Til hamingju með daginn elsku Agnar!
Það er merkis barn sem á afmæli í dag. Enginn venjulegur krakki heldur furðuverkið og snillingurinn hann bróðir minn. Ójá litli minnsti bróðir minn er alls ekki svo lítill ennþá og er orðinn 10 ára! En mér finnst eins og það sé alls ekki svo langt síðan ég mætti á fæðingardeildina að skoða yngsta og nýjasta fjölskyldumeðliminn. Yfir mig stolt af að eiga loksins tvo bræður. Ég man meira að segja ennþá í hvaða fötum ég var. Rauðar buxur og bleika benetton peysan með húsinu ef ég man rétt. Fyndið. Já við eigum víst stórafmæli á sama ári en alltaf verð ég 10 árum eldri. En þó svo að Agnar sé orðinn 10 ára þá verður hann víst alltaf litli bróðir minn. Litla krúttið á heimilinu sem kemst upp með mun meira en ég gerði. Baldur er svo í miðjunni og kemst upp með eitt og annað en þó ekki allt.
Þökk sé skype og myndavélinni gat ég bæði sungið fyrir afmælisbarnið og séð það. Verst að ég gat ekki knúsað hann líka. Núna ætlaði hann að fara með foreldrunum að skoða hjól. Útiverubarnið en þó ekki síður tölvuaðdáandi mun að öllum líkindum fá hjól í tilefni dagsins. Litli peningamaðurinn ljómaði af ánægðu þegar hann sveiflaði öllum seðlunum sínum framan við tölvuna. Ekki þótti honum nú leiðinlegt að hafa eignast pening. Verst að maður á ekki afmæli nema einu sinni á ári, hehe ;)
Hvað skildi ég nú hafa brallað síðustu daga? Ja það er spurning. Ætli það hafi ekki eitthvað lítið verið gert sem vekur athygli ykkar. Allavega varð skarð brotið í inniveru síðustu viku. Ójá við erum að tala um enga gönguferð alla síðustu viku vegna leiðinlegs veðurs og heilsuleysis sem leiddi til leti og inniverulöngunar. En í dag var komið að því að rífa sig upp og halda út hvernig svo sem viðraði. Sem betur fer fengum við ágætis veður. Hér er þó smávegis snjór og rigning inn á milli. En akkurat núna þegar ég lýt út um gluggann minn sé ég glitta í bláan himinn sem vekur ánægju mína. Fórum þó bara helminginn af því sem við örkum flesta daga þar sem ég er komin með meira en nóg af veikindum og tók ekki sénsinn í fyrstu atrennu að vera lengur í kuldanum.
Látum þetta nægja í bili, Valborg Rut
3 Comments:
Takk fyrir þetta mín besta systir !
þarft þú ekki lengur að gefa mér hálsmen né flotta derhúfu af því ég fékk svoleiðis í afmælisgjöf.
Kveðja Þinn litli bróðir Agnar sem loks er orðinn 10 ára.
By Nafnlaus, at 12:03 e.h.
Hæj Valborg mín... ákvað að kvitta fyrir heimsókninni á síðuna þína:) þarf að vera aðeins duglegri við það.. alltaf gaman að lesa bloggin þín:) en hafðu það gott og til hamingju með litla bróður:)
Kv.Lena Sif...
By Nafnlaus, at 3:52 e.h.
Takk Lena ;)
By Nafnlaus, at 1:45 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home