Lífið er draumur, láttu hann verða að veruleika

laugardagur, mars 24, 2007

Vaknaðu!!!


Það er ekki á hverjum degi sem fólki gefst tækifæri til að styrkja gott málefni og fá eitthvað gott í staðinn. Ég mæli allavega með því að allir í höfuðborginni og víðar láti sjá sig á styrktartónleikum FORMA 1. apríl ;) Málefni sem vert er að styrkja og er um að gera að kynna sér :) Annars bara www.forma.go.is og kynnið ykkur málið!!!
.....Greinaskil.....
Ég flétti í gegnum nýjan H&M bækling sem lét sjá sig í póstkassanum okkar hér um daginn. Ég vitanlega horfði á flíkurnar á flottum líkömunum og í fljótu bragði gerði ég upp skoðun mína hvort mér þætti þetta flott eða ekki. En ég horfi víst ekki alltaf bara á fötin. Niðurstaðan var að ég gat alveg hugsað mér að panta tvo líkama eða svo. Annar var handa sjálfri mér. Allt virtist í svo pörfekt hlutföllum, sólbrún, flott mitti, grannir fætur, hvítar tennur og flott bros. Hinn líkaminn var karlmaður. Þar sem ég yrði svo flott í nýja líkamanum þyrfti ég nú kærasta sem gæfi ekkert eftir í fegurðinni. Innihald líkamans ætlaði ég svo bara að panta í öðru blaði. Ef ég gæti nú bara pantað mér manneskjur. En það er víst ekki þar sem sagt að þó svo að einhver sé ómótsæðilega fallegur og flottur að innihaldið sé upp á jafn marga fiska. Því það er jú án alls efa innihaldið sem skiptir máli.

Svo kom önnur pæling. Mikið væri frábært ef við gætum bara keypt okkur það sem okkur fyndist vanta í persónuleika okkar. Víst gæti ég örugglega fundið einhverja kosti sem mig langaði í. En svo kom það. Ég áttaði mig loksins á því að við værum ekki þær persónur sem við erum ef við gætum bara pantað inn í persónu okkar. Innrætið okkar er það sem við erum. Ég væri ekki ég ef ég hefði annað innræti eða aðra hæfileika. Þá væri þetta aðeins líkami minn en ekki raunverulega ég. Svo verðum við að sætta okkur við líkama okkar og útlit og eigum ekki að þurfa að óska þess að við gætum pantað nýtt lúkk úr auglýsingalista. Verum bara sátt við okkur eins og við erum. Við getum alltaf bætt okkur í einhverju. Ásett okkur það markmið að gera eitthvað aðeins betur en við megum hins vegar ekki fara fram úr okkur sjálfum. Brosum út í heiminn, ánægð með okkur sjálf eins og við erum, bæði útlit og innræti.

Bestu kveðjur heim á klakann til ykkar allra...... :)

Valborg Rut hugsunarprinsessa



2 Comments:

  • Þú átt skilið fyrirmyndar kærasta hvernig sem þú lítur út. Og þú lítur vel út!!!!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:01 e.h.  

  • Hehehe...

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:29 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home