur í allskonar svona:)En hafðu það gott:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:25 f.h.  

  • Amma: Frábært að þið eruð nú að ná ykkur eftir ferðina í stórborgina! Um að gera að skella sér bara í Laugaselið okkar núna sem flesta daga!

    Lena: Takk fyrir það! Úff já alveg þvílíkur snillingur.... hehehe.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:36 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home