Sveitalífið í höllinni
Spurning hvort að sumir hafi verið svolítið þreyttir? Ja allavega er litla Dísin ekki vön að sofna þegar hún á að vera að leika sér. Hehe. Líklega verður maður þreyttur á því að vera svona rosalega kvefaður. Annars erum við skvísurnar einar í höllinni þessa dagana. Agnes og Stian eru í Danmörku á hestamóti og koma aftur á sunnudaginn. Strákarnir eruí dekri hjá afa sínum og ömmu þangað til á sunnudag. Við höfum það gott hér í rólegheitunum og finnum uppá einhverju til þess að bralla.
Annars er lítið að frétta. Ekkert slúður, gott veður, blár himinn, sól, örlítill vindur. Fór á kóræfingu í gærkvöldi. Katrín kom og passaði á meðan ;) ég er nú alveg að ná þessum lögum á norsku, hehe. Erum að farað syngja á einhverju söngkvöldi í lok mars með einhverjum fleirum sem ég náð ekki alveg. Finnst nú samt hálf fyndið að maður þurfi að borga til að vera í þessum kór. Ekki vissi ég það nú en svo fengu bara allir reikning í gær! Hehe fyndið sístem. En jú víst borga ég glöð í bragði þar sem mér finnst þetta mjög gaman.
Hef eitthvað voða lítið að segja. Ég sem var með helling af hugmyndum. Jæja, þær koma í minnið seinna og það kemur dagur á eftir þessum degi og blogg á eftir þessu bloggi ;)
Bestustu kveðjur, Valborg Rut.
5 Comments:
Hæ sveitapíur !
Já, þið verðið að reyna að hafa það gott, - hita kakó og elda mat og hafa það notalegt í norska fjallasalnum. Lítið að gerast hérna núna - ég er að fara á tölvunámskeið á eftir. Mamma þín sá einhverja druslu í Akurliljunni sem kostaði 39 þúsund. Hún þótti mjög flott en of dýr og var því skilað snarlega til baka. Hún keypti sér einhvern bol í sárabætur. Ég fer í "kvennaboð" í kvöld - og það er nú alltaf gaman af því ......... og svo kemur blessuð helgin - einu sinni enn - og alltaf jafn þægileg.
Heyrumst aftur.
Kveðja
Helga.
By Nafnlaus, at 9:16 f.h.
Hehe já hér er búið að elda mat, en kakóið eigum við eftir ;) 39 þúsund fyrir flík? Var það ekki kannski fullmikið af því góða? hehe. Helgar eru yndilegar og maður hlakkar alltaf til þeirrar næstu :)
By Nafnlaus, at 9:26 f.h.
Jú Valborg, þetta var ansi dýr flík en dálítið mikið flott og pínu svona öðruvísi ;) Ákvað að vera skynsöm og flýtti mér að skila henni aftur. Og ég hélt áfram að vera skynsöm .....því að áðan var ég á konukvöldi í búðinni GS með skvíunum úr bankanum. Það var fínt og ég mátaði flott gallapils, kjól og buxur en lét það bara duga og kom pokalaus heim.
Stebba og afi voru áðan í VMA að borða hjá Hauki, svona eins og þú bauðst okkur í einu sinni. Þau voru alsæl með matinn og þjónustuna hjá Hauki.
Helgin á næsta leyti, það er alltaf jafn gott að fá föstudagana .....hafið það sem best og verið góðar hver við aðra. Þín mamma.
By Nafnlaus, at 2:16 e.h.
Það er nú samt hálf glatað að fara á svona skvísukvöld og koma ekki með neitt heim. Þú verður að passa að halda í við dótturina ;) hehe.
By Nafnlaus, at 11:07 e.h.
Jamm, ég á nú eftir á skreppa til Reykjavíkur í lok mánaðarins....að vísu slæmur tími svona peningalega séð en ......
By Nafnlaus, at 1:03 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home